Vikan

Útgáva

Vikan - 11.11.1976, Síða 27

Vikan - 11.11.1976, Síða 27
— Já, ég geri þetta í frístundum og hefi lengi gert. Ég hefi haldið nokkrar sjálfstæðar málverkasýn- ingar bæði í Reykjavík og úti um land, og ég er einmitt núna að undirbúa eina slíka, sem ég ætla að halda næstkomandi janúar, vona ég. Og ég er að hamast við undirbúninginn. — Hvar verður sú sýning? — Á Kjarvalsstöðum. Ég hefi fengið samþykki fyrir plássi þar í janúar. — Þarf ekki óhemjufjölda mál- verka til að fylla þar sali? — Jú, ég hefi að vísu ekki gert mér fulla grein fyrir því, það fer svo mikið eftir þvi, hvernig uppsetning- in er, hvað stærðir verða á mynd- unum o.s.frv. En eins og ég sagði, þá er ég að hamast við, og svo á ég eitthvað af eldri myndum og fæ kannski eitthvað lánað, ef þörf krefur. — Verður þetta yfirlitssýning, eða sölusýning, Sigfús? — Sölusýning, vinur minn. Ein- ungis sölusýning, því mig vantar tilfinnanlega aur fyrir nótnapappír til að skrifa á nýjustu lögin mín, svo ég geti unnið mér inn eitthvað fyrir málarastriga... — í guðanna bænum, Fúsi. Hvort er þér meira virði, hljómlistin eða málaralistin...? Nú þagnaði Sigfús — lengi. Brosti ekki einu sinni. Velti að vísu vöngum og kveikti sér í sígarettu. Svo... — Þetta var erfið spurning, vin- ur minn. Fyrir nokkrum árum hefði ég alls ekki getað áttað mig á neinu svari. Þetta hefur ávallt verið svo samtv innað og erfitt að skilj a það að. Enda var það einmitt þessvegna, sem ég fór út í leiktjaldamálun, því einmitt á því sviði getur þetta hvortveggja sameinast. í raun réttri er varla hægt að mála leiktjöld, nema að hafa músíkina i sér. Máli maður leiktjöld við verk, sem Schubert, Mozart, Bizet, eða Árni frá Múla hafa samið tónlist- ina við, þá er sko hreint ekki sama, hvernig litirnir eru á tjöldunum. Litirnir sjálfir hafa sína eigin músik. Gefa sinn eigin ákveðna blæ. Mér er það til dæmis minnis- stætt, að þegar ég var unglingur i sveit, þá var ég einhverju sinni kallaður í landsimann. I þá daga þurfti maður kannski að bíða heil- lengi eftir því að fá samband, og mér var í það sinn boðið inn í svokallaða ..betri stofu”, og þar beið ég dálitla stund. Þetta var yndislegur dagur úti, og sól skein í heiði, og maður var hreint að kafna úr hita. En stofan var máluð blá, eins og virtist algengt þá. Eftir smástund þar inni var mér orðið svo ískalt, að ég ætla bara ekki að segja þér það. Mér var það síðar ljóst, að það var aðeins blái liturinn, sem hafði þessi áhrif, og menn eru að vísu mismunandi áhrifagjarnir fyrir slíku. Heitir hlutir, eins og sólin, eldurinn o.fl., geta aldrei haft annan lit en gulan eða rauðan eða eitthvað þar á milli. Kaldir hlutir eins og ís, lík manns eða annað slikt, getur ekki verið öðruvísi en í bláum lit, auðvitað misjafnlega sterkum. Svona er þetta, vinur minn, en þetta var nú útúrdúr. — Þú varst að spyrja, hvort mér væri meira virði, hljómlistin eða málaralistin. Því er kannski best að svara þannig, að ég er svo gullhepp- inn að vinna við málaralistina alla daga,. og það er dásamlegt, — en það er hægt að þreytast á því eins og öðru. Þessvegna er það oft svo, að þegar ég kem heim eftir langan vinnudag, þá sest ég við hljóðfærið. Þar get ég haldið áfram að mála, en ég hefi þá breytt um aðferð og mála i tónum. Ég blanda þessu aldrei saman. Og nú orðið á ég hægara með það en áður, þegar þetta allt var að veltast um í koilinum á mér. Nú hefur mér tekist að aðskilja þetta tvennt betur en áður. Hvort- tveggja hefur sín sterku áhrif, en með mismunandi hætti. — Nei, Guðmundur minn, ég held bara, að ég geti ekki svarað þessari spurningu á fullnægjandi hátt. Ég vona bara, að þú skiljir það sem ég hefi ekki sagt. Og ég vona líka, lesandi góður, að þú skiljir það, sem ég hefi ekki skrifað. t því liggur konst okkar beggja. Að lokum, lesandi góður, hefir ég þá einskæru ánægju að mega birta þér í fyrsta sinn, eitt nýjasta lag Sigfúsar Halldórssonar í frumriti. Hvað sem nafnið er, þá sérðu hérna i fyrsta sinn ..Málverk í tónum” eftir ótvírætt vinsælasta tónamál- ara okkar íslendinga. Gjörðu svo vel. O, HVE HEITT ÉG UNNI ÞÉR! Sijffc KARLSSON.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.