Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 18

Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 18
940157279497214 BERA STÚLKAN HOPPAR UPP OG NIÐUR Vandann að muna tölur, sem sennilega er erfiðast af öllu að muna, má leysa á einfaldan máta, eða með því að læra í eitt skipti fyrir öll aðferð við að breyta tölum í hljóð. Hér er um að ræða aðeins 10 hljóð í stað talna. Jafnframt verða hér gefnar upp minnisað- ferðir til að auðvelda þér að muna hljóðin, sem koma í stað talnanna, þannig að ef þú tekur vel eftir, ( mun þér sennilega nægja að lesa það yfir einu sinni til að muna það áfram. Fyrst, til að gera málið einfald- ara fyrir þig, er rétt að útskýra, að í okkar talnakerfi eru' aðeins 10 tölur, eða 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 0. Til eru líka 10 grundvallarhljóð. (Að vísu má segja að til séu fleiri, en þessi 10 grundvallarhljóð munu nægja okkur). Hugsaðu um stafina t, d og þ í nokkur augnablik. Þrátt fyrir það að hér sé um þrjá stafi að ræða og á víðsfjarlægum stöðum í stafróf- inu, mynda þeir svipað hljóð. Raddfærin (tungan, tennur, varir) eru öll í sömu stellingu þegar borið er fram t, d og þ. 7-hljóðið er dálítið harðara en d-hljóðið, og það er allur munurinn. Til okkar þarfa munu þessir þrír stafir eða hljóð verða hugsaðir sem eitt hljóð. Reglan um, að raddfærin skuli vera í sömu stellingu til þess að tvö hljóð teljist sem eitt, gildir fyrir aðra stafi á sama hátt. T.d. mynda stafirnir f og v svipað hljóð, þótt stafirnir séu óskyldir. Hér er aftur aðeins um þann mismun að ræða, að framburður annars stafsins er óraddaður, en hins raddaður, og hér er það einnig tilfellið, að raddfærin tunga, tennur og varir eru í báðum tilfellum í sömu stöðu. P og b eru framburðarlega þeir sömu í þessu tilliti. Einnig j og é Því tungan hreyfist á sama hátt við að mynda þessi hljóð. Þannig er eínnig tilfellið með k og hart g (köttur — gat). Gott og vel. Það eru 10 slík hjóð, og það eru hljóðin, sem við höfum áhuga á. Ekki stafirnir sjálfir. Allt og sumt, sem við gerum, er að velja hljóð fyrir hverja tölu, og þannig eru aðeins 10 hljóð til að læra. Þetta köllum TOLUR j 6. tbl. VIKUNNAR birtist grein um minnisfræðinginn HARRY LORAYNE, og í henni var nokkuð lýst hinu ótrúlega minni, sem hann hefur þjálfað upp hjá sér - og kennir nú öðrum þetta minniskerfi. í greinarlok var tekið fram, að þeir, sem hefðu einhvern áhuga á frekari upplýsingum um þetta mál, gætu sent VIKUNNI nafn sitt og heimilisfang. Viðbrögð lesenda voru snögg og skýr. Mikill fjöldi fólks úr öllum stéttum og á öllum aldri hefur þegar lýst áhuga sínum á málinu og beðið um fleiri upplýsingar um það. Sem svar við öllum þessum þréfum þirtum við hér þýðingu og aðlögun á stuttum kafla úr bók eftir Harry, þar sem hann kynnir nokkuð aðferð sína við að muna tölur. Meiningin er annars sú að reyna að setja saman einhverskonar kver eða kennslubók um þetta kerfi eða annað svipað og gefa fólki kost á því. í þeim tilgangi m.a. eru öll bréfin vandlega geymd, og verða sendendur þeirra látnir ganga fyrir, þegar að því kemur, og áhugafólk getur áfram sent inn nöfn sín og heimilisföng, og mun þá samband haft við það síðar. En á meðan undirbúningur slíks kvers stendur yfir, er hér — eins og áður er sagt — enn frekara sýnishorn af hluta úr kerfi þessu, og vonum við, að það megi koma að einhverju gagni, þar til síðar. táknaður með hljóðinu sem mynd- ar bókstafinn r. Einfaldasta aðferðin við að muna það er að orðið fjórir hefur tvö r hljóð. Talan 5 verður alltaf táknuð með stafnum /. Aðstoðin er þannig: Réttu úr öllum fimm fingrum einnar handar. Þumallinn beint út. Hann myndar bókstafinn I: Talan 6 verður alltaf táknuð meðhljóðunum/eða é. Talanóog stórt J eru næstum spegilmynd hvort af öðru. Talan 7 mun alltaf verða táknuð með hljóðinu h, k, eða g (köttur — getur) Aðstoð: Hugs- aðu um orðið ,,sjö", það er eini tölustafurinn með ö-hljóði. Mynd- aðu svo orðið köttur. Þar er /r-ið komið. Talan 8 verður ávallt táknuð með hljóðinu, sem myndast, þeg- ar þú berð fram stafina /eða v. Til þess að hjálpa þér við að muna það fljótt, hugsaðu þér þá, hvern- ig þú skrifar stafinn f. Hann er ekki ólíkur tölunni 8 — með tveimur lykkjum, hvorri fyrir ofan aðra. Talan 9 mun ávallt táknuð með hljóðinu, sem myndast við stafina p eða b. Talan 9og stafurinn p eru næstum því nákvæm spegilmynd hvort af öðru. Og að lokum mun tölustafurinn Oávallt tákna stafinn s — og hvað svo? Mundu bara orðið svo, en þar kemur fyrir bæði s og 0. við hljóðstafrófið. Lærðu það, því þegar þú hefur gert það, muntu nota þaö allt lífið. Það mun aldrei breytast. Hugsaðu ekki um hvernig þú eigir að nota það. Lærðu það bara. Það verður þér ómetanleg aðstoð á margan óvæntan hátt í framtíðinni. Taktu nú vel eftir aðstoðinni við að muna hljóðin. Það eru kannski kjánalegar aðferðir, en munu samt hjálpa þértil að muna hljóðstafróf- ið á nokkrum mínútum. Hljóðið, sem kemur í staðinn fyrir 1, verður alltaf það, sem myndast við stafina t, d, þ, og ð og öfugt. Minnisaðstoðin, sem þú þarft aðeins á að halda í stuttan tíma, er svona: Vélritað t hefur aðeins einn legg. Hugsaðu um það dálitla stund. Tölustafurinn 2 mun alltaf verða táknaður með hljóðinu, sem mynd- ast af bókstafnum n. Aðstoðin er svona: Vélritað n hefur tvo leggi. Hugsaðu um það augnablik. Tölustafurinn 3 verður ávallt táknaður með bókstafnum m. 3=mogm = 3. Litla vélritaða m-ið hefur þrjá leggi. Einnig hér er það hljóðið sem við höfum áhuga á, en ekki stafurinn sjálfur. Tölustafurinn 4 verður ávallt 18 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.