Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 4

Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 4
okkar eftir því, segir Rolf, sem er kominn úr kaupsýslumannshlutverkinu í inniskóna og nýtur þess greinilega að slaka á í faðmi fjölskyld- unnar. — Hér lifir maður innilífi 10 mánuði ársins, grúfir sig yfir bækur og sjónvarp við trópískan stofuhita og verður bara værukær og kvefsæk- inn. Nútíma borgarbúareru komnirsvo óralangt frá náttúrunni, og það er synd, að íslendingar, sem eiga land, sem miðað við önnur velferðarríki eralgjörlegaómengað.skuliekkigeta notið þess í ríkari mæli. — Þettaerhreinasta ,,plastlff", sem við lifum hér,a.m.k.yfirmyrkustumánuðiársins. Fólklifir svo inn ísig, og það er líka eins og dofni yfir öllum viðskiptum á þessum tíma, og svo þegar sést til sólar kemur þessi fítonsandi yfir mann, og lífið og tilveran verða strax bjartari. — Þótt við íslendingar séum að eðlisfari þungirog stundum kannski helst til neikvæðir, má skrifa flestar andlegar lægðir á reikning veðurfarsins, segir Rolf og skellihlær, svo auðséð er að hann hefur þegar hrist af sér skammdegisdrungann. Næst spyrjum við Rolf, hvort kaupsýslan sé hans köllun eða hvort hann hafi leiðst út í hana af tilviljun, eins og svo oft er um unga menn, þegar þeir velja sér ævistarf. — Eftir að hafa reynt eitt og annað bæði til sjós og lands, ákvað ég að verða loftskeytamaður. Mér hafði alltaf fundist, að loftskeytamennirnir á skipunum lifðu svo þægilegu og náðugu lífi, væru alltaf úthvíldir, því þeir gerðu hreint ekki neitt, en samt gat skipið ekki verið án þeirra. Ég sá þarna fram á áhyggjulausa ævidaga, en komst aldrei í sæluvistina, því ég kolféll á al- gebruprófinu inn í loftskeytaskólann. — Það kom sér nú vel, að í æðum mínum rann ólgandi kaupmannsblóð, báðir afar mínir höfðu verið kaupmenn á Austurlandi ísínatíð. Móður- afi minn var Þórhallur Daníelsson á Hornafirði, og föðurafi minn og alnafni, Rolf Johansen, verslaði á Reyðarfirði, þarsem ég ólst upp. Báðir áttu það sameiginlegt, að Jónas frá Hriflu gerði þá „fallit". — Þótt sjávarseltan hafi kannski aldrei átt nógu vel við mig, vissi ég ekki af, fyrr en ég var aftur kominn á skipsfjöl, með sölumanna- passann upp á vasann og talandann á réttum stað, íæðisgenginnisamkeppni við 15—20aðra 4 VIKAN 14.TBL. Hér sitja yngstu heimasæturnar Linda og Kristin á fortéta útskornum bekk, sem ættaöur er alla leið austan frá Kína. Hér sjáum við inn í borðstofu Johansenshjón- anna. Húsgögnin eru úr dökkri eik, og yfir skápnum hangir stórt olíumálverk eftir Pétur Friðrik og á hliðarveggnum andlitsmynd af húsfreyjunni Kristínu. farandssala, sem allir vildu koma út svipuðum söluvarningi í litlu sjávarplássunum með kaupfélaginu og einni eða tveim kramvörubúð- um. Þótt þetta hafi verið slítandi líf, er sölumennskan ómetanlegur skóli öllum þeim, sem ætla að leggja fyrirsig viðskipti. Þetta gefur innsýn í margar hliðar mannlífsins og er einskonar skyndinámskeið í sálarfræði. Meðan Ijósmyndari Vikunnar og Rolf skipta um hlutverk að því leyti að Rolf skýtur á Ijósmyndarann, með litlu japönsku vasamynda- vélinni sinni, spyr ég Kristínu, hvort það hafi verið sjómaðurinn eða farandsalinn Rolf, sem hún giftist. — Ég var óskaplega ung og gekk beint út úr Kvennaskólanum með nellikuna í barminum og prófskírteiniðíhendinniog settist upp í bílinn hjá Rolf, sem beið mín fyrir utan. Nú höfum við ekið saman eftir ævibrautinni í 18 ár, og börnin í aftursætinu eru orðin 6. — Ég giftist hvorki sjómanninum eða farandsalanum, heldur „popparanum" Rolf, ekki poppara í nútímamerkingu, heldur vann Rolf umþessarmundir hjáfyrirtækinu Kumulus, sem framleiddi poppkorn. — Ég var þá innanbúðar hjá föður mínum Asgeiri Asgeirssyni, sem verslaði í Þingholts- strætinu, og Rolf var að reyna að plata inn á mig poppkorni. Hann var það slyngur og ákveðinn í sölumennskunni, að hann plataði sjálfum sér inn Ekki er hún amaleg afmælistertan hans Rolfs, enda bökuð eftir danskri uppskrift niðri á Hressingarskála. Úr hinni heimilis/egu setustofu meö mjúkum sófum og stó/um er fallegt útsýni yfir Laugar- dalinn. Á veggnum yfir sófanum hangir mynd eftlr Veturliða Gunnarsson listmálara. á mig og sjarmeraði móður mína upp úr skónum. Og því fór nú sem fór. — Við eru afskaplega ólík að eðlisfari. Ég er frekar jarðbundin, og Rolf er stundum upp í skýjunum, en ég held, að við bætum hvort annað upp, því ég toga hann niður, og hann dregur mig upp, og þannig tekst okkur að halda okkurásama plani. Viðförum ekki inn á verksvið I hvors annars, hann stjórnar fyrirtækinu og ég heimilinu, og svo reynum við eftir bestu getu að ala upp börnin í sameiningu. — Þaðerkannskitilof mikilsmælst, að6barna móðirhafitímaaflögu til tómstundaiðju, Kristín, en ef þú hefðir frjálsa stund fyrir sjálfa þig, hvernig myndir þú verja henni? — Ég reyni að skipuleggja mína vinnuviku Hér leikur Linda fingraæfingarnar sínar á pianóið fyrir Kristinu sem virðist alveg heilluð af kunnáttu stóru systur. 14. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.