Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 37
Hadda fer í búðir Hvar var hann núna? Hvað hugsaði hann um? Gæti hann verið án hennar? Hún elskaði hann! Tárin brutust fram, sölt, og henni létti við að gráta. Mickey, ó Mickey. Honum gat ekki verið alvara. Það var heimsku- legt að kasta frá sér hamingjunni, þegar maður var búinn að höndla hana. Nei — nei — hún kreppti hnefana, settist upp i rúminu og fór svo fram úr. Hún gekk fram og aftur, hlustaði, hitaði sér te — gekk út að glugganum. Og — hjartað stöðvaðist næstum! Kunnugleg mannvera — þarna undir stóra linditrénu. Tværstundir síðan hann fór héðan, hugsaði hún, og svo stóð hann þarna. Eftir hverju beið hann? Að hún kæmi hlaupandi á eftir honum, kallaði á hann og bæði hann að koma aftur? Stóð hann þarna af því að hann var ekki viss um sig? Aumingja Mickey — Hún lagði sig aftur. Henni fannst hún vera sá sterki. Hún hafði aldrei efast um að hún elskaði, hún hafði aldrei efast um hæfileika sína til að elska. ★ Jens Guðjónsson gullsmiður, Laugavegi 60, er löngu lands- þekktur fyrir hina sérkennilegu silfurskartgripi sína. Hitt vita ef til vill færri að Jens smíðar einnig skartgripi úr gulli og prýðir þá gjarnan með íslensk- um náttúrusteinum. Hringurinn til vinstri á myndinni er þó með innfluttri svartri perlu og kostar kr. 24.000 en sá til hægri kostar kr. 20.500. Ungt folk nú til dags eyðir miklu fe i hljómplötur og ver vafalaust meiri tíma til að hlusta á tónlist en gengur og gerist með eldra fólk. Er því nauðsynlegt hverju heimili að eiga góð plötuhylki fyrir plöturnar svo þær varðveit- ist betur. Minna hylkið kostar kr. 3.670 en hið stærra kr. 4.885 í versluninni Rafeindatæki í Glæsibæ. Vf V." Þetta sófaborð er norskt, úr formspenntu brenni. Borðið er með reyklitaðri glerplötu, sem gefur því afar fínlegan og hlýjan svip. Einnig er hægt að fá samskonar borð, með dökkum fæti. Slíktborð, með ferkantaðri plötu, kostar kr. 27.000 en hringlaga borðið kostar kr. 38.500. Borðin fást í JL-húsinu við Hringbraut. Lampinn t.v. kostar með hlíf kr. 12.730 en sá t.h. kr. 11.220. í Heimaey, Miðbæjarmarkaðnum, I Glæsibæ er Snyrtivöruverslun SS. Þar tróna í efstu hillu þessar fallegu snyrtitöskur úr flaueli. Töskurnar fást í mörgum stærð- um og með margvíslegu mynstri. Stærsta taskan á myndinni er með haldi úr plasti og smellt að ofan eins og sjá má, og kostar kr. 4.900. Taskan í miðið er með rennilás og kostar hún kr. 3.300, en sú minnsta kr. 3.400. COPCO er danskt fyrirtæki, þekkt fyrir framleiðslu sina á ýmsum eldhúsáhöldum úr potti (stöbejern). I Kúnígúnd, Hafn- arstræti 11, fást þessar grill- pönnur, sem margir taka fram- yfir svonefnd minútugrill, enda mikið ódýrari. Stóra pannan kostar kr. 5.790 en sú minni kr. 3.850. GJAFRJÖRUR cáp í WtVAU Mikið úrval af lituðum Bæheims kristal TÉKK* ■•KISMII. Laugaveg 15 sími 14320 47. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.