Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.11.1976, Side 39

Vikan - 11.11.1976, Side 39
. Meade leysa úr haldi óvirkan sendimann CIA. Meade var tekinn fastur af náunga, sem hann hafði lent í höggi við áður þegar hann var í Líbanon. Sú handtaka varð þó endaslepp, því að Meade hótaði því að koma upp um svissneskan bankareikning, sem hann vissi, að KGB maðurinn hafði. Þar með var Meade látinn laus ásamt CIA sendimanninum og fékk 250.000 dollara fyrir að þegja. Næstu árin var Meade herforingi í Teheran. 1955—57. Á þessum árum skipu- lagði Meade margar aðgerðir, sem voru svo þýðingarmiklar, að þær voru undir beinu eftirliti þáverandi forseta leyniþjónustu CIA. Meade var þá svo óheppinn að lenda í illdeilum við einn af leiðtogum CIA, sem reyndi að sýna fram á lítilvægi þess, er Meade hafði gert. Skömmu síðar sýndi Meade og sannaði hvað í honum bjó. Bandarískur vísindamaður var kyrrsettur i Kákasus, þar sem hann hafði nauðlent flugvél sinni. Meade fór þangað, fann manninn og hjálp- aði honum yfir landamærin. Siðan fór Meade inn á sovésk landsvæði. Hann fór umhverfis Kaspíahaf, í gegnum Úkrainu og alla leið til Sebastapol. Þar fór hann um borð í skip og lét sem hann væri venjuleg- ur farþegi. Hann sat að drykkju um nætur og söng með hinum farþeg- unum, en tók i Iaumi myndir af þýðingarmiklum stöðum á tyrk- nesku ströndinni. Með þessu vann hann sig aftur í álit hjá CIA. RÁÐGJAFI CHIANG KAI- SHEKS. 1957—60 var Meade hernaðarleg- ur ráðgjafi Chiang Kai-sheks. Mörgum sinnum var honum sleppt út í fallhlif yfir kínverskum land- svæðum til þess að skipuleggja leynilegar aðgerðir, sem framan af voru svo leynilegar, að CIA gat engar upplýsingar um þær gefið. Meade kom einnig við sögu við frelsun Dali Lama eftir uppreisn- ina i Tíbet 1959. 1960 — 62. Meade dró sig opinber- lega í hlé árið 1962. Síðustu tvö árin fór hann margar ferðir til Sovétríkjanna i ýmsum erinda- gjörðum. Eftir að Meade komst á eftirlaun var hann samt sem áður sérlegur ráðunautur hjá CIA. 1964 fór hann ennþá eina ferð til Sovét- ríkjanna og þá í þeim tilgangi að frelsa bandaríska og brekska sendi- menn sem stóðu berskjaldaðir eftir fall Krústjoffs. Einnig kom Meade við sögu í Tékkóslóvakíu 1968 og í Póllandi 1970. Hinn áhrifamikli, duglegi og næstum elskulegi Meade var ótrú- lega heppinn sendimaður, en hann getur líka sagt margar furðusögur af sjálfum sér og sumar þeirra eru honum ekki til hróss. Eitt sinn var hann sendur til þess að hitta rússneskan sendimann CIA og átti von á því, að maðurinn væri taugaóstyrkur „eins og allir aðrir sendimenn, sem ég hef kynnst. En þótt maðurinn reyndist tauga- óstyrkur, þá ákvað hann, að við skyldum fá okkur te. Þetta var mjög óvenjulegt, og ég bjóst þegar í varnarstöðu. Þá datt mér í hug, að maðurinn hefði gert samning við KGB og ætlaði að drepa mig. Ég skaut hann því á staðnum og fór leiðar minnar.” Þegar Meade kom aftur til New York komst hann að raun um að hræðsla sendimannsins hafði stafað af gleymsku hans sjálfs. Meade hafði gleymt lykilorðinu og sendi- maðurinn því álitið hann vera á vegum KGB. Frank Wisner fyrir- gaf Meade aldrei þessi mistök. „Hugsaðu þér,” sagði Meade og gretti sig svívirðilega, „fjandans maðurinn samdi ónotalega skýrslu um mig.” * dð drukkna í tónaflóði Á öllum tímum hefur æskan talið sig vita betur en hinir eldri. Það var svo, þegar undirrituð var að alast upp, og forfeður mínir höfðu sömu reynslu. En nú held ég, að upp sé runninn sá timi, að við hin eldri höfum á réttu að standa gagnvart æskunni í að minnsta kosti einu máli, og það er í sambandi við þennan ægilega og magnaða háv- aða, sem æskan vill hrærast í. Það er eins og ungt fólk þoli ekki þögnina og kunni ekki að meta hana, sé hrætt við kyrrð og ró. Það þarf enga spekinga til að segja okkur, hver áhrif það muni hafa, ef við ætlum að hrærast áfram i þessum glumrugangi. Mörgum finnst til dæmis ofboðslegur þessi ærandi hávaði, sem hljómsveitir framleiða á skemmtistöðum. Skelf- ist einhver þennan hávaða og áræði að spyrja, hvort ekki sé ráð að draga ögn niður í tækjunum, svara forsvarsmenn hljómsveitarinnar, að fólkið vilji hafa þetta svona; ,,Ann- ars dettur niður allt fjör”, segja þeir. En ég held að þetta sé á misskilningi byggt. Menn fara á skemmtistaði til að hitta kunningj- ana, tala saman og dansa, og það er hart að ná ekki sambandi við borðfélaga sina, nema með hrópum og köllum. Það getur verið gaman að hlusta á tónlist hátt stillta, en þá á maður að hugsa um það eitt að hlusta og njóta áhrifa tónlistar- innar. Það má ekki framleiða stöðugan gauragang allan daginn. Við verð- um að kunna að vera í þögn. Þögn getur haft jafn góð áhrif og falleg tónlist, og við þurfum að kenna unga fólkinu okkar að meta frið og ró. Flestir unglingar eiga nú hljóm- flutningstæki, eða hafa aðgang að þeim hjá foreldrum sínum, þess utan eiga flestir segulbandstæki og útvarp. Frá morgni til kvölds er þessum tækjum. misþyrmt með stöðugri notkun, og það er eflaust meðal annars okkur sjálfum að kenna, að unglingarnir hafa ekki lært að umgangast þessi tæki í hófi. Ég veit auðvitað, að ekki eru allir, sama markinu brenndir, en því miður held ég, að við séum að drukkna í tónaflóði. Það er sannað með allskyns mælingum, að sá hávaði, sem hljómsveitarmenn okkar framleiða, er hættulegur heyrn manna, og of mikill og sífelldur hávaði hefur heldur ekkert þægileg áhrif á tauga- kerfið. Reynið því einhvern tíma að ætla ykkur góða stund í friði og ró, þar sem þið getið slappað' af í hægu sæti, teygt fram fæturna og látið hugann hvila. Ég held, að flestum, sem hafa kynnst þögninni, finnist hún jafn notaleg og tónlist úr fínum ..græjum.” S.H. MEDflb ANNARRA 0RÐA 46. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.