Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 11.11.1976, Qupperneq 22

Vikan - 11.11.1976, Qupperneq 22
fylgdist jafnframt með mönnunum tveim. Þessa tvo menn hafði hann aldrei séð fyrr. Þeir voru báðir meðal- menn á hæð, axlabreiðir og í gráum jakkafötum, sem voru næstum því eins í sniðinu. Skyrtur þeirra voru fráhnepptar í hálsinn og flibbarnir hafðir utan yfir jakkakragana á gamaldags nú-er-gaman-á-strönd- inni vísu. Annar þeirra var með skollitað hár, en hinn var dökk- hærður. Ef til vill, hugsaði hann um feið og hann kveikti í sígarett- unni og sá þá ganga í áttina að Rauða ljóninu, ef til vill er ég einum of tortrygginn. Þetta gátu verið venjulegir tékkneskir ferða- menn, traustir félagar í flokknum og með óskert ferðafrelsi. Eða kannski voru þetta flóttamenn, sem höfðu fengið sér vinnu í Merano. En hvort heldur var ætlaði hann að fara gætilega og láta þá komast lengar í burtu áður en hann færi inn í Rauða ljónið. Eitt var þó undar- legt við þá. Þeir litu ekki í búðar- gluggana né á þrjár ljóshærðar þokkagyðjur í litrikum skokkum. En þeim mun fastar horfðu þeir á skilti gistihússins. eins og þeir væru að leggja nafn þess á minnið. En síðan héldu þeir áfram. Þó ekki langt. Aðeins að næstu súlu. Þar staðnæmdust þeir, snéru sér við og horfðu á fólkið, sem kom á móti þeim. David bölvaði i hljóði og skaust í feiur á bak við stóra súlu. Þokka- gyðjurnar þrjár hittu tvær aðrar konur og fóru að taia við þær. Þessi masandi hópur skýldi honum enn betur. En svo sá hann mann í græn- um tírólajakka ryðjast framhjá þessum kvennaskara. Hann gekk rakleitt að mönnunum tveim. Þeir ræddust lítillega við, en svo héldu gráklæddu mennirnir áfram, en sá i græna jakkanum gekk yfir götuna. David komst að þröngri dyra- gættina á Rauða ljóninu, steig yfir þröskuldinn og leit við. Fram að þessu hafði hann ekki séð annað en baksvipinn á grænklædda mann- inum. En er maðurinn var kominn að bogagöngunum handan við göt- una leit hann um öxl eins og hann væri að athuga hversu vel hann sæi þaðan. Hann hlaut að vera ánægður með útsýnið, enda gat hann séð hvern þann er kæmi út úr Rauða ljóninu. Hann gekk upp að næstu súlu og staðnæmdist þar. Þetta, hugsaði David, er örugglega Ludvik. Framherbergið i Gullna ljóninu var langt og mjótt, en þar fyrir innan voru einhverjar aðrar vistar- verur. Lýsingin var slæm og það sást varla í þykka trébitana í loft-, inu fyrir tóbaksreyk. Enn mátti finna ilminn af mat, þótt flestir við- skiptavinirnir væru búnir að borða og farnir. Eftir voru aðeins þrir bændur, sem voru að ræða um verðlagið. Þeir sátu í viðarbás næst dyrunum. Við annað borð sátu fjórir ungir menn í leðurbuxum og voru að skeggræða eitthvað sín í miili F'leiri voru þarna ekki nema Krieger, sem sat í bás sæmilega langt í burtu frá hinum viðskipta- vinunum. Andlit hans vissi fram að dyrum. Hann var að kveikja í píp- unni sinni og panta bjór hjá þjón- ustustúlkunni, sem var þrifleg, miðaldra kona. Hann er þá nýkominn, hugsaði David. Atburðirnir úti fyrir fengu nú aðra og dýpri merkingu. ,,Ég ætla líka að fá bjór,” sagði hann við konuna. Hann hengdi frakka sinn á einn af járnsnögunum, sem voru á veggnum, en settist síðan við borðið. Þetta var staður þar sem hvísl myndi ekki vekja athygli. Mennirnir fjórir voru greinilega að tala leyndarmál og það munaði engu að höfuð þeirra færu i einn hnút. Krieger tók eftir þvi að David horfði ó ungu mennina. „Pólitík,” sagði hann og talaði enn þýsku, ,,þeir verða að fara varlega í sak- irnar í þeim efnum sérstaklega ef þeir eru róttækir þjóðernisseinnar.” „Blæðandi und Týról?” Krieger kinkaði kolli annars hug- ar. Þjónustustúlkan kom og tók nokkur tórh glös af næsta borði, en fór síðan aftur. Þegar hann var viss um að hún heyrði ekki lengur til þeirra, talaði hann ensku. Hann var fljótmæltur og talaði lágt. „Þú ert of seinn. Eru nokkrir erfiðleikar?” Of seinn? En þú? David stillti sig um að brosa og sagði. „Ég tafðist aðeins. Tveir óþekkt- ir náungar, sem töluðu tékknesku, höfðu nánar gætur á Rauða ljóninu Ég held að þeir hafi veitt þér eftirför, ef þú hefur komið rétt í þann mund er sprengingarnar urðu.” „Já, ég kom hingað þá,” játaði Krieger. „En hvernig datt þér þetta i hug?” „Þetta eru vinir Ludviks. Þeir biðu hans, ræddu aðeins við hann ogsvo...” „Ertu viss um að það hafi verið Ludvik?” „Handviss, enda þótt hann sé kominn i nýjan týrólajakka.” „Nú, er það sá?” sagði Krieger. „Ég lenti í hinum mestu vandræð- um með að komast hingað. Hann elti mig auðvitað, en mér tókst að stinga hann af og ég hélt að ég hefði komist hingað óséður.” Hann kveikti aftur í pipunni. „En þegar hann hafði dregist langt aftur úr hljóta hinir mennirnir tveir að hafa tekið við. Þeir eltu mig og hann elti þá. Þeireru lúmskir þessir andskot- ar. Hvert fór hann?” „Hann er hér handan við götuna núna, stendur upp við eina súluna. Vinir hans tveir gengu upp boga- göngin.” Krieger leit á pipuna sína yggldur á svipinn. Hún trekkti ekki of vel. „Hvernig litu þeir út?” „Þeir voru í gráum fötum með gamaldags sniði og úr óþjálu efni. Annar var ljós, en hinn dökkhærð- ur. Þeir voru báðir heldur svíra- miklir, en engin leið að lýsa and- ---1. i-.i—- \ , i.v. i. h □ Qxm c N r- 22 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.