Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 29

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 29
(Ipprani Tularecito SMÁSAGA EFTIR JOHN STEINBECK Eins og Frankling Gomez hafði vitað, lœrði Tularecito ekki neitt, en brátt kom í ljós hjá honum ný listagáfa. Hann gat teiknað jafn vel og hann gat mótað í sandstein. Þegar ungfrú Martin kennari upp- götvaði hæfileika hans, fékk hún honum krítarmola og sagði honum að teikna röð af dýrum eftir allri skólatöflunni. Tularecito hélt áfram að teikna löngu eftir að skólinn var úti, og næsta morgun gat að líta furðulega fylkingu af dýrum um alla veggi. öll dýr, sem Tularecito hafði nokkru sinni séð, voru þarna sam- ankomin, allir fuglar landsins svifu fyrir ofan þau. Skröltormur skreið á eftir kú, sléttuúlfur með skottið upp i loftið, snuðraði á hælunum á grís. Þarna voru kettir og geitur, skjald- bökur og kanínur, öll teiknuð af furðulegri nákvæmni i öllum minnstu atriðum. Ungfrú Martin varð stórhrifin af snilld Tularecito. Hún hrósaði hon- um í áheyrn bekkjarins og hélt smátölu um hvert og eitt dýr, sem hann hafði teiknað. Með sjálfri sér hugleiddi hún þá frægð, sem henni myndi falla í skaut fyrir að hata uppgötvað og leiðbeint slikum snill- ingi. ,,Ég get búið til mörg fleiri,” tilkynnti Tularecito. Ungfrú Martin klappaði honum á breiðar herðarnar. ,,Það skaltu lika gera,” sagði hún. ,,Þú skalt teikna á hverjum degi. Þetta er mikil náðargáfa, sem guð hefur veitt þér.” Svo gerði hún sér ljost mikilvægi þess, sem hún hafði sagt. Hún hallaði sér fram og horfði rannsakandi i hörkuleg augu hans, meðan hún endurtók hægt: „Það er mikil náðargáfa, sem guð hefur veitt þér.” Ungfrú Martin leit á klukkuna og sagði stuttlega: „Reikningur — við töfluna.” Fjórðubekkingar tóku þurrkur og byrjuðu að afmá teikningarnar til að fá rúm fyrir tölustafina. Þeir höfðu ekki þurrkað út svo mikið sem tvö dýr, þegar Tularecito gerði árás. Þetta varð mikill dagur. Ungfrú Martin, með hjálp allra nemendanna, var um megn að halda aftur af honum. Tularecito var ösku- reiður, sterkur eins og fullorðinn maður, meira að segja brjálaður maður. Bardaginn lagði skólastof- una í rúst, borð ultu um koll, blek rann í lækjum, blóm kennarans voru eins og fjaðrafok út um stofuna. Föt ungfrúarinnar voru rifin i hengla, og stóru strákarnir, sem bardaginn mæddi mest á, voru skrámaðir og barðir tU óbóta. Tularecito barðist með höndum, fótum, tönnum og höfði. Hann virti engar bardagareglur, og á endanum fór hann með sigur af hólmi. Allir nemendur skólans með ungfrú Martin síðasta, flúðu úr húsinu og lét Tularecito það eftir. Þegar þau voru á burt, þurrkaði hann af sér blóðið og tók tU að endurskapa þau dýr, sem höfðu verið eyðilögð. Um kvöldið heimsótti kennslu- konan Franklin Gomez og krafðist þess, að Tularecito yrði hýddur. Gomez yppti öxlum. „Þú óskar þess eindregið, að ég hýði hann, ungfrú Martin?” AndUt kennslukonunnar var klór- að, svipurinn bitur. „Það geri ég vissulega,” sagði hún. „Hefðir þú séð, hvað hann gerði í dag, mundir þú ekki lá mér það. Ég segi þér satt, hann þarfnast refsingar.” Gomez yppti öxlum á ný og kallaði á Tularecito út úr svefnskál- anum. Hann tók stóran reiðpísk niður af þUinu. Og svo, á meðan Tularecito brosti ánalega tU ungfrú Martin, barði Franklin Gomez hann óþyrmUega yfir hrygginn. Hönd kennslukonunnar hreyfðist ósjálf- • rátt i takt við slögin. Þegar því var lokið, þreifaði Tularecito varlega um bak sitt með næmum fingrum og brosti enn, hélt síðan aftur tU svefnskálans. Ungfrú Martin hafði horft á lok refsingarinnar með viðbjóði. „Hann er ekki annað en dýr,” hrópaði hún. „Þetta var alveg eins og að berja hund. Franklin Gomez leyfði sér að láta í ljós lítUsháttar fyrirhtningu á henni með svipbrigðum. „Hundur hefði ýlfrað,” sagði hann. „Nú hefur þú sjálf séð, ungfrú. Þú segir að hann sé dýr, en hann er vissulega gott dýr. Þú sagðir honum að búa til myndir og svo eyðUagðir þú myndimar. Tularecito getur ekki fellt sig við það.” Kennslukonan reyndi að grípa fram í, en hann hélt áfram. „Þessi Litli froskur ætti ekki að ganga í skóla. Hann getur unnið, hann getur gert undursamlega hluti i höndunum, en hann getur ekki lært að gera einföldustu hluti í skólanum. Hann er ekki brjálaður, hann er einn af þeim, sem guð lauk aldrei við að skapa. „Ég sagði fræðslustjóranum þetta, og hann sagði, að lögum samkvæmt ætti Tularecito að ganga í skóla þangað til hann yrði átján ára. Það eru sjö ár héðan i frá. I sjö ár mun Litli froskurinn sitja í fyrsta bekk, af því lögin kveða svo á. Ég gef þetta mál frá mér.” „Það ætti að loka hann inni,” greip ungfrúin fram í. „Þessi skepna er hættuleg. Þú hefðir átt að sjá til hans í dag.” „Nei, ungfrú Martin, hann ætti að fá að vera frjáls. Hann er ekki hættulegur. Enginn getur gert garð fallegri en hann. Enginn getur mjólkað hraðar og mjúklegar. Hann er góður drengur. Hann getur gert óðan hest þægan án þess að ríða honum, hann getur vanið hund án þess að berja hann, en lögin segja að hann verði að sitja í fyrsta bekk og endurtaka K-ö-T-T-U-R, kött- ur í sjö ár. Væri hann hættulegur, hefði hann auðveldlega getað drepið mig, þegar ég hýddi hann.” Ungfrú Martin fann, að til voru þeir hlutir, sem hún skildi ekki, og þess vegna hataðist hún við Fremk- lin Gomez. Hún fann, að sjálf hafði hún verið ósanngjörn, en hann göfuglyndur. Þegar hún kom í skólann næsta morgun, fann hún Tularecito þar fyrir. Hver lófastór blettur á veggjunum var þakinn dýramyndum. „Sérðu nú?” sagði hann og brosti um öxl sér til hennar. „Mörg fleiri. Og ég á bók með enn fleirum, en það er ekkert pláss fyrir þau á veggj- unum.” Kennslukonan þurrkaði þau ekki út. Taflan var ekki notuð heldur pappír, en í lok skólaársins baðst hún lausnar og bar við heilsuleysi. Ungfrú Morgan, nýja kennslu- konan, var kornung og afar falleg, of ung og hættulega falleg, fannst öldruðum mönnum í sveitinni. Sumir drengjanna í efri bekkjunum voru sautján ára gamlir. Það var talið vafasamt, að svo ung og falleg kennslukona gæti haldið nokkurri röð og reglu í skólanum. Hún kom með eldlegan áhuga fyrir starfi sínu. Nemendur skólans Barbie dúkkur. Sindy dúkkur. Matchbox dúkkur. Daisy dúkkur. Skópar, borð. Hórþurrkur, rúm. Snyrtiborð. Náttborð. Stólar, sófar. Utvörp.vaskar. Baðker. Brúðuhús 4 gerðir. * Póstsendum samdægurs. Leikfangahúsið, Skólavörðustig 10, Box 7154 — simi 14806 47. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.