Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 21
heiðurs. „Já, settu slœðuna á þig,”
sagði Jo i skipunartón.
„Núna?”
,,Já, núna og púðraðu þig í
framan þannig að þú virðist dálitið
föl. En slepptu varalitnum.”
„Eigum við að fara og skilja
David eftir?”
„Já, við verðum að fara. Ludvik,
Milan og Jan sitja ekki inni á
einhverju hótelherbergi að bíða þess
að veðurútlitið skóni. Irina, þú
verður að trúa mér. Þetta er eina
leiðin til þess...”
„Ég œtla ekki að fara,” sagði
Irina ákveðin. „Far þú. Ég verð
kyrr.”
Jo settist á rúmið. „Mér líður
ekki of vel.”
Svipurinn á andliti Irinu breytt-
ist. Hann var ekki lengur fjandsam-
legur. „Hvíldu þig þó Jo. Leggstu
fyrir smástund.”
„Ég get það ekki og það sama
gildir um þig. Við verðum að flýta
okkur.”
Irina heyrði að rödd hennar var
að gefa sig og Jo var náföl í framan.
„En ég vil bíða þangað til David
kemur,” sagði hún vingjarnlega.
Jo dró djúpt andann. „Þú ert
jafn þvermóðsk og faðir þinn. En
hann kann þó að hlusta á rök
annarra.”
„Hefurðu hitt föður minn?”
„Jó, í London. Ég var í heimsókn
hjó frœnda mínum, þegar faðir þinn
flýði frá Prag. Ég var með honum
þegar þeir höfðu næstum myrt
hann.”
„Myrt?”
„Ég segi þér nánar frá þessu í
bílnum. Við munum hafa nægan
tima til þess að rabba saman
þangað til David nær okkur.” Jo
stóð upp og sótti yfirhöfnina sína.
Guði sé lof, Dave ætlaði að slóst í
för með þeim. Vegurinn sem lá í
vesturátt hafði svo sem litið nógu
vel út á kortinu þangað til hann
beygði í norður í áttina að Sviss.
„Við munum bíða hans hjá St.
Mary. Það eru aðeins þrjátíu mílur
þangað.” Irina hreyfði sig ekki.
„Ertu að koma?”
Irina hristi höfuðið. „Ég ætla að
bíða eftir David hérna.”
„Og láta myrða hann eins og
Josef og Alois Pokomy?”
Irina glennti upp augun. Nú er ég
einum of harðbrjósta, hugsaði Jo,
en ég hef engin önnur ráð. „Eða þú
hefur kannski ekki tekið eftir því að
hver og einn, sem hefur eytt
dálitlum tíma með þér, lendir í
hrapalegu slysi? Hver er ástæðan?
Þú ættir að spyrja Jiri. Hann er að
sjóða saman lygasögu varðandi
flótta þinn, en á erfitt með að gefa
haldgóðar skýringar á henni. „Jo
þagnaði andartak. „Settu nú á þig
slæðuna og farðu í kápuna mina. Ég
fer í þína kápu. Lítilsháttar rugling-
ur sakar ekki.”
„Hvaða lygasögur?” spurði Ir-
ina, en setti á sig slæðuna og fór í
regnkápuna.
Hnúturinn í maga Jo leystist.
Hún hafði unnið omstuna. „Komdu
nú. Við skulum hraða okkur. Ég
skýri þetta allt saman nónar fyrir
þér á eftir.” En Irina gerði sig ekki
liklega til þess að fara. Hún leit
framan í Jo og augu hennar vom
spyrjandi. „Dagblöðin í dag birta
frétt frá Prag þess efnis að þér hafi
verið rænt og það í pólitisku
augneumiði,” sagði Jo.
Irina stóð grafkyrr. „Rænt?”
„Þetta er útgáfa Jiris á sögunni.
En Krieger átti svo sem von á svona
brellum. Hafðu þvi engar áhyggjur.
Þér er alveg óhætt að treysta
Kriger. Hann mun finna einhver...”
„Treysta Krieger?” sagði Irina
bitur. „Var það ekki hann sem lagði
á ráðin varðandi þetta?” Hún benti
á tösku Davids, sem Jo ætlaði að
fara að bera ofan stigann ásamt
pokanum með matnum í. Andartak
var eins og Irina ætlaði að klæða sig
úr regnkápunni.
Jo gat nú ekki lengur haft
taumhald á reiði sinni. „Krieger”,
ætlar að vera hér í Merano eins
lengi og hann getur. Við hverja
mínútu sem okkur seinkar eykst
hættan. Sannleikurinn er só, kæra
Irina, að hugsast getur að hann
verði myrtur vegna þess að hann er
að reyna að hjálpa þér. Hættu þvi
þessum bamaskap. Ef þú vilt
endilega hata einhvem, skaltu hata
Ludvik og hans menn. Það vom
þeir sem myrtu Alois. Kriger er
vitnið og framburður hans getur
orðið til þess, að þeir verði hengd-
ir.” Er hún hafði mtt þessu út úr
sér opnaði hún dymar. Hún leit
óþolinmóð aftur fyrir sig og sá hvar
Irina var enn að fálma við regnkáp-
una. Hún var þó ekki að fara úr
henni. Hún hafði tekið tvær litlar
minnisbækur úr handtösku sinni og
var að koma þeim fyrir í djúpum
innrivasa.
Irina lokaði handtöskunni. „Hún
var of úttroðin,” sagði hún. „Auk
þess hefði einhver getað stolið
henni.” Hún leit niður fyrir sig á
regnkápuna.
„Þetta sést ekkert,” fullvissaði
Jo hana um. Þetta er einkennileg
kona. Hvað skyldi hún hafa verið að
tela? Að hún skyldi hafa áhyggjur
af töskuþjófum núna eins og á stóð?
Sn hún hafði allvega tekið ákúm Jo
el, Jo leið þess vegna betur núna.
. egar allt kemur til alls þá höfðu
I'.ær báðar haft þörf fyrir sennu. Nú
hafði andrúmsloftið verið hreinsað.
Ég skal sjá um að skýra þetta
■yrir Frú hver það nú er og syni
. ennar,” sagði hún við Irinu er þær
gi.'gur ofan stigann. „Við verðum
þa ekki tvísaga.”
Þegar þær vom komnar niður í
forstofu, heyrðist mikil sprengirg
og rúðuni£u- titmðu. Það munaði
engu að Jo hrasaði í siðasta
stigaþrepinu og Irina hrökk i kút.
Þær litu hvor ó aðra, en héldu síðan
áfram. Frú Hatmann var hvergi
sjáanleg. „Hún hefur sjálfsagt
lokað sig inni í klæðaskóp,” sagði
Jo. „Móðir min gerir það alltaf
þegar hún heyrir þmmur.”
„Em þær hér nálægt?”
„Of nálægt.”
Framhald (næsta blafii.
6ISSUR
GULLRA55
B/lL KAVANAGH c.
FŒANK FLBTCUER
47. TBL. VIKAN 21