Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 34
UMSJÓN
SMARI VALGEIRSSON.
BAltltL
BABBL
PARADÍS Í
FÆREYJUM
Frekar lítið hefur heyrst af
gerðum þeirra kappa í hljóm-
sveitinni Paradís að undan-
förnu. Þó flaug ein smáfrétt
fyrir á dögunum, já það má
kannski deila um það, hvort
um smáfrétt er að ræða, en allt
um það.
Til stendur sem sé, að þeir
paradísargaurar ætli að skella
sér í reisu til granna okkar
færeyinga og fremja fyrir þá
músík um nokkurn tíma.
Það er svo sem ekki í fyrsta
skipti, að Pétur söngvari og
þær hljómsveitir, sem hann er
aðili að, skreppi til Færeyja.
Þess er skemmst að minnast,
að á sínum tíma höfðu færey-
ingar Náttúru í viku, þá var það
Svanfríður, loks Pelican og nú
á það að verða Paradís. Ekki
dónalegt það.
Annars er það annað að
frétta af þeim köppum, að þeir
æfa nú stíft fyrir LP skífu
hljómsveitarinnar, sem vænt-
anlega mun koma út svona
þegar hilla tekur undir vorið hjá
okkur (þ.e.a.s., ef þetta helv...
vor kemur þá).
Við höfum reyndar sagt frá
því hér í þættinum fyrir
skömmu, að von væri á plötu
frá hljómsveitinni og jafnframt,
að Hljómaútgáfan ætlaði að
vera útgáfuaðili plötunnar. Nú,
en þar sem þeir Gunni og
Rúnar eru ekki lengur saman í
kompaníi, þá fellur það um
sjálft sig, en nýstofnað fyrir-
tæki Gunna Þórðar varð fyrir
valinu sem útgáfuaðili.
Meira um paradís seinna.
Babblbabblbabbl.
FÁLKINN Á
NÝ I PLÖTU-
ÚTGÁFUNA
Eitthvað virðist hið virðulega
og gamla fyrirtæki Fálkinn vera
að taka við sér í plötuútgáfu
um þessar mundir. Og tími til
kominn, eftir að ungir og
trausts verðir menn hafa sýnt
fram á, að þetta er ósköp vel.
hægt, ef vel er að staðið.
Fyrst ber að geta alveg
ágætrar plötu, sem út kom fyrir
skömmu, með hljómsveit
Pálma Gunnarssonar. Þar fer
Pálmi á kostum við flutning
efnis eftir Magnús Eiríksson,
sem greinilega getur fengist við
annað en blús.
Þá verður maður þægilega
undrandi vegna gestasöngs
Vilhjálms Vilhjálmssonar á plöt-
unni, en þar syngur hann þrjú
lög. Annars ætla ég ekki að
segja meira um þessa plötu að
sinni, en gera henni betri skil,
eftir að hún hefur borist mér í
hendur.
Babblbabblbabbl.
S.G.
ÚTGÁFAN
AÐ VAKNA
Þá er Svavar Gests (stendur
fyrir SG-hljómplötur), sem einu
sinni var aðalkallinn í popp-
plötuútgáfu hér á Fróni, farinn
að hugsa sér til hreyfings eftir
talsvert langa hvíld.
Þar er fyrst að nefna plötu
með fyrrverandi Change-lim
Jóhanni Helgasyni, öðrum
helmingnum af Magga og Jóa.
Þar er um sóló-plötu að ræða,
og er efni hennar allt eftir
Jóhann. Þessarar plötu er að
vænta á markað eftir nokkrar
vikur.
Þá er Svavar búinn að gera
samning við Björgvin Gíslason
gítarleikara í Paradís, og mun
hann einnig senda frá sér
sóló-plötu, þá fyrstu, og finnst
vafalaust flestum mál til komið,
þegar um snilling eins og
Björgvin er að ræða. Útkomu-
tími þeirrar plötu er ekki á
hreinu.
Babblbabblbabbl.
J
FATT ER SVO
MEÐ ÖLLU
ILLT AÐ...
Ég hef stundum verið að
þrasa og bölsótast yfir sjón-
varpinu okkar og áhaldi þeirra
stofnunar á ýmsum málum, er
varða unga fólkið. Mörgum
hefur þótt, sem ég væri ó-
myrkur í máli og tæki stundum
fulldjúpt í árinni. Ekki er ég nú í
þann veginn að fara að éta
ofan í mig, eða draga úr
neinum af þeim ummælum,
sem ég hef viðhaft um þessa
stofnun í þessum þáttum mín-
um. Hitt er svo annað mál, að
sjálfsagt og skylt er að geta
þess, ÞEGAR eitthvað gott
kemur frá þessari stofnun og
skal það nú gert.
Hér fyrir nokkrum vikum,
tóku þeir hjá sjónvarpinu uppá
því, að skjóta inní 5—10 mín-
útna upptökum, þar sem fram
komu ýmsar þekktar hljóm-
sveitir t.d. Sailor o. fl. Þessi
innskot áttu sér stað milli
annarra meiriháttar liða í dag-
skránni, og það meira var,
þetta voru skot af nýjara
taginu, varla meira en 3 — 5
mánaða. Þetta er allt gott og
blessað, og vil ég fyrir hönd
ungs fólks biðja um meira af
svo góðu. En geta þessi skot
ekki verið örlítið lengri?
Þá ráku margir upp stór
augiC þegar tilkynnt var með
talsverðu stolti, að nú væri á
dagskrá skemmtiþáttur með
Paul McCartney og Wings,
súper hljómsveitinni hans.
Flestir sátu fyrir framan imbann
með teygða álku, og spenning-
urinn var mikill. Já, þátturinn
var góður, en mikið skrambi sló
miklum fölva á hann, þegar
maður sá, að hann hafði verið
frumsýndur í London fyrripart
ársins 1973. Sem sagt næstum
þrjú ár síðan hann var og hét.
Samt sem áður ekki svo afleit
byrjun hjá þeim.
Og í restina vil ég koma á
framfæri bestu þökkum fyrir
þáttinn með hljómsveit Pálma
Gunnarssonar. Þar var á ferð-
inni sérdgilis skemmtilegur
þáttur. Efpið gott, myndataka
og sviðssétning góð og síðast
en ekki sístframmistaða þeirra
hljómsveitarmanna bæði í gerfi
hljómlistarmanna og leikara.
Sjónvarpsmenn: Batnandi
mönnum er best að lifa.
babblbabblbabbl.
KIPPUR I
TÓNLISTAR-
LÍFIÐ
Popptónlistarlífið hér á
Reykjavíkursvæðinu virðist vera
í miklum blóma um þessar
mundir. Nýjar hljómsveitir
spretta upp, rétt eins og gor-
kúlur um mitt sumar.
Tilkoma SAM-klúbbsins
gamla (fyrirgefðu Tóti) í sviðs-
Ijósið á nýjan leik eftir talsvert
langt hlé hefur örugglega sitt
að segja um orsakir þessa
mikla fjörkipps. Ber að þakka
aðstandendum klúbbsins mikið
og gott sjálfboðaliðsstarf þeirra
í þágu ungs fólks, og hvetur
Babbl allt ungt fólk til að leggja
klúbbnum stuðning, svo að
hann megi vaxa og dafna.
Fyrir skömmu hélt SAM-
klúbburinn sitt fyrsta festival-
kvöld á þessu ári. Var það
haldið í Klúbbnum að við-
stöddu margmenni og þótti
takast vel.
Meðal þeirra, sem fram
komu, má nefna hljómsveitina
Eik, með nýja trommarann sinn
hann Óla Kolbeins (áður
Paradís), Helgu Möller, sem
söng og spilaði undir á gítar,
Baldur galdrakarl og Gísla
Rúnar brandarakall, þjóðlaga-
tríóið Þremil, tríó, sem kallar
sig Yfirliða.Veturliða og Sum-
arliða o. fl.
Ef allar áætlanir standast, er
ætlunin, að næsta SAM-koma
fari fram á sama stað, eftir um
það bil mánuð. (Ef kofinn
verður þá opinn).
Babblbabblbabbl.
v J
LÍKA MEÐ
SATT EÐA
LOGIÐ...
Ég ætla svona í restina að
skjóta inn einum baneitruðum.
Ekki veit ég, hvort það er satt
eða logið, en ég hef heyrt, að
þeir Halli og Laddi ætli að fá
Baldur Brjánsson töframann
m.m. sem gest á fyrstu LP-
plötu sína. Þar á Baldur að
fremja töfrabrögð í þrjár
mínútur.
s.valg.
34 VIKAN 14. TBL.