Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 36

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 36
Hringbraut 121 Sími 2 86 01 var svarað. — Eða það slítur sam- bandinu, og það er ekki skemmti- legt. Á kvöldin sat hún oft i fangi hans, og þau töluðu saman, og hún hallaði höfði sínu að mjúku hári hans. — Þetta er ekkert fyrir þig, sagði hann við hana einn daginn og horfði á gamia baðkerið og hallandi gólfið. — Þú ættir að vera á vesturströnd- inni, þar átt þú heima. — Vitleysa! Ég kann vel við mig hérna. Það herptist saman eitthvað fyrir brjóstinu. Var hún orðin of nærgöngul? — Ég veit, að þú kannt vel við þig, en þér er annað ætlað. — Ég flyt bara með þér. — Ég á heima hér. — Mundir þú ekki sakna mín? — Auðvitað. Hún tók eftir þvi að hann sagði ekki einfaldlega bara: Jú. En hún þorði ekki að spyrja meira i það skipti. Hann áttí það til að segja nákvæmlega það sem hann meinti. I maíbyrjun fór Mickey að líta í kringum sig eftir annarri vinnu. Hann hafði ákveðið að eiga spariféð og reyna að fá vinnu hjá kvik- myndagerðarfyrirtæki. Siðan yrði hann að byggja upp smátt og smátt. Ingrid var ekki viss um, að hann veldi réttu leiðina. En þetta voru hans peningar, og hún gat varla talið hann á að taka áhættu. Hann las blöðin frá orði til orðs í leit að vinnu, sem myndi hæfa honum, en það var ekki um margt að velja. Venjulega endaði hann með þvi að kasta blaðabunkanum frá sér og liggja áfram í rúminu glápandi upp i loftið. Ingrid leit á hann út undan sér frá bókinni, sem hún var að lesa. Helst langaði hana til að halda honum þétt að sér, en hún vissi, að slíkt myndi aðeins áreita hann. f júni hætti Lára við vikublaðið og flutti heim. Ingrid hjálpaði henni að pakka niður og fór heim með henni til að vera þar í eina viku. Það var gott að komast burtu um tíma — sjá Mickey í öðru ljósi. Þegar hún kom til baka, sagði Mickey að hann teldi, að þau ættu að slíta sambandinu. Hann var búinn að fá vinnu sem aðstoðarleik- stjóri i litlu leikhúsi. — Ég verð að vera til staðar á hverju kvöldi, svo að við mundum ekki sjá hvort annað að ráði. Auk þess verð ég að einbeita mér að vinnunni, annars kemst ég ekkert áfram. Það hefur ekki gengið svo vel upp á síðkastið... — Ég gerði mér grein fyrir þvi. — Ég held, að það komi niður á þér líka. Ingrid fannst hún lítilsvirt, en þrátt fyrir leiðar tilfinningar reyndi hún að virkja allt, sem hún átti af sjálfstjórn og bjartsýni. Þau sátu við eldhúsborðið hjá honum og töluðu saman i þrjá tíma, og allan tímann malaði sama hugsunin í höfðinu á henni: Munt þú ekki sakna mín? En hún spurði hann ekki. í staðinn talaði hún um, að hún þyrfti líka meiri tíma til að sinna vinnunni, og að það skipti engu máli, þó þau sæust sjaldan. Hann hlyti þó að fá matartíma? Að lokum sagði hann, að þau gætu hist við og við. Ingrid var nú ein í íbúðinni og naut þess, ekki síst á morgnana. En á kvöldin þjáðist hún af ein- manaleik. Hún sat bara og starði út um gluggann, meðan hún braut heilann um, hvernig þetta myndi enda. Hún gat ekki hugsað sér að búa ein á þennan hátt, en hún vissi engin ráð til að komast frá þessu lífsformi. 1 ágúst spurði Mickey, hvort hún vildi koma með sér í útilegu yfir helgi. Fyrripart laugardagsins hitt- ust þau í vöruhúsi til að kaupa tjald. Þau fóru heim í ibúðina hans Mickeys og settu það upp i stofunni Birtan inni í tjaldinu var gulleit og i þau sátu þar smá stund og röbbuðu saman. Svo dró hann hana að sér og kyssti hana. Hann hafði leikið tennis allt sumarið og var sólbrúnn. Hann hélt fast utan um hana, og hún hélt ekki aftur af honum. Ef til vill myndi þetta leiða þau saman aftur á ný. Eitt kvöld í september kom Mickey heim til hennar til að borða kvöldverð, — og hann hafði rakað af sér skeggið. Efrivörin var s »> skrítin og ber, henni fannst þ\ð minna á sár. — Hvers vegna rakaðir þú þig? — Mér fannst ég asnalegur með skegg. Ég er of kringluleitur til að vera með skegg. 1 næstu viku fannst Ingrid hún aftur slegin út af laginu. Leikrit- ið sem Mickey stjórnaði sló í gegn, en hann kunni ekki vel við sig í vinnunni. Hann hafði ekki fundið það rétta. Ennþá hlustaði hann á það, sem hún hafði að segja, en hann spurði hana einskis. Þegar Ingrid var ein í íbúðinni, sat hún með höfuðið í höndum sér og hugsaði. Hvað myndi hún gera, þegar höggið íélli, að þvi hlaut að koma. Svona gat þetta ekki gengið, en hvernig átti hún að halda það út, þegar hann segði henni upp? Hún hafði ekki fundið svar við spurningum sinum. Dag einn kom hún auga á hann hinum megin á götunni. Mickey kallaði og veifaði til hennar. Þau fóru upp i ibúðina hennar. Hann þáði ekkert að drekka og meðan hún var að opna flösku fyrir sig, laust því niður i huga hennar: Nú kemur það... — Ég get þetta ekki lengur, sagði hann. Jafnvel þó hún talaði af meira öryggi en áður, af því að hún reiknaði með að hafa yfirhöndina, tókst henni það ekki. Nú var hann ákveðinn. Hann gat ekki verið neinum háður tilfinninga- lega, meðan hann væri að leita sér að vinnu, sem hann gæti sætt sig við. Hann þjónaði tveimur herrum, og það gat ekki haldið áfram. I þetta skipti töluðu þau lika saman allt kvöldið, þvi hún gat ekki skilið ástæðuna. Hann vildi vera einn, sagði hann, þarfnaðist ekki hjálpar eða uppörvunar. Hana grunaði, að hann hefði aðrar ástæður, en vildi ekki segja þær. Hann sagði ekkert um það, að hann værði orðinn leiður á henni, og það var engin ástæða til að spyrja, hvort hann myndi ekki sakna hennar. Eftir nokkra tíma höfðu þau ekki meira að segja hvort við annað og sátu hljóð. Þau hefðu rétt eins getað verið hvort á sínum hnetti. Hún strauk honum varlega yfir hárið. Hann var farinn að fá kollvik. — Ég skal passa, að þú verðir ekki sköllóttur, sagði hún. Hann brosti og leit undan. Svo fór hann. Þegar hurðin lok- aðist að baki hans, leið Ingrid eins og hún ætlaði að kafna, hún gat ekki andað reglubundið. Hún fór út að glugganum til að sjá hann fara hjá, en þó hún stæði i tuttugu minútur við gluggann sá hún hann ekki. Það var orðið framorðið. Hún fór og háttaði. Varð að reyna að sofna, en lá bara stíf í myrkrinu með galopin augu. Hana verkjaði í höfuðið, hendurnar og^hafði verk fyrir brjóstinu. 36 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.