Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.11.1976, Side 12

Vikan - 11.11.1976, Side 12
 Linguaphone Þú getur lœrt nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hef ur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aö læra. l'ouujcobus iAUAMévo5Cb 5cur LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 -sími 13656 % MEÐ SÖKNUÐI... Háttvirti Póstur! Við erum hérna tvær vinkonur, og okkur langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. Hvaða merki fer best við tvíbur- ana? En steingeitina? Hver er happadagur, tala, litur og blóm þess sem fæddur er 6. júní? En þess sem er fæddur 13. janúar? Hvað lestu úr skriftinni, hvernig er staf- setningin og hvað heldur þú að við séum gamlar? Með söknuði kveðjum við þig, L.K.R. ogÁ.V.G. Vatnsberi er öruggasti mótpartur tvíbura, en steingeitin ætti að velja sér bogmann. Happadagur þess sem er fæddur 6. júní er miðviku- dagur og tölurnar eru 5 og 6. Litirnir eru ljósgult og ljósgrátt, en um blómin veit Pósturinn ekkert. Happadagur þess sem fæddur er 13, janúar er laugardagur. Tölur 4 og 8 og litirnir grænt og ljósrautt. Úr skriftinni má lesa kímnigáfu og sjálfsálit. Stafsetningin er ágæt, og þið eruð svona 12 ára. OFBOÐSLEGA LÖNG. Yndisíegi Póstur! Éger ofsalega ástfangin af strák, sem er tíu árum eldri en ég. Þegar ég sé hann reyni ég alltaf að tala við hann, en hann tekur aldrei eftir mér. Hvemig á ég að vekja áhuga hans á mér. Og svo er eitt annað. Ég er ofboðslega löng. Ég er stærri en allir strákar, sem ég er með. Hvað á ég að gera til að sýnast minni. Svo þetta venjulega. Hvað lestu úr skriftinni og hvað er ég gömul? SvaniíEyjum. Það er aldeilis að fólk er ráða- laust nú til dags. Þú hlýtur að sjá það sjálf að hann hefur bara engan áhuga á þér, þvi hann ætti örugg- lega að taka eftir þér sökum stærðar þinnar. Ef þú vilt nú samt reyna einhver ráð, þá er helst að leita þeirra í gömlum galdraskræðum og þú gætir athugað hvort amma þín á ekki einhverja slíka. Pósturinn heldur því fram, að enginn þurfi að skammast sin fyrir stærð sína, þótt eflaust sé óþægilegt ef menn skaga langt upp fyrir tvo metra. Annars gætirðu reynt skó með mínushæl- um svona til þess að gera eitthvað i málinu. Skriftin bendir til fljótfærni og sjálfsánægju. Þú ert 16 ára. FLUGFREYJUNÁM O. FL. Kæri Póstur! Ég ætla að spyrja þig nokkurra spurninga og vona að þú svarir þeim. Hvað er bókasérfræðingur? Hvað er bókafræðingur? Hvaða menntun þarf að hafa til þess að komast í flugfreyjunám og hvað þarf maður að vera gamall? Hvert á að snúa sér til þess að fá frekari upplýsingar um námið? Hverer happalitur, tala (o.s.frv.) þess sem fæddur er 12. mars (Kl. 23.50)? Hvaða merki fer best við fiskastelpu? Hvemig er vinskapur ljónsstelpu og fiskastelpu? Og svo þetta venjulega: Hvemig er skriftin og stafsetningin? Þökk fyrir birtinguna, ef þú birtir þetta, en ég vona að þú svarir þessu. Svo þakka ég fyrir allt í Vik- unni. Ég hef lesið hana frá því ég lærði að lesa og ég held að það séu ekki allir, sem unnu hjá Vikunni fyrir 10 árum, að vinna þar ennþá. Ég er 15 ára og byrjaði að selja Vikuna, þegar ég var 5 ára, og þá fannst mér hún betri. Allý Sig. Pósturinn er ekki alveg viss um hvað þú átt við með orðunum bóka- sérfræðingur og bókafræðingur. Hins vegar em til bókasafnsfræð- ingar og bókmenntafræðingar. Bokasafnsfræðingar eru hóskóla- gengnir menn, sem vinna að skipu- lagningu og hafa umsjón með bóka- söfnum. Bókmenntafræðingar eru líka háskólamenntaðir og starf þeirra er fólgið i rannsóknum á ýmsum bókmenntaverkum og er það mjög víðtækt. Bókmennta- fræðingar gagnrýna því oft ýmsar tegundir bókmennta þ.e. benda á kosti og galla o.fl. í verkum skálda og rithöfunda. Til þess að komast i flugfreyju- nám þarf umsækjandi að vera 19-20 ára og hafa góða framkomu. Æski- legast er að hafa sem besta mennt- un, en þess er krafist að umsækj- andi tali a.m.k. eitt tungumál auk ensku. Flugfélögin halda yfirleitt á hverju ári námskeið fyrir tilvonandi flug- freyjur, og stendur það i sex vikur. Allar frekari upplýsingar gefa Flug- leiðir. Happaliturinn er blárautt, talan 3, og happadagurinn er flmmtudag- ur. Krabbastrákur er alveg upp- lagður handa flskastelpu. Vinskap- ur ljónsstelpu og fiskastelpu er yfir- leitt góður, þótt einstaka sinnum geti slettst upp á vinskapinn. Skriftin er nokkuð viðvaningsleg, en stafsetningin ekki sem verst.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.