Vikan - 01.04.1976, Side 20
9
— Þctta cr girðing, sagði hann.
— Og þú veist ég cr ekki hrifinn
af girðingum. Ég ætla að taka hana
burtu.
Hann þreif girðinguna úr sand-
kassanum. Svo tók hann upp leik-
fangabyssuna. kom með hana að
borðinu og stakk henni í skúffuna.
Hann kom auga á illa farið og
gamalt brúðuhús, sem stóð á hillu,
tók það niður og skoðaði það í
krók og kring.
— Ég ætla að gera við þetta,
sagði hann. — Hvar geymirðu lím-
bandið?
Ég fann Iimbandsrúllu.
— Hvað heldurðu. að þú þurfir
mikið? spurði ég.
— Þrjátíu sentimetra, sagði hann
hiklaust og ákvcðið. Og það reynd-
ist nákvæmlega það, sem hann
þurfti.
Ég tók þrjátiu sentimetra langt
límband af rúllunni og rétti honum
— Ágsett, sagði Dibs. — Þakka
þér fvrir.
— Þetta er bara snoturt hjá þér,
sagði ég.
— Jacja. Já, og þú ert bara snotur
líka, sagði Dibs. — Og nú ætla ég
að opna gluggann til að hreina
loftið komist inn.
Hann opnaði gluggann.
— Komdu inn, loft! kallaði
hann. — Komdu bara inn og vertu
hjá okkur.
Hann brosti til min.
— Pabbi vill ekki, að ég tali við
loftið, en hér inni geri ég það bara,
ef mig langar til.
— Já, ef þig langar, er það allt
I lagi, sagði ég.
— Pabbi segir að menn tali bara
við menn, sagði Dibs. Það var
einhver glampi i augum hans.
— Pabbi segir, að ég eigi að
tala við sig, en það geri ég ekki.
Ég hlusta á hann, en ég tala ekki.
Stundum svara ég honum alls ekki.
Þá veit hann hreint ekkert hvað
hann á að gcra.
Það var greinilega orðið nokkurs
konar talstrið milli þeirra, og Dibs
var meistari í þvi að þegja. Það var
vopn hans gegn gagnrýni föður
síns.
— Sæll, sagði hann við mig, hélt
Dibs áfram. — Ég leit ekki á hann.
Ég svaraði honum ekki. Hvað er
eiginlega að þér? segir hann. Ég
veit vel þú kannt að tala. Ég
leit ekki á hann. Ég svaraði honum
ekki.
Dibs hló.
— Þá veit hann ekkert, hvernig
hann á að vera.
Klukkan sló.
— Klukkan — fjögur — klukku-
slög og klukkan — fjögur — blóm.
Og sólin er á himninum. Og það
er til sólstingur. Það er svo agalega
margt til.
Hann gekk að vaskinum og
skrúfaði fullt frá krananum. Svo
skrúfaði hann fyrir, svo bunan varð
örmjó.
— Ég get látið vatnið dropa, og
ég get látið vatnið sprautast. Alveg
eftir því sem ég vil.
— Já, þú getur látið vatnið í
krananum vera alveg eins og þér
dettur í hug.
— Já, sagði hann lágt og hugs-
andi. — Ég get. Ég... ég...ég..
Hann gekk um leikherbergið,
barði sér á brjóst og hrópaði upp
yfirsig:
— Ég! Ég! Ég! Ég!
Hann nam staðar fyrir framan
mig.
— Ég er Dibs, sagði hann. — Ég
get margt. Mér likar vel við Dibs.
Mér líkar vel við mig.
Hann brosti ánægjulega og fór að
leika sér aðvatninu.
— Á ég að sýna þér svolítið
merkilegt? sagði hann.
Hann tók nokkur glös, raðaði
þeim upp og hellti vatni í hvert
glas, misjafnlega miklu. Hann tók
skeið og sló henni við glösin.
— Heyrirðu muninn á hljóðun-
um? spurði hann. — Ég get látið
heyrast mismunandi í glösunum.
Það er af því það er ekki jafnmikið
vatn í þeim. Hlustaðu, þegar ég slæ
á þetta rör. Og þessa dós. Hljóðin
eru ekki eins. Og sum hljóð, sem
til eru, get ég ekki búið til.
Þruman er hljóð. Og þegar ég missi
eitthvað í gólfið, kemur hljóð. Það
heyrist í flöskunni. Já. Ég get
búið til alls konar hljóð. Og ég get
haft svo lágt, alveg þögn. Ég þarf
ekki að búa til hljóð. Ég get haft
þögn.
— Þú getur bæði haft þögn og
búið til hljóð, sagði ég.
— Nú ætla ég að rugla litunum,
sagði hann. — Hverjum einasta.
Og nú set ég vitlausa pensla í
litina.
Hann gerði eins og hann sagði.
Hann steig skrefi aftar, horfði á
teiknigrindina og hló.
— Allir hver innan um annan,
sagði hann. — Svoleiðis eru þeir.
Ekki í röð og reglu. Og það er
vitlaus pensill í vitlausum lit. Þetta
hef ég gert. Ég hef gert allt vitlaust.
Hann hló.
— Þú ert búinn að rugla öllu,
bæði litunum og penslunum, sagði
ég.
— Búinn að róta og rugla.
Kannski hef ég aldrei rótað og
ruglað svona mikið. En nú verð ég
að raða þeim I rétta röð, taka pcnsl-