Vikan - 19.08.1976, Side 24
BANANAH
Undirbúningur að grísaveislu á
,,Son amar'' með músík og öllu
tilheyrandt.
gangstéttarveitingahúsin, með
vinalegri umgengni og þjónustu
jafnvel betri en við eigum að venjast
á okkar bestu veitingastöðum.
Þessvegna get ég, satt að segja,
ekki sagt um verð á þessum betri
stöðum, en mundi áætla, að þar
mætti margfalda allt verð venju-
legra staða með tveimur eða jafnvel
þremur.
Þegar maður situr við borð úti á
gangstétt, sötrar sinn bjór, nýtur
sólarinnar og horfir á mannlífið
allt í kring, getur ýmislegt skrítið
komið fyrir. Eitt sinn var ég á
veitingahúsi, þar sem strsetisvagn
stoppaði rétt við borðin. Alveg við
stoppistöðina sátu tveir menn við
borð rétt eins og ég og nutu þess,
sem þeir höfðu pantað til matar.
Þá stoppaði strsetó, og farþegum var
hleypt út rétt við borð þeirra. Ung
stúlka flýtti sér þessi lifandis ósköp
út, og um leið og hún steig á
götuna, varð henni sýnilega svo
hrottalega illt, að hún kastaði upp
Hamborgarar virðast mjög vin-
sæll rétlur þarna. Oftast er hann
borinn fram á disk, með tveim
brauðsnciðum. Og er önnur skreytt
hamborgaranum, en hin hráu salati
tómatsneiðum, hráum lauk og
ýmsu öðru. Með þessu er borið
pipar og salt, sinnep ágætt og
tómatsósa. Yfirleitt reyndist mér
einn slikur hamborgari alveg nægj-
anleg máltíð. Þetta kostar yfirleitt
40 pts. Svipað verð og framburð-
armáti er gjarnan á heitum pylsum,
sem að jafnaði eru alveg ágætar.
Auðvitað getur hver og einn
kosið sér annan og íburðarmeiri
veitingastað, sem eru líka þarna á
hverju strái. Þar eru gjarnan borð
þakin mjallahvítum dúkum, stíf-
bónuð gólf og hvítklæddir þjónar
flciri en gestir. Sjálfur kaus ég ávallt
/ þessu húsi, rétt fyrir utan glugg-
ann minn, bjó ferlegur hundur,
sem gelti alla nóttina og virti
engar þagnarskyldur. Þegar hótel-
gestir voru hættir að garga, hélt
hann áfram að góla það, sem eftir
var nætur.
Aðalmismunurinn á ferðum okk-
ar og annarra gesta til Hótels 33
virðist mér véra sá, að yfirleitt
förum við til lengri dvalar en þeir.
íslendingar fara oftast I tveggja til
þriggja vikna dvalar, en aðrir mjög
gjarnan í eina viku aðeins.
Sænsku og norsku píurnar koma
þangað askvaðandi með hörundslit
eins og nýorpin hænuegg, en eftir
vikusetu I sólhaði mcð hæfilegum
barhvíldum og kannski jafnvel ein-
staka sinnum dúr á auga, þá fara
þær aftur syngjandi og hrópandi og
með útlit cins og steiktir kjúklingar.
Vcl á minnst steiktir kjúklingar.
Það er réttur, scm auðvelt er að
fá víðast hvar á Mallorca. Vclflest
veitingahús sem maður gengur
framhjá auglýsa kjúklinga í glugg-
unum og vcrðið á þeim um leið.
Aðeins stcinsnar frá Hótel 33 er
gistihús, scm heitir Panama. Þang-
að Iét ég mig oft rúlla niður
brekkuna, því þar á neðstu hæð eru
tvcir veitingastaðir, og þar getur
maður setið allan daginn við borð
úti á gangstétt og haldið þorstan-
um í skefjum, en þess á milli
pantað allskonar mat. Þar kostaði
hálfur kjúklingur 100 pts. Kótelctta
kostar 70 pts. Enskt buff 90 pts.
Hamborgari 40 pts. Hcitar pylsur
30 pts. Egg og bacon 60 pts.
Steiktar kartöflur 23 pts. Og hrá-
salat 30 pts. Brauðsamlokur kosta
frá 30—40 pts., cftir því hvað
maður vill ofan á þær. Þcssi staður
hét Svcnska Baren eða ,,Amigo”,
cn veitingamaðurinn cr þýskur, og
auk hcnnar talar hann og þjónar
þar auðvitað sænsku, spönsku og
ensku, þannig að engin vandræði
virðast fyrir hvern sem cr að gera sig
þar skiljanlegan.
24 VIKAN 34.TBL.