Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.08.1976, Qupperneq 16

Vikan - 19.08.1976, Qupperneq 16
leikhúsin, en það útilokar auðvitað ekki, að ávinningur geti verið að fá ný verk sýnd hjá áhugafélögum, og það útilokar heldur ekki, að verk finni síðar leið inn í atvinnuleik- húsin. — Geturðu sagt mér eitthvað fri, Só/arferð, eða er þér illa við að tjú þig um verkið, áður en það hefu> verið sýnt? G.: Umgerð verksins er sólarferð. Það segir frá hjónum — reyndar tvennum —, sem fara til Costa del Sol. Efnislega fjallar leikritið um hjónabandið. — Undanfarin ár og áratugi hafa risið uþþ afgerandi stefnur og aðferðir — eins konar kerfi — í leikhúsmennt. Talað er um aðferðir Brechts og Grotowskys. Hvað viljið þið segja um fyrirbœri afþessu tagi? K.: Við vorum einmitt spurð mikið um þetta atriði í sýningaferðunum með Inúk. Flestir vildu fá að vita eftir hvaða kerfi við ynnum. Okkur þótti skemmtilegt að geta svarað því til, að við ynnum ekki eftir neinu ákvcðnu kerfi. Fastformuð kerfi og aðferðir geta nefnilega orðið dragbítar á listinni. Eitt nærtækasta dæmið er aðferð Brechts sem hefur orðið mörgum leikhús- manninum fjötur um fót. Eins hefur aðferð Grotowskys staðið vissum hópum fyrir þrifum. Ég átti þess kost að kynnast aðferðum hans fyrir tíu árum, þegar hann var að byrja að vinna eftir slnum leiðum, og mér fannst alveg með ólíkindum, hve vlða áhrifa hans gætti I þeim sýningum, sem við sáum I Inúkferðunum. Þau stóðu sýningum einstakra hópa beinllnis fyrir þrifum. Islenskt leikhúsfólk hefur aldrei staðnað I ákveðnum aðferðum og ég held þvl fram, að það sé kostur, enda hafa erlendir leikstjórar, sem hér hafa komið og unnið, haft orð á því, hve auðvelt sé að fá leikarana til að vinna eftir nýjum leiðum; þeir séu svo mót- tækilegir. Ég held þetta sé mest því að þakka, að við vinnum ekki eftir neinu ákveðnu kerfi I Islensku leikhúsi. G.: Æskilegasta kerfið hlýtur að vera það sem hverju sinni hentar hverri sýningu og boðskap hennar. K.: Einmitt. I leikhúsinu a að vera stöðug bylting eins og Mao segir eiga að vera í þjóðfélaginu. Tról. 16 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.