Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 18

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 18
Jeppar '77 Chevy Blazer fœr nýtt grill og tvo nýja Bti. Ford Bronco er ekki breyttur afl útliti, en keraur mefl 14 gallona plast bensíntank og electroniska kveikju. Dodge sendiferðabillinn er fáan- legur með fjórhjóladrifi. Quadravan sér um þœr breytingar, en þá er Dodge sendiferðabíllinn kominn i sömu deild og hinir svokölluðu jeppar. Dodge Ramcharger fœr líka nýtt griU og ný stöðuljós. Dodgeinn kemur líka til með að fást i tveim litum. CJ—5 jeppinn verður nú útbúinn diskabremsum að framan og fáan- legur með powerbremsum. Mögu- leiki er Uka á breiflari felgum og dekkjum, en þá er hann útbúinn sterkari öxlum. Jeppar, eða þau farartæki, sem oftast eru einu nafni nefnd jeppar hér á landi, eru stór hluti af bílakosti landsmanna,, og þarf það ekki að vera neitt undrunarefni. Snjóþungir vetur og tröllavegir landsbyggðarinnar eiga sinn stóra þátt í því, og það fer heldur ekki á miUi mála, hvaða bílstjórar eru ánægðastir með sig, þegar snjóar í þéttbýlinu við Faxaflóann. Okkar víðáttumikla og hrjóstuga hálendi býður upp á skemmtiiegar öræfa- ferðir, sem verða helst ekki famar öðru vísi en á jeppum eða fjaUa- trukkum. Það er því engin furða, þótt jeppar séu vinsælir hér á landi. Alltaf er spennandi að fylgjast með breytingum hinna ýmsu bíla- tegunda frá einu ári til annars, og jepparnir taka aUtaf einhverjum breytingum eins og aðrir bUar. Það kemur þó í ljós, þegar forvitnast er um árgerð ’77 af hinum ýmsu jeppategundum, að í þetta sinn er um - sáralitlar breytingar frá síðasta ári að ræða. Við ætlum að líta á helstu breytingamar, sem verða á algengustu jeppategund- unum, sem fluttar em inn hingað frá Bandaríkjunum, en langflestar jeppategundir á íslenskum markaði eraþaðan. Á f leygiferð UMSJÖN: ÁRNI BJARNASON

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.