Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 18.03.1976, Qupperneq 37

Vikan - 18.03.1976, Qupperneq 37
hrósandi eftir mæninum, niður þakið og stökk þaðan niður á jafn- sléttu og inn í eldhúsið. Þar fleygði hann henni harkalega á gólfið. Hana svimaði, og ósjálfrátt gagg- aði hún svolítið hásum rómi. Þá gerðist það. Af einskærum æsingi verpti hún eggi. Henni brá við. Kannski var það fyrir tímann. En hún var fædd með móðurum- hyggjuna í brjósti sér, og þegar hún hafði áttað sig ofurlítið, hegð- aði hún sér eins og dæmigerð móðir. Hún lagðist á eggið og þar lá hún grafkyrr, hreyfði ekkert nema augnlokin. Hjarta hennar, sem hefði virst svo agnarsmátt á diski, sló örar og fyllti líkama hennar óendanlegri hlýju, sem ylj- aði eggið, sem þó varð aldrei neitt nema egg. Eina mannveran í eld- húsinu var stúlkubarnið, og þetta atvik hafði djúp áhrif á hana. Hún þautáfæturog hrópaði: Mamma, mamma, ekki drepa kjúklinginn. Hann verpti eggi. Þau hópuðust öll þegjandi sam- an kringum móðurina. Þar sem hún sat og yljaði afkvæmi sínu var hún hvorki æst né róleg, sæl né vansæl. Hún var ekkert. Að- eins kjúklingur, sem skipti engu máli til né frá. Fjölskyldan — fað- irinn, móðirin og dóttirin — horfðu lengi á hana, án þess að hugsa í rauninni nokkuð. Enginn hafði nokkru sinni haft kjúkling að gæludýri. Skyndilega hrutu þessi orð af vörum föðursins: Ef þú drepur þennan kjúkling, skal ég aldrei framan leggja mér kjúkl- ingakjöttil munns. Ekki ég heldur! tók stúlkubarnið undir. Móðirin yppti öxlum þreytulega. Eftir þetta bjó kjúklingurinn hjá fjölskyldunni, án þess að gera sér almennilega grein fyrir því, að hann hafði borgið lífi sínu með flóttanum. Þegar stúlkubarnið kom úr skólanum, fleygði hún frá sér töskunni frammi við dyr og hljóp beint inn í eldhúsið. Hænan stjórnaði orðið heimilinu. Það gerðu sér allir Ijóst, nema hún sjálf. Hún bjó í eldhúsinu, en brá sér stöku sinnum út á veröndina til aðfá sér ferskt loft. Þegar hljóðlátt var í húsinu og enginn truflaði hænuna átti hún það til að reigja sig fremur venju og spígspora um gólfið eins og drottning í hásætissal. En með tímanum varð lengra og lengra milli þessara tignarspássértúra á eldhúsgólfinu, og hænan undi fremur við að rifja upp fyrir sjálfri sér djarfa flóttatilraunina. Á stundum hætti henni jafnvel til að ýkja þ^tta afrek í minningunni og gera meira úr því en raunv^u- lega vartilefni til. Einn daginn hjuggu þau hæn- una og átu. MEÐftb ANN ARRft EJRÐA FLAMENCO OG FREÐÝSA Því cr haldið fram, að heim- urinn sé alltaf að verða minni og minni. Eftir að þotuöldin gekk í garð hafa fjarlægðirnar, sem öldum saman hafa valdið land- fræðilcgri einangrun Islands frá umheiminum, styst til muna, og íslendingum almennt gefst nú á þessum áratug í fyrsta skiptið tækifæri til að hleypa heim- draganum og svala þeirri bældu útþrá, sem íslendingum virð- ist í blóð borin. Nú eftir að íslendingar brugðu sér upp á færiböndin, sem liggja til landa sólarstranda, til að bætast t hóp „túristanna”, þessara flóttamanna leiðans, eins og einhver hefur kallað þennan sundurleita en þó líka hóp, sem flxðir yfir viss land- svæði á vissum árstímum, rétt eins og engisprettufaraldur, minnist ég orða gamla bóndans, sem sagði: ,,Ekki skil ég,' hvað fólk er að flækjast þetta, eins og Islensku skjólfötin eru orðin góð.” En ekki er íslendingum of gott að fá að bxta sér upp sólarleysið og hressa upp á and- ann, eftir allar þxr hamfarir, sem orðið hafa af náttúru og manna völdum síðustu árin. Flestir fara til suðurlanda ásamt fjölskyldum slnum til hvíldar og tilbreytingar frá dagsins önn, aðrir til að lækka blóðþrýstinginn, grxða maga- sárið eða slaka á víxlaspenn- unni, og svo eru alltaf þeir fáeinu, sem hafa tunglið frekar en hina suðrænu sól að leið- arstjörnu og leggja sig alla fram við að spara sér upp ferðina, með þvl að innbyrða hinar suðrænu og ódýru guðaveigar, sé miðað við verð á drykkjum á íslenskum öldurhúsum. En hvað er það þá fyrir utan sólina og brjóstbirtuna, sem við erum að sækjast eftir svona langt að komin? Margir þykjast vita, að fjöl- skyldur flytji með sér I sumar- fríið freðýsu, slátur og aðra bú- bót úr frystikistunni heima og forðist, þangað til birgðir þessar eru á enda, að leggja sér til munns innlenda fæðu. Ekki býst ég við, að þetta sé af sparnaðar- ástæðum, því hvar getur matur- inn verið dýrari en á íslandi? Og ekki erum við svo háð okkar þjóðarréttum, að við getum ekki án þeirra verið I 2-3 vikur. Sú hugsun lxðist að mér, að með þessum nestispökkum sé- um við að lýsa vantrausti á þessa þjóð, sem við erum að sækja heim og að við treystum þeim ekki fyrir okkar velöldu alls- nægtaþjóðfélagsskrokkum. Mér er sem ég sæi upplitið á okkur sjálfum, ef við tækjum á móti okkar túristum með eigið forða- búr, sem lýstu þvl yfir að allur væri varinn góður, sem sagt, að við værum frumstæð þjóð, sem ekki gætti fyllsta hreinlætis við matarbúning og t.d. öll þessi smjörsteiking færi alveg með magann I þeim.... Það er og verður alltaf áhætta að ferðast, jafnvel þótt nú sé hægt að fyrirbyggja flesta sjúk- dóma með bólusetningum og aukafjárútlát með hvers kyns tryggingum. Nokkrar erlendar ferðaskrifstofur eru m.a.s. farnar að bjóða þá nýbreytni, scm kallast sólartrygging, og fá þá ferðamennirnir erylurgreidda ferðina að hluta ef rignir einn dag. Suðræna mágakveisu er kannski hægt að fyrirbyggja með því að halda áfram að naga sinn harðfisk og bursta tennurnar upp úr whisky, en til hvers þá að vera á annað borð að leggja á sig ferðalög, ef allt þarf að vera svo öruggt og skipulagt. Er þá ekki hætta á, að þessi sérstaka tilfinning, sem er sam- fara ferðalögum og kannski helst má líkja við það, að maður gangi með fiðrildi I maganum, fari forgörðum. Að ferðast er ekki aðeins að nota augun, heldur ætti að virkja öll skiln- ingarvitin til að fá sem mesta ánægju út úr ferðinni. Með bragðlaukunum er hægt að fara I xvintýrareisu I gegnum hina fjölbreyttu matarrétti suður- landa, og hvað gerir til þótt hvítlaukslyktin loði enn við, þegar heim er komið? H.S. 12. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.