Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 35
KLÚBBUR
32
Þeir SAM-feðgar eru ekki
þeir einu, sem um þessar
mundir lífga upp áður stein-
dautt tónlistarlíf okkar hér í
höfuðborginni. Annar klúbbur,
sem fyrir nokkrum árum hélt af
stað með miklum bægslagangi
og auglýsingaskrumi, en minni
eftirtekjum (allavega fyrir
klúbbfélaga), hefur nú verið
endurvakinn fyrir tilstilli nýrrar
og kröftugrar stjórnar. Það er
Klúbbur 32, sem Guðni í
Sunnu var einn aðalhvatamað-
urinn að á sínum tíma.
Það er sem sagt búið að
skipa nýja stjórn, og er Kiddi
hinn eini og sanni, fyrrum
rótari hjá hljómsveitinni Júdas,
ein aðaldriffjöður þessarar nýju
stjórnar klúbbsins. Hann kem-
ur því fáum á óvart, sem þekkja
Kidda, þessi skyndilegi upp-
gangur klúbbsins. Þegar hafa
verið haldnar þrjár skemmtanir
á vegum klúbbsins á tiltölulega
skömmum tíma, og hafa þess-
ar skemmtanir tekist vel. Verð-
ur forvitnilegt að fylgjast með
franvindu mála hjá Kidda og
co. í framtíðinni, því ef ég
þekki kappann rétt, verður
mikið um að vera hjá Klúbb 32
á næstunni.
Babblbabblbabbl.
— Þú hittir illa á Sigurður
— ég er við.
Hörmungin mín!
Lestu þetta bréf til enda, áður
en þú leggur það frá þér.
Ég er ein af þeim manneskjum,
sem alltaf les þættina þína, oftast
mér til ánægju. Ekki er ég þó á
þeim aldri, sem þættirnir eru
ætlaðir fyrir, ég er semsagt komin
á þann leiðinlega aldur, sem
nefnist miðaldra, milli þrítugs og
fertugs, en á þann aldur komast
allir, sem ekki eru dauðir áður.
Ekki er það nú svo, að ég sé
alltof sammála því, sem stendur í
þáttunum, á það ekki hvað síst við
um hljómplötugagnrýnina, en það
gerir nú ekkert til, það hefur hver
sinn smekk.
En annað er verra, en það er
málfarið í þáttunum. Það er oft
hreinasta hörmung, og þar sem
mér þykir vænna um ættlandið og
móðurmálið en útlend mál og lönd
þá rísa á mér öll hár, hvar sem
þau eru stödd, þegar ég les slett-
urnar þínar.
Svo er annað. Oft á tíðum skil
ég ekki, hver meiningin er, enda
lítt skólagengin, aðeins 14—16
mánuðir í barnaskóla fyrir rúmum
tuttugu árum.
i viðtali í þættinum fyrir stuttu,
við ungan myndarlegan mann
(viðtöl finnst mér alltaf skemmti-
legust) komu fyrir mörg orðskrípi,
og eitt skildi ég alls ekki, en þar
stóð: „Auðvitað var plottað, áður
en ég fór yfir í Pelican. Er ekki
alltaf plottað, þegar menn skipta
um pláss?" Svo mörg voru þau
orð.
Nú spyr ég: Hver fjandinn er
„plottað?" Frá mínum bæjardyr-
um getur þetta verið bókstaflega
hvað sem er. Til dæmis, að þeir
hafi kysst hvor annan, eða slegist,
setið hádegisverðarboð með for-
setanum, eða kúkað allir í sama
kamarinn. Sem sagt, allt mögu-
legt sem ómögulegt.
Jæja vinur sæll. Væri nú ekki
möguleiki á að þú færir að skrifa
þættina þína á hljómgóðri íslensku
Batnandi manni er best að lifa,
ef svo yrði.
Að lokum óska ég þér svo gæfu
og gengis, bæði með þættina þína
og i öðru, sem þú tekur þér fyrir
hendur. Ég hef trú á því, að þú
eigir eftir að verða nokkuð góður
blaðamaður, þegar þú ert orðinn
stór. Fyrirgefðu ritvillurnar, þær
koma til af heimsku og lítið við
henni að gera.
Bestu kveðjur,
afdalakerling.
P.S. Ef svo ótrúlega vill til, að
eitthvað af þessu birtist á prenti,
sem ég er þó alls ekki að fara
fram á, þá vinsamlega birtu ekki
mitt rétta nafn.
Ég þakka þér ástsamlega fyrir
bréfiö, kæra afdalakerling. Mér
þykir leiöara en orö fá /ýst, aö
ég skuli vera þess valdandi, aö þú
gengur meö líkamshár þín rísandi.
Hvaö segir bóndi þinn annars viö
þessari hárarisu? Sleppum þvi
annars.
Ég verö aö segja þaö, að fleirum
blöskraren séra Guðna, og er það
vel, því varla fengi hann mörg bréf
í þáttinn sinn, ef svo væri ekki.
Ja, eða þá ég.
Þú dregur út eitt dæmi í bréfi
þínu og vi/t fá upplýsingar hjá mér
um það, hvað orðið plott merkir.
Það merkir samsæri eða leyni-
makk, þar sem fariö er á bak við
aðra. M.ö.o. Herbert var búinn að
,,rotta sig saman" við þá hina í
Pelican, áður en hann hafði opin-
berlega gengið til liös við hljóm-
sveitina. Þú veist vonandi, hvað
orðatiltækið að ,,rotta sig saman"
merkir? Það er þó góð og gi/d
íslenska. Nú, ef þú veist það ekki,
þá sendir þú mér bara annað bréf,
og ég ska/ segja þér það.
Ég tel það ekki hlutverk mitt
sem b/aðamanns að /eiðrétta og
breyta orðum viðmælenda minna,
nema um sé að ræða hreinar
meiningarvil/ur og hugsanabrengl.
Ég tel það alltaf setja vissan per-
sónuleikablæ á viðtö/ við menn,
þar sem reynt er að taka sem mest
beint upp eftir þeim, þannig að
persónuleiki þeirra og orðfæri fái
notið sín.
Má ég svo benda þér á það,
kæra afda/akerling, að íslenskan
okkar getur veriö svo tær og
hljómfögur, að skrifa mætti heila
grein, sem ekki einu sinni þú
gætir botnað í, og væri þó hvergi
notuð s/etta ti/ upplífgunar. Þar
á ég við blessað fornmálið.
Það er bara eitt að lokum.
Hvernig i skrambanum fórstu að
finna það út, að ég er frekar
smávaxinn?
Ókei. Þakka þér allar gæfu-
óskirnar í minn garð, og blessuð
skrifaðu mér sem fyrst aftur, því
þetta var sannar/ega skemmtilegt
og gott bréf.
Bæ, bæ,
Smári Valgeirsson.
14. TBL. VIKAN 35