Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 12
Muhammed fili Hailagur oða breyskur, trúarkiðtogi oða kvikmyndalaikari Muhammed Ali leggur hanskann á hilluna í lok ársins og ætlar að hefja nýtt líf. En hvernig líf? Sem trúarleiðtogi eða sem kvikmyndaleikari? Hvað verður ofan á hjá þessum eftirminnilega, en óútreiknanlega manni, sem er mestur í hringnum, en ,,tvísigraður” sem eiginmaður. , ,Ég er þekktasta og vinsælasta persóna í heimi,” segir Muhammed Ali með stingandi augnaráði og ógnandi vísifingri. ,,Allir dá mig, alls staðar...” Þetta eru dæmigerð tilsvör manns, sem kallar sjálfan sig Hinn mesta. og það er ekki heiglum hent að eiga við hann orðastað. Vörpu- leiki hans og stingandi augnaráð draga næstum úr manni allan kjark, en ég dirfist þó að spyrja hversu lengi hann álíti að hann haldi þessum vinsældum, skrifar enskur blaðamaður, er ræddi við Muhammed Ali fyrr á þessu ári. Ali segist hætta í hringnum i lok þessa árs og helga lif sitt málstað hreyfingarinnar Black Muslims. Eftir 15 ár i hringnum og 10 ár sem heimsrneistari er erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig hann getur án hnefaleikanna verið. „Enginn vandi,” segir hann og ypptir öxlum og hallar sér i átt til mín með ákveðnum svip. ,,Allir halda, að ég sé glataður, ef ég hætti hnefaleikum. Ekkert er fjær veru- leikanum. Trú mín er mér miklu meira virði en hnefaleikar hafa nokkurn tíma verið. Að útbreiða þá trú veitir mér meiri gleði, meiri æsing en ég finn til í hringnum.” „Mun ég sakna hnefaleikanna? Andskotinn, sannleikurinn er sá, að hnefaleikar eru grimmdarlegir og ruddalegir, og ég hef i raun aldrei haft af þeim ánægju.” ,,Ég verð að boxa vegna álitsins. Það er eina ástæðan. Ég verð að bera af i þessari ruddalegu íþrótt — til að allir geti heyrt skoðanir mínar, skilurðu?” „Við lifum í heimi, sem er þannig gerður, að ef þú ert óþekktur, átt ekki peninga, hefur engin völd — þá vill enginn þekkja þig. Ég er boðberi guðstrúar, frelsis og vil vinna skoðunum minum fylgi, en áður en ég færi svörtum bræðrum minum og systrum boðskap minn, þá verð ég að hafa áhrif. Nú hef ég áhrif og þau hlusta. ” „Ég er að kenna svertingjum að bera virðingu fyrir sjálfum sér. Svartir bræður mínir verða að sýna konum fyllstu virðingu. Ef maður gætir ekki akra sinna, þá fær hann ekki góða uppskeru — sama gildir um konur. Og svartar systur minar — sérstaklega þær sem hafa hrasað, gleðikonurnar — ég segi við þær: enginn virðir ykkur, ef þið gerið það ekki sjálfar.” Ég stöðva hann i miðri prédik- uninni. Hvað konur snertir hefur hinn mikli meistari átt i brösum. Fyrsta kona hans hét Sonji (þau giftust 1964, eða sama árið og hann varð fyrst heimsmeistari) og hún yfirgaf Ali eftir árs sambúð. Hann kallaði hana miður fögrum orðum í áheyrn fjölda fólks og sagði m.a„ að hún klæddist kjól," sem gleddi augu andskotans”, og til að kóróna orð sín gerði hann tilraun til að rífa hana úr kjólnum! Belinda varð önnur eiginkona Alis, og hún yfirgaf meistarann í febrúar í fyrra ásamt fjórum börn- um þeirra. Og hvað gleðikonur áhrærir — missti hann ekki svein- dóm sinn hjá gleðikonu, er hann var 16 ára? Augu Ali blossa af reiði, og hann virðist allur stækka í sætinu. Hnúarnir á hnefunum hvitna. „Allir eiga sér markmið í lífinu, læknar jafnt sem gleðikonur,” segir hann ógnandi röddu. „Gleðikonur eru ekki syndugar, þær hafa verið meðal okkar frá dögum Jesús. Ef þú endilega vilt vita það, þá get ég sagt þér, að ég hefði orðið vitstola, þegar fyrri konan mín yfirgaf mig, ef ég hefði ekki getað leitað til gleði- kvenna. Ég var ástfanginn, og ég bar virðingu fyrir konu í eitt ár — var henni trúr, en þegar hún fór frá mér, þá hafði ég ekki tima eða geð í mér að leita á vit annarrar konu. Það voru gleðikonur, sem héldu mér ánægðum, þar til hugur minn róaðist. Við eigum öll eitthvert markmið í þessu lifi... ” Það er löng þögn. Auðsjáanlega hefur hann engar áhyggjur af því að 12 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.