Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 40
AFTURGANGA. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi það fyrir skömmu, að vin- kona mín væri dáin, og hefði gengið aftur. Ég var inni á heimili hennar, og ég sá hana í dyrunum, þar sem hún horfði á mig. Hún var með illilegan og haturskenndan svip. Ég var eina manneskjan, sem gat séð hana á heimili hennar, en hún gerði samt alltaf vart við sig þar, svo að fjölskylda hennar ákvað að reyna að fá miðil til að losna við hana. Ég vaknaði, þegar verið var að ráðgera þetta. Ég vona, að þú (þið) getir ráðið þennan draum fyrir mig. Ég tek það fram, að ég og vinkona mín höfum ekkert rifist nýlega. Ég held líka, að þessi draumur geti stafað af áhrifum kvikmynda. H.M. Kveðja, Þessi draumur er áreiðanlega ekki fyrir neinu öðru en því, að vinkona þín verður mjög langlíf. Hún ver lífi sínu skynsamlega, verður mikil starfsmanneskja, svo mikil, að mörgum finnst um of. ÁSKIPIÍ STÓRSJÓ. Kæra Vika! Já, mér er Vikan kær og mér þykir alltaf gaman að Vikunni, enda er margt skemmti- legt í henni, t.d. framhaldssögurnar, sem eru mjög spennandi — allar, sem ég hef fylgst með, og eru þær þó margar. En það er eitt, sem mér líkar ekki, og það eru draumarnir, sem fólkið sendir. Þeir eru oft svo mikil þvæla og vitleysa, að það þarf mikinn og góðan kunnáttumann til þess að fá eitthvað úr þeim ráðið. Svo eru flestir þeirra allt of langir, og taka mikið pláss í blaðinu. Oftast er það líka þannig, að lengstu draumarnir fá stysta svarið. Mig langar til að spyrja stutt og laggott: Fyrir hverju er að dreyma sig vera farþegi á skipi í stórsjó? Draumurinn var langur, en fátt markvert við hann, nema þá kannski, að skipið sneri við og ætlaði að bryggju, uns veðrinu slotaði. Svo þakka ég væntanlegt svar. Láttu mig ekki bíða í margar vikur, því að ég er svolítið bráðlát. Þó geri ég mér auðvitað grein fyrir því, að margir fleiri en ég bíða eftir svari. Kærkveðja, Ein gift og rígbundin. Það er ánægjulegt að heyra, að þér fellur Vikan vel í geð og vonandi verður svo einnig í framtiðinni. Þú finnur að þvi, hve ,,iangir, þvæinir og vitlausir" draumarnir. sem fóik sendir þættinum, séu. Sjálfsagt er eitthvað ti/ íþessu hvað sum bréf snertir, en ég er þó algerlega ósammála því, að draumar þeir, sem berast þættinum, séu yfir/eitt með þessu marki brenndir. Þvert á móti eru margir þeirra ágætlega stílaðir og snyrtilega upp settir, svo að engin vand- kvæði eru á því að birta þá nær óbreytta. Þá hefur draumráðandi oft látið þess getið, aö honum er illa við að stytta drauma mikið í blaðinu, því að þá geta fallið niöur atriði, sem má/i skipta viö ráðningu þeirra, og er þá lítið gagn fyrir almenna lesendur að lesa þá og ráðningarnar. Að dreyma sig vera á skipi í stórsjó getur verið fyrir ákaflega mörgu, en almennt má segja, að það tákni töluverö átök, /fkamleg eða andleg, fyrir þann, sem dreymir. Ég er mikill aðdáandi bítlanna. Með kærri kveðju, Bítillinn. Þessi draumur er fyrir því, aö þú verður fyrir óvæntu happi. BÍTLALÖG SUNGIN OG LEIKIN. Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru síðan. Mér fannst ég vera staddur í samkomuhúsinu hér á staðnum og var að horfa á barnaskemmtun en slíkar skemmtanir eru haldnar hér reglu- lega á hverju ári. Þegar einu sýningaratrið- inu lauk, var ég beðinn að koma upp á svið og syngja nokkur lög. Ég fór þegar í stað upp og byrjaði að syngja og leika lög eftir Bítlana. Fjórir menn aðstoðuðu mig við flutning laganna, en ég sá ekki hverjir þaö voru. Þegar ég lauk hverju lagi fyrir sig, var mér fagnað ákaflega. Að flutningnum loknum fór ég aftur niður í salinn og settist á sama stað og ég hafði áður setið. Þá sáu þeir Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr við hliðina á sætinu mínu. Þeir þökk- uðu mér mjög vel fyrir flutninginn, ég settist hjá þeim og fór að tala við þá. Síðan vaknaði ég. Viltu vera svo góður að ráða þennan draum fyrir mig? BÁT HVOLFIR. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig þennan draum, því að hann var svo Ijóslifandi, að ég get alls ekki gleymt honum Mér fannst ég og vinkona mín standa á tröppunum á húsinu við hliðina á húsinu, sem ég á heima í. Mér fannst ég horfa út á sjóinn og sé þá bát á hvolfi.. Fleiri bátar voru þarna í kring. Mér fannst eins og bróðir minn og stelpa, sem ég þekki ekki, hefðu verið á bátnum, sem hvolfdi. Ég varð þá allt í einu mjög hrædd, en þegar ég leit út á sjóinn aftur, þar sem bátnum hafði hvolft, þá sat stelpan ein í bátnum. Ég hljóp þá af stað niður í fjöruna og fannst mér þá, að stelpan kæmi á móti mér. Ég segi strax við hana: Hvar er bróðir minn? Hún segir mér þá, að hann hafi drukknað, og ég varð alveg brjáluð úr hræðslu og vonsku, grét og grét og sagði við stelpuna, að hún hefði drepið hann og sagðist ég ætla að drepa hana. Þegar ég jafnaði mig, bað ég stelpuna fyrirgefningar á þessu. Draumurinn varð ekki lengri. Kveðja. K.J. Þessi draumur er ekki fyrir neinum gleði- tíðindum, en þú þarft þó ekki að kviða ástvinamissi eins og draumráðanda finnst skína í gegnum bréf þitt, að þú gerir. Lík- iegra er, að þessi draumur sé fyrir annars konar erfiðleikum, erfiðleikum, sem vaxa þér mjög í augum meðan þú þarft að takast á við þá, en mjög fljótt fyrnist yfir. MIG ÐREYM0I 40 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.