Vikan

Útgáva

Vikan - 18.03.1976, Síða 45

Vikan - 18.03.1976, Síða 45
 Valiant prins og menn hans bíða þess í vari viö Kaledóníustrendur, að vetrarstormana lægi. Hann og áhöfn hans eru orðnir langþreyttir á því að komast ekki heim, og eru þv[ fúsir til að taka nokkra áhættu. i Bergen bíða þau vorkomunnar, áður en þau leggja út á óravíddir heimshafanna. Þeim gefst góður byr. Og gæfan brosir við þeim, því öllum á óvart mætast skipin tvö á siglingunni. Langt norður við Thulestrendur er fjölskylda Valiants á suðurleið á skipi drottningar, sem Gunnar jarl hefur búið til brottfarar. Þau sigla um brimóttan skerjagarðinn. Hve undursamlegt það er að hvílast I faðmi fjölskyldunnar eftir svona langa fjarveru. Aleta brosir án afláts framan í Valiant. Hún veit vel, að brátt munu ævintýri og eirðarleysi draga hann brott frá henni. Skipin leggjast síðu að síðu og Valiant prins fer um borð í skip drottningar Smálækirnir, sem hann þarf að fara yfir, eru orðnir að stórfljótum í vorvöxtunum, og hann ríður upp dalinn að finna heppilegri stað að fara yfir á. Næsta vika- Villifólkið. Örn prins ákvað að verða eftir i Thule og leggja þar stund á bókleg fræði í bókasafni Aguars afa síns, en þegar fer að vora, leiðast honum inniseturnar og hann ríður út um viðan völl. Hann kýs fremur að læra af augum Lydiu sem enn brosa framan í hann. © King Fcatures Syndicate Inc., 1975. World nghts reserved /OQ9 rt—k- ^ ‘ .í

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.