Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 30

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 30
af ótta við að missa af lestri, heldur hlustuðu gapandi á þessar spenn- andi framhaidssögur. En Tularecito hélt áfram við sínar vönduðu teikningar, leit aðeins endrum og eins til kennslukonunnar og reyndi að skilja, hvernig þessar gömlu frásagnir af athöfnum ókunnra manna gœtu verið áhuga- verðar fyrir þau. Fyrir honum voru þetta frásagnir af raunverulegum atburðum — annars hefði það aldrei verið skrifað. Sögumar voru eins og lexiumar, Tularecito hlustaði ekki eftir þeim. Eftir nokkum tíma fannst kennslukonunni sem hún hefði gert fullmikið fyrir eldri börnin. Sjálf var hún gefin fyrir œfintýri, hugsaði sér gjaman heilar þjóðir, sem trúðu á álfa og sáu þá þess vegna. I kunningjahópi sagði hún oft, ,,að nokkuð af andlegri fátækt Ameríku stafaði af þvermóðskulegum skorti á trú manna á álfa og æfintýaver- ur.” Um skeiö helgaði hún daglegan upplestrarhálftímann álfasögum. Nú varð breyting á Tularecito. Smásaman, meðan kennslukonan las um álfa, nissa, dísir, jólasveina og umskiptinga, varð hann gripinn áhuga og blýanturinn lá aðgerðar- laus i lófa hans. Svo las hún um dverga í steinum og jörðu, líf þeirra og siðvenjur, og hann sleppti blýantinum alveg og hallaði sér fram yfir borðið og hlustaði af áfergju. Eftir skólatíma gekk ungfrú Morgan hálfa mílu til búgarðsins, þar sem hún hélt. til. Hún naut þess að labba þetta ein, tína blóm og kasta steinum inn i mnnana til láta fuglana fljúga upp. Einn síðdag klifraði hún hátt upp eftir kalkkletti til að rissa upphafs- stafi sina á sléttan krítarvegginn. Á leiðinni upp reif hún fingur á þymi, og i stað upphafsstafa lét hún eftir sig þessi orð: „Hingað kom ég og skildi eftir þetta af sjálfri mér,” og þrýsti blæðandi fingrinum á þerr- andi kalkið. Síðdegið, þegar hún hafði lesið um dvergana og var á leiðinni heim, sá hún grasið við veginn hreyfast, og síðan birtist ljótt höfuðið ó Tularecito. ,,ö, þú gerðir mig hrædda,” hrópaði ungfrú Morgan. ,,Þú ættir ekki að spretta upp svona óvænt.” Tularecito brosti ánalega og dust- aði hattinn sinn við lærið á sér. Skyndilega fann kennslukonan til ofsahræðslu. Vegurinn var auður — hún hafði lesið frásagnir um hálf- vita. Með miklum erfiðismunum tókst henni að stilla skjáiftann í röddinni. „Hvað — hvað viltu?” Tularecito brosti breiðar og dust- aði hattinn fastar. „Lástu bara þarna, eða vantar þig eitthvað?” Drengurinn barðist við að segja eitthvað, en gafst upp og hélt áfram sínu ánalega brosi. „Jæja, ef þig vantar ekkert, ætla ég að halda áfram.” Henni var raunar skapi næst að flýja. Tularecito reyndi á ný. „Um þetta fólk.” vom furðu lostnir, því þeir höfðu vanist öldmðum piparkerlingum, súmm á svip og fótafúnum. Ungfrú Morgan hafði yndi af að kenna, og hún gerði skólann að skemmtilegum stað, þar sem margt óvænt bar við. Frá því fyrsta hafði kennslukon- an afar mikinn áhuga ó Tularecito. Hún vissi allt um hann, hafði lesið bækur og sótt námskeið um slik afbrigðileg börn. Hún þurrkaði ekki út myndir hans, heldur keypti fyrir eigin peninga teiknihefti og mjúkan blýant handa honum. Eftir það ómakaði hann sig ekki á að stafa. Allan daginn sat hann yfir teikning- um sínum, og á kvöldin gaf hann henni mynd eða mótað dýr í sandstein. Hún nældi myndirnar á vegginn fyrir ofan töfluna. Nemendumir tóku nýbreytni kennslukonunnar með miklum fögnuðu. Kennslustundirnar urðu tilhlökkunarefni, og jafnvel strók- amir, sem höfðu unnið sér öfunds- vert orð fyrir prakkaraskap við kennarana, misstu næstum áhuga fyrir að brenna skólahúsið til kaldra kola. Ungfrú Morgan kom með ný- lundu, sem gerði hana ástsæla af nemendunum. Á hverjum degi las hún fyrir þá í hálfa klukkustund. Hún las sögur eins og ívar Hlújárn, veiðisögur, fiskisögur, Sæúlfinn og Kall náttúmnnar eftir Jack London, ekki barnasögur eins og Rauðhettu og Litlu gulu hænuna. Ungfrú Morgan las vel. Jafnvel elstu prakkaramir hættu að skrópa Bjóöum alls konar mannfagnaö velkominn. Vistleg salarkynni fyrir stór og smá samkvæmi. Veisluföng og veitingar aö yöar ósk. Hafiö samband tímanlega. HÓTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 „Hvaða fólk?” spurði hún skræk- róma. „Um hvaða fólk?” „Um þetta fólk í bókinni.” Ungfrú Morgan hló af miklum létti. „Þú ótt við — átt við dvergana?” Tularecito kinkaði kolh. „Hvað langar þig að vita um það?” „Ég hef aldrei séð neitt af því,” sagði Tularecito. Rödd hans hvorki steig né féll, en hélt áfram á sömu, lágu nótum. „Nú, fótt fólk sér þá, held ég.” „En ég veit af þeim.” Kennslukonan leit á hann for- vitnisaugum. „Þú gerir það? Hver sagði þér frá þeim?” „Enginn.” „Þú hefur aldrei séð þó, og enginn hefur sagt þér frá þeim? Hvemig geturðu þá vitað um þá?” „Ég veit það bara. Hef heyrt til þeirra, kannski. Ég kannaðist strax við þá í bókinni.” Ungfrú Morgan hugsaði: Hvers vegna skyldi ég neita tilvem dverga frammi fyrir þessu undarlega, ófull- gerða bami? Mundi lif hans ekki verða fyllra og rikara, ef hann tryði á þó? Og hvaða skaða gæti það gert? „Hefurðu nokkurntíma svipast um eftir þeim?” spurði hún. „Nei, ég hef aldrei gáð, ég vissi bara um þá. En nú ætla ég að gera það.” Ungfrú Morgan var upp með sér af þessu trúnaðartrausti. Hér var hugur að skrifa á, klettur að móta í. Hún gæti mótað fagra mynd, langtum raunvemlegri en þær, sem sagt er frá á bókum. „Hvar ætlarðu að gó?” spurði hún. „Ég ætla að grafa holur,” sagði Tularecito blátt áfram. „En dvergarnir koma aðeins fram að næturlagi, Tularecito. Þú verður að sitja um þá að næturlagi. Og þú verður að koma og segja mér, ef þú finnur nokkra. Ætlarðu að gera það?” „Ég kem,” lofaði hann. Hún skildi við hann, og hann starði á eftir henni. Alla leiðina heim sá hún hann fyrir sér leitandi að nóttu. Myndin veitti henni ánægju. Hann kynni jafnvel að finna dvegana, gæti lifað með þeim og talaði við þá. Með nokkmm ísmeygilegum orðum hafði henni tekist að gera líf hans óraunvemlegt og mjög svo dásamlegt, aðskilið frá heimskulegu lífinu umh'/erfis hann. Hún öfundaði hann innilega af leitinni. Um kvöldið fór Tularecito í jakka og tók sér skóflu í hönd. Pancho gamli mætti honum, þegar hann fór út úr áhaldaskúrnum. „Hvert ætl- arðu, Litli froskur?” spurði hann. Tularecito tvísté óþolinmóður yfir þessari töf. „Ég fer út í myrkrið. Er það nokkuð nýtt?” „En af hverju ferðu með skófl- una? Á kannski að grafa gull?” Svipur drengsins varð harður vegnaalvöm ætlunarverksins. „Ég fer til að grafa eftir litla fólkinum sem lifir í jörðinni.” Nú varð Poncho gripinn skelf- 30 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.