Vikan - 01.04.1976, Side 41
Hafi Örn orðið hissa á framkomu föður
tvíburabræðranna, átti hann engin orð til að
lýsa undrun sinni á háttalagi þeirra sjálfra,
sem nú föðmuðu hvor annan og virtust
algerlega hafa gleymt sennunni fyrir skömmu.
Tvíburabræðurnir Hants og Fulla kynna örn,
ekki sem gest heldur furöuveru. „Sjáðul Við
fundum útlending, sem þykist vera prins."
Örum sleginn kóngurinn starir þegjandi á hinn
ókunna, hvorki vingjarnlega né fjandsamlega.
Örn prins langar mest af öllu til að yfirgefa þennan bölvaða stað undir-
eins, en mikið hvassviðri skellur á, eldingar leiftra um himinhvolfið og
regnið bylur á þakinu.
Jafnvel þjónarnir eru einkennilegar verur og virðast láta dátt við báða
bræðurna til þess að vera í náðinni hjá þeim báðum, hvor sem skyldi
nú verða ofan á I valdabaráttunni.
—---—-
Allt I einu hristist húsið hræðilega og óskap-
legur hávaði fylgir I kjölfarið. ,,Hvað er þetta?"
stynur Örn upp fölur og fár. „Skriöuföll og
snjóflóð rétt hér hjál" segir einn mannanna.
Meira að segja langt úr fjarska sjá þeir, hvar
hálft fjall hefur hrunið. Mikill reykur fyllir allan
dalinn.
Næsta vika: Hellir dauðans.
„Góðan daginn, kóngsi litlil" kallar Hants
stríðnislega. „Má bjóða yðar hátign að koma
og klkja á skriðuna?"
-Í.CM i
IBIWQlt
*
w > mOw!$ir