Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.11.1976, Side 18

Vikan - 11.11.1976, Side 18
um, að upp komi erfið vandamál, Þegar barnið vex upp, kemst á tan- ingaaldurinn og vill verða frjálst. Skyndilega stendur móðirin ein, án eigin áhugamála eða möguleika á að fá svörun við tilfinningum sinum hjá nokkrum öðrum. Það má ekki hlekkja börnin við sig. Snemma eiga þau að fá að leika sér við önnur börn, strax sem ungbörn þarfnast þau leikfélaga. Því miður er það oft svo, að börn sofa í sama rúmi og móðirin í mörg ár. Það er auðvitað ekkr óeðlile.gt í vrasum tilvikum. til dæmis þegar barnið er órólegt þó það fái að skríða upp í, en það á að flytja það í sitt rúm eftir, þegar það er orðið rólegt. (Þá er maður nú oftast löngu sofnaður sjálfur — innskot þýð.) Það getur vel full- nægt bliðuþörf að leyfa barninu að kúra hjá sér, en það er of nær- göngult við tilfinningarlíf barnsins. Það er ótrúlega algengt, að konur vilja sleppa við kynlíf. Þá er auðvelt að snúa sér til barnsins og leggja það á milli sin og mannsins til að fá frið. En það er auðvitað bæði rangt og skaðlegt. Sjötta boðorðið: Gerðu heimilið ekki að virki: Margir Ieggja alltof mikla áherslu á heimilið sem hinn trygga griðar- stað. Við eigum að halda saman og lifa saman eins og einn maður, bara við í fjölskyldunni... Þetta má ekki ganga of langt. Börnin verða að geta farið út. hitt vini sina og verið þátttakendur i lífinu utan veggja heimilisins. Dyr hússins verða að standa opnar, svo auðvelt sé að fara. út og inn, það er jafn nauðsynlegt, að öðrum finnist þeir boðnir vel- komnir inn. Við lokum alltof mikið að okkur í okkar eigin hreiðri og þekkjum varla næstu nágranna í stigahúsinu hvað þá meira. Lifsgæðakapphlaupið kemur nið- ur á börnunum. Við kunnum að meta fallega hluti, og foreldrar smábarna eiga oft svo fínar stofur, að börn mega ekki leika sér þar. Þetta er ósanngjarnt. Barnið vill vera þar sem fullorðna fólkið er, og það er alltof sjaldan í barna- herbergjum. Margar mæður hleypa ekki inn börnum af hræðslu við rusl og sóðaskap. En á meðan börnin eru lítil, er miklu nauðsynlegra, að þau fái að leika sér og ærslast en að heimilið sé óaðfinnanlegt i útliti. Jafnvel þó tengdamamma sé að- finnslusöm, leyfið henni bara að gagnrýna... Sjöunda boðorðið: Börn þarfnast föður síns, og faðir þarfnast barna sinna. Þegar fjallað er um yngstu börn- in, hefur hingað til verið lögð rikust áhersla á tengsl barnsins við móður- ina, á kostnað föðursins. En faðir þarfnast barna sinna, þau vekja hjá honum hlýjar og kaldar tilfinning- ar, þau striða, hamast, vilja sitja hjá honum, þegar hann les blaðið, þau vilja ólmast og hnoðast. Ef faðirinn vill njóta þess, getur það losað um hömlur í tilfinningalífi hans. Við norðurlandabúar eigum svo erfitt með að sýna tilfinningar okkar, vera notalegir og kelnir. En jafnvel hinn stoltasti karlmaður getur leyft sér að kela við Iítil börn. Börn þarfnast ekki föður síns eingöngu á frídögum hans, skemmtilega mannsins, sem leikur sér við börnin sin á laugardögum og sunnudögum. Takið börnin t.d. stöku sinnum með í vinnuna, svo að þau viti, hvað þið eruð að gera, meðan þið eruð að heiman. Margir halda, að þeir verði að gera eitthvað sérstakt, þá sjaldan þeir eruheima, gefa gjafir, ólmast við börnin og leggja sig alla fram, í staðinn fyrir að einfaldlega láta það nægja að vera til staðar. Sitja og lesa blaðið t.d. inni í barnaherbergi, meðan barnið sýslar við sitt. Þá finnst barninu faðirinn falla inn í mynd- ina. Hversu margir feður, sem þetta lesa, skyldu t.d. hafa farið í bað með börnunum sínum? í baði er tækifæri til að leika sér frjálst og til eðlilegrar líkamlegrar snertingar. Áttunda boðorðið: Fullkomið upp- eldi væri óbærilegt fyrir börnin. Fullkomið hjónaband væri jafn óbærilegt. Oft segjum við og gerum eitthvað, sem við sjáum eftir.tökum of hart á einhverju, skömmum börnin kannski að ósekju. Við gerum rangt og sjáum eftir því. Og það er gott fyrir börn að kynnast foreldrum, sem gera vitleysur og viðurkenna það. Ef börn verða aldrei vör við að foreldrar geri axarsköft, hvernig fer þá fyrir þeim, þegar þau verða fullorðin og kóma út í lifið. Ef forstjórinn röflar eða vinirnir rifast, þá fellur heimurinn í rúst hjá fólki, sem aldrei hefur upplifað slíkar sennur. Það er nauðsynlegt, að rifrildi heyrist á heimilunum, i hæfilegum skömmt- um þó. Foreldrar vilja gjarnan vera börn- unum til fyrirmyndar, og þegar börnin komast á táningaaldurinn, uppástanda þeir að sjálfir hafi þeir verið hin mestu dyggðablóð á þeim árum. Venjulega er það tilbúningur. Nei, segið bara eins og var, segið að þið hafið líka gert ykkar asnastrik. Níunda boðorðið: Uppeldi barna á foreldrum sínum er jafn mikilvægt og uppeldi foreldra á börnunum. Þetta verðum við að skoða í ljósi þróunar samfélagsins. Við, sem eigum börn núna, höldum oft, að heimurinn sé sá sami og þegar við ólumst upp. En það er nú eitthvað annað. Skólakerfið er breytt, tóm- stundir meiri en áður, kynlíf hefur breyst mjög mikið. Ég las nýlega smágrein, þar sem foreldrar og unglingar voru spurðir að því, hvort þeim þætti rétt, að 16—18 ára unglingar hefðu samfarir. 95% unglinganna svöruðu játandi, en aftur á móti svöruðu 95% foreldr- anna neitandi. Hvernig geta þá foreldrar og unglingar skilið hvert annað? í fyrsta lagi hljóta þessir foreldrar að hafa gleymt sinni eigin æsku, og auk þess verða þeir að láta sér skiljast, að ungt fólk í dag lifir eðlilegra lifi á þessu sviði en við gerðum á þeirra aldri. Við ættum að læra meira af æskunni. Margir kvarta undan því, að krakkar ærslist og ólátist í skólunum, en það er heilbrigðara en að vera bæld eins og æskan var gjarnan hér áður fyrr. Við verðum að læra að meta hreinskilni æskunnar, bæði hið jákvæða ákaflyndi hennar og hina neikvæðu gagnrýni, og ekki má gleyma einlægninni. Við eigum ekki alltaf að þenkja um, hvort ungling- arnir séu að gera rétt eða rangt, en reyna að vera jákvæðari gagnvart þeim. Börn okkar og þeirra vinir ættu að fá að hafa áhrif á okkur og gjaman breyta okkur. Sjálfur hefi ég lært óendanlega mikið af mínum börnum. Stundum hitti ég jafn- aldra, sem aldrei hafa eignast börn, þeir eru oftast staðnaðir í úreltum, íhaldssömum skoðunum um allt og alla. Við þörfnumst sannarlega barn- anna okkar — okkar vegna. Tíunda boðorðið: Leyfum bömun- um að verða fullorðin og losna undan foreldravaldinu. Sjálfstæðisþörf barna er fyrr á ferðinni en áður. Líkamlegur þroski kemur mörgum árum fyrr og það fylgist að, að börnin þroskast einnig fyrr andlega og þar með fylgja frelsiskröfurnar og þörfin til að verða sjálfstæður einstaklingur. Margir foreldrar hafa einhvers- konar rómantiska skoðun á því, að þeir eigi að vera félagar barna sinna á þann veg, að barnið segi þeim allt, sem fyrir það kemur. En þá erum við að troða okkur inn i þeirra heim og krefjast trúnaðar, sem þau vilja kannski ekki alltaf veita. Slík forvitni leiðir ekki til hreinskilni. Unglingar vilja fá að vera í friði. Þeir vilja eiga fyrstu ástina fyrir sig, þeir kæra sig ekki um segja frá fyrstu misheppnuðu samförunum o.s.frv. Sá dagur verður að koma, að klippt sé á naflastrenginn og börnin látin sjá um sín vandamál sjálf. I dag fara unglingar saman í útilegur, ferðast á puttanum, fara saman i siglingar — og heima sitja foreldrarnir dauðskelkaðir og mála skrattann á vegginn. En við verð- um að sætta okkur við þörf unga fólksins til frjálsræðis. Það fer sínar leiðir, hvað sem við segjum. Það er ekki þar með sagt, að við eigum að kæra okkur kollótt um hvað unglingarnir hafast að. Ein- hverjar reglur verða að gilda, það vilja þau líka sjálf. Ef ung stúlka er að heiman yfir nótt, er eðlilegt að við spyrjum, hvað hún hafi verið og sýnum að okkur sé alls ekki sama, hvar hún liggi um nætur. Skrökvi hún, höfum við rétt til að reiðast. Oft verðum við að geta rökrætt þær, það er ekki nóg að segja bara þú átt að vera komin heim klukkan þetta eða hitt, punktur og basta, heldur þarf að vera hægt að segja sína meiningu á báða bóga, ræða málið. Börn verða fullorðin, ekki með foreldrum sínum, heldur vinum sínum. Það er meðal þeirra, sem þau öðlast sjálfstæði sitt. Ef upp koma svo erfið vandamál í fjöl- skyldum, að allt sigli í strand, ætti að fá þriðja aðila til að ræða málin milli foreldranna og barna þeirra, það gæti leyst vandann. Mér finnst unglingar í dag miklu betra fólk en hér fyrrum. Við höfum ekki fylgst með og erum of þvinguð og hrædd. Stærsti galli minn er, að ég er svo Iokaður tilfinningalega, ég á erfitt með að sýna gleði og reiði. Oft hefur mér mistekist sem faðir. Ég vona þó, að ég hafi skánað með árunum. 18 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.