Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 22
fckk ekki stundarfrið. Ncma þcgar
amma hans kom í heimsókn. Sam-
bandið milli þcirra var gott.
Allt í einu brast hún í grát.
— Ég skil ekki hvernig ég gat
gert honum þetta, snökti hún.
— Það var eins og ég hefði misst
vitið. Ég þvingaði hann og hagaði
mér ákaflega heimskulega. Ég fékk
að sjá sönnun þess, sem ég óskaði
mér. að bak við þetta undarlega
háttalag leyndist greind og hæfni.
Og ég gat ekki viðurkennt fyrir
sjálfri mér. að ég hefði gert neitt,
sem gseti verið orsök vandamála
hans. Ég gat ekki viðurkennt, að
ég afneitaði honum. Ég gæti ekki
sagt þetta núna, nema af því að
ég afneita honum ckki lcngur. Dibs
er barnið mitt. og ég er stolt af
honum.
Hún horfðí rannsakandi á mig.
Allt í einu hélt hún á pappír-
stranga, sem hún hlaut að hafa
tekið með sér. Hún tók hann
sundur og rétti mér teikningar.
— Líttu á þær, sagði hún.
— Sjáðu víddina I þeim.
Ég skoðaði teikningarnar. Þær
voru sannarlega óvenju þroskuð
smíð sex ára barns. Hann hafði
tciknað fyrirmyndirnar mjög ná-
kvæmlega, hvert minnsta smáatriði.
Víddin og dýptin í teikningunum
var hrífandi.
— Of góðar, sagði hún lágt.
— Það er það, sem ég óttast.
Allir þessir sjaldgæfu hæfileikar.
Ég hef kvalið mig með þeirri hugs-
un. að hann geti verið með geð-
klofa. En nú er ég ekki hrædd við
það lengur. Hann er farinn að
hegða sér eðlilegar.
Þessi móðir hafði læknisfræði-
menntun, og hún vissi að sjúk-
dómsgreiningin hefði getað átt við
Dibs.
— Hvernig lærði hann að lesa?
spurði ég.
— Ég keypti tvo bókstafakubba-
kassa handa honum. Allt stafrófið
skorið út í tré. Og ég sýndi honum
hvern bókstaf, sagði honum, hvað
hann hét, og hvernig hann var
sagður. Svo raðaði ég þeim upp,
og hann sat og horfði á þá. Svo
ruglaði ég þeim og sagði honum
að raða þeim rétt upp. En hann
hljóp bara út úr herberginu. Ég
raðaði þeim sjálf upp og setti hinn
kassann við hliðina. I þriðju
atrennu raðaði hann kubbunum úr
honum eins og hinum. Og eftir
það gat hann raðað bókstöfunum
rétt, aleinn. Svo varð ég mér úti
um alls konar myndir og sagði
honum af hverju hver mynd um sig
var og skrifaði síðan orðið með
prcntstöfum. Svo stafaði ég orðið
mcð kubbunum. Brátt var Dibs
farinn að gera það sama, stafaði
orð og setti rétta mynd við hliðina.
Hann las með öðrum orðum. Því
næst náði ég í ógrynni my.dabóka
með stuttum textum. Ég gaf hon-
um ævintýrabækur og las upphátt
fyrir hann, aftur og aftur. Ég keypti
hljómplötur með söngleikjum,
ævintýrum, kvæðum. Við sendum
systur hans í heimavistarskóla —
það er frænka mín, sem rckur skól-
ann — til þess ég gæti einbeitt
mér að honum. Ég spyr sjálfa mig
þess nú, hvers vegna ég lagði svona
mikla áherslu á alla þessa kunnáttu
og hæfni, Hann var enn mjög lítill,
þegar ég fór að þvinga hann til þcss
að sýna mér, hvers hann
væri umkominn. Því gat ég ekki
leyft Dibs að vera barn? Barnið
mitt? Og því gat ég ekki verið
glöð yfir að eiga hann? Ég er stolt
af Dibs. Mér þykir vænt um hann.
Nú er hann ckki neyddur til þess
að sanna rétt sinn til að lifa hvcrja
einustu mínútu dagsins. Og hann
hefur breyst. Og tilfinningar
mannsins míns hafa einnig breyst.
Við höfum hlaðið ógnvekjandi
veggi kringum okkur — kringum
okkur öll. Ekki Dibs cinn. Ég
líka. Og maðurinn minn. Og ef
þessir veggir hrynja — þeir eru
farnir að láta sig — þá verðum
við miklu hamingjusamari, ná-
tengdari hvert öðru.
Þegar Jane, yfirfóstran f leik-
'skólanum, hringdi til mín daginn
eftir, heið ég þess í ofvæni að heyra,
hvað hún hefði að segja irm Dibs og
atferli hans f leikskólanum. Eitt-
hvað af öllu því, sem ég hafði séð
og hcyrt f leikþjálfunartímunum,
hlaut að hafa komið fram í leik-
skólanum. Hún lét mig ckki þurfa
að bfða lengi.
— Mér er það sönn ánægja að
geta sagt, að við höfum orðið varar
mikilla breytinga hjá Dibs, sagði
hún. — Hann hefur breyst smám
saman, og við gleðjumst allar yfir
því. Hann er farinn að svara,
þegar við yrðum á hann. Það kemur
meira að segja fyrir, að hann
ávarpar okkur að fyrra bragði.
Við borðuðum saman hádegis-
verð daginn eftir, og hún sagði mér
meira af hátterni Dibs f leikskól-
anum.
Hægt og leitandi hafði hann
þokast út úr einangruninni, sem
hann hafði verið f. Hvorug okkar
cfaðist um, að Dibs hefði allan tím-
ann veitt því athygli, hvað gerðist
kringum hann. Við höfðum báðar
getið okkur þess sama til — að
hann hefði hlustað og hlcrað, þar
sem hann hnipraði sig saman sem
lengst frá hinum börnunum, undir
■f ' «|
DIBS
borði, eða mcð bakið í hópinn
eins og honum stæði á sama um
allt og alla. Smám saman hafði
hann samlagast börnunum meira.
Hcdda sýndi mér nokkur mál-
verk eftir hann. — Hann er
kannski enginn listamaður, sagði
hún. — En hann cr farinn að
gera svolítið.
Ég horfði á teikningarnar. Þær
voru mjög einfaldar, dæmigerðar
tcikningar sex ára barns. Frumstætt
húsið. Trén. Blómin. Litirnir voru
skærir og sterkir. En hvers vegna
málaði Dibssvona myndir úr því að
hann gat auðveldlega málað miklu
fullkomnari listaverk? Þessar teikn-
ingar hefði næstum hvaða barn sem
var á hans aldrei getað gert.
— Ég er líka með svolítið af
öðrum verkcfnum, scm hann hefur
gert, sagði Hedda. — Hér er
svolítið, sem hann hefur skrifað.
Dibs hafði með erfiðismunum
skrifað eftirfarandi með prent-
stöfum.
Ég sé kött.
Ég sé hund.
Ég sé þig.
Þessi skýrsla um Dibs kom mér
mjög á óvart. Þetta gat bent til svo
margs. Enginn vafi lék á þvf, að
Dibs mat hrós fóstranna mikils. Ef
ég segði þcim, að hann gæti miklu
bctur, misstu þær kannski kjarkinn
og yrðu óánægðar með framfarir
hans. Enginn vafi lck lengur á
hæfileikum hans — ef þeir höfðu
þá ekki þegar orðið fyrir of miklu
álagi. En hvaða gleði getur einstakl-
ingur haft af miklum gáfum, ef
hann gctur ckki fært sér þær í nyt,
sjálfum sér til heilla og öðrum til
ánægju?
Fóstrurnar voru ánægðar með
Dibs. Ég lfka. En við áttum mörgu
ólokið enn. Dibs varð að læra að
viðurkcnna sjálfan sig eins og hann
var, nýta hæfileika sína.en afneita
þeim ekki. Allt of mörgum börn-
um, sem gædd eru óvenjulcgum
hæfileikum, tckst ckki að þroska þá
scm skyldi, heldur lokast þau inni í
eigin heimi. Séu börn sérlega bráð-
ger andlega getur það valdið ótrú-
legustu vandamálum, bæði félags-
legum og einstaklingslegum.
Þegar Dibs kom f næsta tfma,
spurði hann, hvort hann mætti vera
allan tfmann inni á skrifstofunni
minni.
— Ég sá nefnilega, að þú ert
með segulband þar, sagði hann.
— Má ég kannski taka upp á
bandið?
Ég sagði það væri allt f lagi, og
við gengum inn f skrifstofuna mfna.
Ég sctti nýja spólu á tækið og sýndi
Dibs.hvernig átti að taka upp.
Hann greip hljóðnemann ákafur og
byrjaði upptökuna.
— Þetta er Dibs, sagði hann. —
Hlustaðu á mig, segulband. Þú
tekur röddina mína og heldur
henni fastri. Þetta er Dibs. Ég er
Dibs. Þetta er ég.
Hann stöðvaði bandið, spólaði til
baka og hlustaði á upptökuna. Svo
stöðvaði hann bandið og brosti
breitt til mfn.
— Þetta var röddin mín, sagði
hann. — Ég talaði og bandið tók
röddina mfna upp. Ég ætla að tala
mikið og við skulum alltaf , gtyma
orðin á bandinu. Bara handa okkur.
Hann byrjaði aftur að taka upp á
bandið og talaði í hljóðnemann.
Hann sagði fullt'nafn sitt, heimilis-
fang og símanúmer. Svo sagði hann
fullt nafn allra í fjölskyldunni, þar á
meðal ömmu sinnar.
— Ég cr Dibs og ég ætla að segja
svolítið, bætti hann við.
— Ég er á skrifstofunni hjá
ungfrú A, og það er segulband hér,
og nú tala ég inn á segulbandið. Ég
geng f skóla.
—Ég heyri einhvern korna inn um
dyrnar, hélt hann áfram. — hann
hefur of hátt. Það á ckki að hafa
hátt inni f húsi. Ó, þetta er pabbi.
Hvað á það að þýða að skella
hurðinni svona á eftir sér, pabbi?
Þú ert heimskur og hugsunarlaus.
Ég vil ekki sjá þig nærri mér, þegar
þú lætur svona. Mér er rétt sama,
hvað þú segir og vilt. Ég set þig inn
í hcrbergið þitt og ég læsi þig inni,
svo við þurfum ekki að heyra í þér
öskrin og skellina, þegar þú gengur
um dyr.
Dibs stöðvaði bandið og gekk út
að glugganum.
v — Það cr gott veður í dag, sagði
hann.
Svo hlustaði hann á allt bandið
aftur, alvarlegur f framan. Hann
spilaði hrópin og hurðarskellina í
pabba aftur og aftur. Sfðan stöðvaði
hann bandið.
— Pabba finnst ekki gaman að
vera lokaður inni f herbcrginu sínu,
sagði hann. — honum finnst ekki