Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 12
Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A átrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞU getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aö læra. Paydovo, Mokvsiö^íi I 'axjjrabuS iauma&o 50- \CÁ UNGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur • Laugav.96 -sími 13656 ...OG ÞAÐGETUR VERIÐ SORGLEGT. Kæri Póstur! Við vinkonurnar ætlum að leita ráða hjá þcr. Það er þannig, að ég er hrifin af 22 ára strák og vinkona mín cr hrifin af bróður hans, cn hann er 19 ára. Við höfum farið I heimsókn til þeirra. Á böllum segja þcir bara HÆ og ekkert annað, það getur verið sorglegt. Svo þcgar yngri bróðirinn fór til Flórída slitnaði sambandið. Við klæðum okkur frumlega til þess að láta þá taka eftir okkur. Það hefur stundum tekist hjá vin- konu minni, en ég hef ekki séð eldri bróðurinn í lengri tíma. Kæri Póstur, gefðu okkur einhver fleiri ráð til að ná í þá. Við vonum að þetta bréf lcndj. ekki í körfunni frægu þarna við hliðina á þér. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. YogZ P.S. Hvað heldur þú að við séum gamlar? Máhfi er nokkuð erfitt viðfangs, ef yngri bróðirinn er enn í Flórída. Hann hefur þá litla möguleika á að taka eftir klæðnaði ykkar og at- höfnum hér á Fróni. Það er ekkert annað að gera en að bíða endur- komu hans og taka þá aftur til óspilltra málannal 1 millitíðinni gætuð þið snúið ykkur af tvöföld- tm krafti að þeim sem heima situr. Þar sem aldur ykkar er ekki svo ýkja hár, vœri ekki úr vegi að líta aðeins í kringum sig og reyna að gera sér grein fyrir hvað það er, sem gerir þessa brœður svo eftirsóknar- verða í ykkar augum. Ef til vill komist þið þá að raun um að þeir eru ekki einu fiskarnir í sjónum. Tregða þeirra í samskiptum ykkar gceti hafa orðið til þess að auka áhuga á þeim, sem svo gœti horfið eins og dögg fyrir sólu, ef um frekara samband yrði að ræða. Mönnum hættir til að Uta það ófá- anlega luktum augum. Þið eruð báðar of ungar til að bindast einhverjum einum, sem þið ef til viU yrðuð samskipa alla ævi. Aldur ykkar gæti líka vafist eilt- hvað fyrir bræðrunum, einkum þeim eldri. Á þessum aldri finnst strákum meiri upphefð að umgang- ast jafnöldrur, eða jafnvel eldri stelpur. Bíðið bara rólegar, þetta snýsl við eftir nokkur ár. T....LYKT AFSTRÁKUM. Komdu margblessaður og sæll, kæri Póstur! Ertu ekki hress? Við vonum að þú sért nógu hress til að birta bréfið okkar. Við erum í svo miklum vandræðum að við gátum ekki haldið þessu ofan í okkur lengur, svo að við ákváðum að skrifa þér. Geturðu sagt okkur hvernig við cigum að venja okkur af því að hafa tyggjó. Við getum ekki vanið okkur af því. Allan daginn erum við mcð tyggjó og erum sí og æ að teygja það. Það eru allir búnir að fá lcið á þessu japli I okkur (sérstak- lcga kennararnir og strákar). Það cr mjög mikið fjör í okkur og við eigum í sífelldum vandræðum í skólanum. Geturðu sagt okkur hvað kostar í heimavistarskóla? Geturðu sagt okkur af hverju kemur tippalykt af strákum? Við erum oft að stríða strákum I bestu meiningu með því að það sé tippalykt af strákum og þeir taka það svo nærri sér. Geturðu sagt okkur af hverju? Tvær sem eru að kafna úr (tippa)- fýlu. Því miður stelpur mínar, Póstur- inn er bæði syfjaður og þar af leið- andi geðvondur í dag. Hinum andlega stirðleika Póstsins fylgja oft fremur slæmir magaverkir, senni- lega hefðuð þið ekki getað hitt verr á. Hins vegar er alveg sjálfsagt að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.