Vikan - 11.11.1976, Side 3
— Ég þarf helst að vera fjórar
persónur í senn, segir Perry Vangs-
mo hórgreiðslumeistari frá Ösló,
eða hárlistamaður væri kannski
rétta orðið, því Perry lítur á starf
sitt sem listgrein. Þessu svaraði
Perry, þegar blaðamaður Vikunnar
spurði hann, hvað slíkur meistari
yrði að hafa til brunns að bera.
— Fyrst og fremst verð ég að
vera hönnuður (designer) til að geta
skapað greiðslu, sem hæfir þeim
einstaklingi, sem ég er að greiða.
í öðru lagi þarf ég að vera hár-
læknir, þvi heilbrigt hár er algjör
forsenda fyrir því, að vel takist til
með hárgreiðsluna. Síðan kemur
sálfræðilega hliðin inn. Ég reyni
alltaf að tala við mína viðskiptavini
og gera á þeim einskonar skyndi-
sálgreiningu til að fullvissa sjálfan
mig um, að hárgreiðslan hæfi þeirra
persónuleika og samhæfist því lífi,
sem þeir lifa. I síðasta lagi þarf ég
svo að hafa fjármálavit og geta séð
um daglegan rekstur hárgreiðslu-
stofanna, það kæmi sér þvi vel að
vera lika viðskiptafræðingur.
Skemmtileg greiðsla með síðu
hnakkahári en stuttklipptu að
framan. Við sýnikennslu Perrys var
tekin kvikmynd af klippingu og
hárlagningu til að nota við kennslu
í Iðnskélanum.
— Eftir nær tuttugu ára starfs-
reynslu finnst mér ég vera orðinn
mikill mannþekkjari. I raun og veru
eru það ánægja og sjálfstraust sem
ég sel. ,,Vel snyrt er konan ánægð,”
segir í auglýsingunum, og í því felst
sannleikskorn, þvi bæði konur og
karlar þurfa á sjálfstrausti að halda
í auknum mæli og ég byggi undir
það með því að gera fólk ánægt
með þá mynd, sem það sér i spegl-
inum.
Til að gera ekki upp ó milli
kynjanna í því efni rekur Perry
hágreiðslustofur fyrir bæði kynin i
heimalandi sínu Noregi.
— Ég er svo heppinn, að við erum
eins og ein stór fjölskylda, ég og
Stilhrein og falleg greiðsla, sem
hentar vel íslenska veðurfarinu.
Hér kemur greiðsla, ætluð hári, sem
sett hefur verið í permanent. Alveg
stutt hnakkahár, en uppi á kollinum
rís hárið beint upp og myndar
skemmtilegan brúsk.
samstarfsmenn mínir 72, en stof-
urnar eru sjö talsins. Við tökum
allar ákvarðanir í sameiningu, og
ég lít ó þá sem samstarfsmenn,
ekki undirmenn. Eina reglan, sem
ég set sjálfur. er að á hárgreiðslu-
stofunum fá aðeins viðskiptavinirn-
ir að reykja. Þessa reglu held ég
sjálfur og ætlast til hins sama af
samstarfsmönnum mínum.
Þetta er þriðja Islandsferð Perrys
og nú eins og óður er hann staddur
hér á landi á vegum Hárgreiðslu-
meistarafélags íslands og heldur
námskeið og sýnikennslu.
— Dagskráin hefur verið stremb-
in, en ég vinn afskaplega vel á
íslandi. Það er landið og htirnir,
46. TBL. VIKAN 3