Vikan - 11.11.1976, Síða 16
Boðorðin tíu við bc
Dr. Gustaf Jonsson er jafn
þekktur í Svíþjóð og uppeldisfræð-
ingurinn dr. Spock er í Bandarikj-
unum. Hann er heimsþekktur sem
faðirinn í barnabænum Ská, sem er
sænskt framtak á sviði barna-
verndarmála. Hann hefur haft meiri
áhrif en nokkur annar skandinavi á
áliti manna og samfélags á börnum,
uppeldi þeirra og vandamálum.
Hann hefur gengið fram af mörgum
með skoðunum sínum, en alltaf
stendur hann með börnunum.
Nú er hann 67 ára gamall og
kominn á eftirlaun frá starfseminni í
barnabænum, en það lítur ekki út
fyrir, að hann sjálfur verði nokkurn
tíma of gamall til að eignast börn.
Yngstu bömin í seinasta hjóna-
bandi hans eru sjö og fjögurra ára
gömul.
— Nú fer ég líka að læra eitt-
hvað, segir hann. — Áður hefi ég
bara kennt öðmm...
Gustaf Jonsson hefur gert sam-
antekt á reynslu sinni af börnum og
barnauppeldi, og þannig urðu boð-
orðin til með athugasemdum hans,
sem okkur finnst, að geti verið
foreldrum og uppalendum til hlið-
sjónar i þeirra ábyrgðarfulla hlut-
verki.
Fyrsta boðorðið: Virtu barnseðlið
og taktu tillit til þess. Treystu ekki
samféiaginu.
Þessa grein ættu allir foreldrar
að lesa! Það er hinn viðkunni læknir
og vísindamaður, Gustaf Jonsson
sem miðlar okkur af reynslu sinni af
sambandi barna og foreldra.
I