Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.08.1976, Qupperneq 19

Vikan - 19.08.1976, Qupperneq 19
Fordwater heitir ein beygja á Goodwood brautinni, og út úr hcnni kemur Moss á yfir 190 km hraða alveg á hælunum á Hill. Þegar svo næsta beygja St. Mary’s nálgast skiftir Moss úr 5. gír 1 4. Lotusinn er á ofboðslegri ferð, og Hill sér hann í baksýnisspeglinum nálgast á ofsaferð, svo þýtur hann framúr og út af brautinni, og 60 m frá rekst hann á vegg. Graham Hill hélt áfram og vann keppnina. Þessi mynd var tekin nokkrum mínútum áður en hin afdrifaríka keppni hófst á Goodwoodbrautinni & Við skulum hverfa aftur f tímann til 23. apríl árið 1962. Formula 1 kepþni er að hefjast á kappaksturs- brautinni Goodwood í Sussex á Englandi. Graham Hill er mættur til leiks í B.R.M., en Hill var þá orðinn fastráðinn hjá þeim og öku- maður númer eitt. Hill þurfti helst að vinna þessa keppni, sem var yfir 42 hringir og kallaðist Glover Trophy, en hann er í erfiðri að- stöðu, þvf í næsta bíl við hliðina á honum er Stirling Moss á Lotus Climax. Hill er því f vanda og klórar sér áhyggjufullur f sfnu heimsfræga yfirskeggi. Rásflaggið fellur, og bílarnir æða af stað, en hvorki Moss né Hill ná forystu heldur nýsjálendingur- inn Bruce Mclaren, sem ekur Cooper Climax. I öðrum hringnum tekst Hill að komast framúr Mclaren og tekur forystu f keppninni. Ö11- um til mikillar furðu kemst Innes Ireland í þriðja sætið, og Moss er í fjórða sæti, en það á ekki vel við þennan enska ökuþór. Þegar átta hringir eru búnir keyrir Moss framhjá viðgerðarmönnunum hangandi hálfur út úr bílnum. 1 næsta hring kemur hann inn til viðgerðar. Gírkassinn er bilaður, en viðgerðarmennirnir eru ekki nema örfáar mfnútur að gera við bilun- ina. Á meðan bíður Moss órólegur eftir að 1,5 lftra Lotusinn með V 8 200 hestafla vélinni verði tilbúinn f slaginn aftur. Loks þegar Moss kemst af stað er hann orðinn einum hring á eftir öllum hinum. En það er ekki honum Ifkt að gefast upp. Moss tekst að komast fram úr þeim hverjum af öðrum og slær brautar- metið, svo stíft er ekið. Eftir 30 hringi er Moss orðinn sjöundi f röðinni plús heilum hring á eftir og útilokað að honum takist að vinna keppnina. Þegar svo 35 hringir eru búnir, hefur Moss tekist að ná öðru sæti á eftir Hill og er ákveðinn að komast framúr Hill til að sýna, að hann sé sá besti, þótt hann vinni ekki keppnina með þvf. Stirling Moss, sem var á rúmlega 100 km hraða, þegar hann lenti á veggnum, var meðvitundarlaus í 38 daga. Það tók rúman hálftíma að ná honum út úr bílflakinu. Sagt er, að þráinn og lífsviljinn hafi bjargað Moss, og hann dreymdi um að komast aftur á kappaksturs- brautirnar eftir að hann hefði náð fullri heilsu. Rúmu ári seinna var Stirling Moss mættur á Goodwood brautina, þá sömu og hann hafði lent í slysinu á. Moss ætlaði að prufukeyra Lotus 19 og athuga hvort hann (Moss) væri orðinn nógu góður eftir slysið til að halda áfram í kappakstri. Þetta var 1. maí 1963. Eftir hálf- tíma akstur hætti Moss, útkoman var ömurleg fyrir hann. Stirling Moss var alls ekki nógu góður ökumaður lengur og tókst ekki að ná þeim hraða, sem hann þurfti til að hefja keppni á ný. Moss fór aftur til London, þar sem hann hélt blaðamannafund og tilkynnti, að hann væri hættur að keppa, þetta var erfitt fyrir mann- inn, sem ári áður var talinn besti ökurnaður heims. Það tók hálftíma að ná Stirting Moss út úr brakinu eftir slysið. Hann hafði brotið í sér flest bein vinstra megin í líkamanum og lá meðvitundarlaus íS8 daga. Stirling Moss ogjack Brabham rceða málin. Myndin er tekin á Roskilde brautinni t Danmörku. 34. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.