Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 31

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 31
ingu. „Farðu ekki, Litli froskur. Hlustaðu á gamlan vin. Föður þinn fyrir Guði, og farðu ekki. Úti í víðirunnanum fann ég þig og forð- aði þér fré púkunum, ættingjum þínum. Nú ert þú lítill bróðir Jesús. Farðu ekki aftur til þíns eigin fólks. Hlustaðu á gamlan mann, Litli froskur.” Tularecito starði fast niður í jörðina og velti þessum nýju upp- lýsingum fyrir sér. ,,Þú segir, að þeir séu mitt eigið fólk,” sagði hann með áherslu. ,,Ég er ekkert líkur Öðrum í skólanum eða héma. Ég veit það. Ég sakna míns eigin fólks, sem lifir djúpt niðri í svalri jörðinni. Þegar ég fer fram hjá kanínuholu, langar mig að skriða niður i hana og fela mig. Mitt eigið fólk er líkt mér, og það hefur kallað á mig. Ég verð að fara heim til þeirra, Pancho.” Pancho hörfðai aftur é bak og hélt upp krosslögðum fingrum. „Farðu aftur til djöfulsins, föður þins. Ég er ekki nógu góður til að spoma við hinu illa. Til þess dygði ekki minna en dýrlingur. En sjáður. í það minnsta geri ég merkið gegn þér og allri þinni ætt.” Hann gerði krossmark í loftið fyrir framan sig. Tularecito brosti dapurlega og arkaði af stað upp í hæðimar. Hjarta Tularecito var fullt af fögnuði við tilhugsunina um heim- komuna. Alla æfi hafði hann verið utanveltu, einmana útlagi, og nú var hann á leiðinni heim. Eins og alltaf heyrði hann raddirnar úr jörðinni — fjarlægan óm af kúa- bjöllum, tíst í spörfuglum, lágt ýlfur sléttuúlfsins, sem ekki vildi syngja þessa nótt, astarsöng milljón skordýra. En Tularecito var ®ð hlusta eftir öðmm hljóðum, fótataki tvífættra vera, og hvisl- andi röddum huldufólks. Einu sinni nam hann staðar og kallaði: „Faðir minn, ég er að koma heim,” og hann heyrði ekkert svar. Hann gægðist inn í kaninuholur og hvíslaði: „Hvar emð þið, mitt fólk? Þetta er bara Tularecito að koma heim.” En það var ekkert svar. Og, það sem verra var, hann fann ekkert til návistar dverganna. Hann vissi, að dádýr vom á beit nálægt honum, hann vissi, að villiköttur var að læðast að kanínu bak við mnna, enda þótt hann gæti ekki séð þau, en fró dvergunum bámst honum engin boð. Hálfur móni gægðist upp yfir hæðirnar. „Nú koma dýrin á kreik til að nærast,” sagði Tularecito hljóm- lausum, hvíslandi rómi, einkenn- andi fyrir hólfvita. „Nú kemur fólkið út líka.” Kjarrið endaði við litla dalbrún og aldingarður tók við. Trén vom vel laufguð, og landið vel ræktað. Þetta var aldingarðu Bert Munroe. Oft, þegar landið var yfirgefið og draugarnir léku lausum hala, kom Tularecito hingað á nóttunni, lá ó jörðinni undir trjánum og tindi stjörnurnar með sínum næmu fingr- um. Jafnskjótt og hann gekk inn í garðinn, vissi hann. að hann var að koma heim. Hann heyrði ekki til dverganna, en hann vissi, að þeir vom nálægir. Aftur og aftur kallaði hann til þeirra, en þeir komu ekki. „Ef til vill fellur þeim ekki tunglsljósið," sagði hann. Við rætur stórs pemtrés gróf hann holu sína — þrjú fet i þvermál og mjög djúpa. Alla nóttina vann hann að þessu, gróf dýpra og dýpra í kalda jörðina, stansaði öðm hvom til að hlusta. Enda þótt hann heyrði , ekki neitt, var hann sannfærður um, að hann væri að nálgast þá. Það var ekki fyrr en í dögun að hann gafst upp og fór inn í mnna til að sofa. Um miðjan morgun labbaði Bert Munroe út til að gá í sléttuúlfa- gildru, og fann holuna undir trénu. „Hver fjandinn,” sagði hann. „Hér hljóta einhverjir krakkar að hafa verið að grafa göng. Það er hættu- legt, jarðvegurinn getur hmnið ofan ó þau, eða einhver getur dottið ofan í og meitt sig.” Hann gekk aftur til hússins, náði i skóflu og mokaði ofan í holuna. „Manni,” sagði hann við yngsta son sinn, „þú hefur vist ekki verið að grafa í trjágarðinum, eða hvað?” „U-hu,” sagði Manni. „Jæja, veistu, hver hefur gert það?” „U-hu,” sagði Manni. „Nú, einhver hefur grafið djúpa holu þar. Það er hættulegt. Þú segir drengjunum að hætta því, annars getur hmnið ofan ó þó.” Myrkrið kom, og Tularecito kom út úr mnnanum til að grafa í holu sinni á ný. Þegar hann kom að henni fylltri, urraði hann grimmdar- lega, en svo datt honum annað í hug og hló. „Fólkið hefur verið hér,” sagði hann ánægður. „Þau hafa ekki vitað hver það var, og þau hafa orðið hrædd. Þau hafa fyllt holuna. í þetta sinn ætla ég að fela mig, og þegar þau koma til að moka ofan í holuna, ætla ég að segja þeim, hver ég er. Þá verða þau elskuleg við mig.” Og Tularecito gróf upp holuna og gerði hana miklu dýpri en hún hafði áður verið, því nú var mikið af jarðveginum laus. Rétt fyrir dögun fór hann inn í mnnann í útjaðri garðsins og lagðist niður til að vera á verði. Bert Munroe gekk út fyrir morg- unverð til að gá aftur að gildmm sínum, og aftur hann hann holuna. „Bölvaðir ormarnir,” hropaði hann. „Þau ætla að halda þessu áfram. Ég þori að veðja, að Manni er með í þessu, hvað sem hann segir.” Hann virti fyrir sér holuna andar- tak, byrjaði síðan að ýta mold ofan í hana með fætinum. Villidýrslegt urr kom honum til að vinda sér við. Tularecito kom, hoppandi eins og froskur á sínum löngu leggjum, með reidda skófluna og réðst ó hann. Þegar Jimmi Munroe kom til að kalla á föður sinn til morgunverðar, fann hann hann liggjandi á moldar- bingnum. Það blæddi úr munni hans og enni. Skóflufylli af mold kom fljúgandi upp úr holuimi. Jimmi hélt, að einhver hefði drepið föður sinn og ætlaði nú að grafa hann þarna. Hann hljóp heim, örvita af hræðslu, hringdi í sima og stefndi til sín hóp manna. Sex menn læddust að holunni. Tularecito barðist um eins og sært ljón, og lér ekki i minni pokann fyrr en þeir börðu hann í höfuðið með hans eigin’skóflu. Svo bundu þeir hann rammlega og fóru með hann í steininn. ! Salinas rannsakaði læknanefnd drenginn Þegar þeir lögðu fyrir hann spurningar, brosti hann bjánalega til þeirra og svaraði ekki. Franklin Gomez sagði það, sem hann vissi um hann, og fór fram á, að sér yrði falið að hafa umsjón með honum. „Það getum við því miður ekki, Gomez,” sagði dómarinn að lokum. „Þú segir, að hann sé góður drengur. í gær reyndi hann að drepa mann. Þú hlýtur að skilja, að við getum ekki látið hann ganga lausan. Fyrr eða síðar verður hann mannsbani.” Eftir nokkrar bollaleggingar var Tularecito dæmdur á hæli fyrir geðveika afbrotamenn i Napa. BINNI & PINNI 47. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.