Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 6

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 6
í þetta sinn varð fyrir valinu Lúðvík Jósepsson, sem er óumdeilanlega í hópi þeirra, sem oftast skreyta síður dagblaðanna. Colin Porter var ekki í vandræðum með að ,,dressa" hann upp, og við erum innilega sammála öllum hans tillögum. Að vísu hefði ,,fiskismókingurinn" kannski átt enn- þá betur við, meðan Lúðvík var sjávar- útvegsmálaráðherra og stóó í viðræð- um út af blessaðri landhelginni. Lafði Tweedsmuir hefði áreiðanlega kunnað að meta slíkan klæðnað. Svo vonum við bara, að Lúðvík og lesendur hafi jafn gaman af tiltækinu eins og Vikan og Colin Porter. Nýjar loftþéttar umbúðir KAFFIÐ fráBrasilíu Þessi gráu jakkaföt eru svo sem ekki ólík þeim fatnaði, sem flestir stjórnmálamenn klæðast oftast. En Colin Porter sér um, að þau séu sniðin samkvæmt nýjustu tísku. Ætli Lúðvlk kynni nú ekki einna best viö þennan fatnað, sem Colin stingur upp á til heimabrúks. Flannelsbuxur, bómu/larskyrta og u/larpeysa. Denimfatnaður er mikið í tísku um þessar mundir, og því skyldu stjórnmálamennirnir ekki reyna að tol/a í tískunni? Gaman aö sjá þá þannig klædda á þingfundum til dæmis. 6 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.