Vikan


Vikan - 13.01.1977, Page 4

Vikan - 13.01.1977, Page 4
Milljarður a milljarð ofan Paul Getty græddi milljarða á olíu og varð mjög auðugur maður, ei aðaláhugamál hans var listaverkasöfnun og listdýrkun. Hann var einn auðugasti maður heims. Fyrstu milljónina eignaðist hann árið 1914, þegar hann var aðeins 22 ára gamall. Eftir það græddi hann stöðugt á tá og fingri og það var eins og allt yrði að peningum í höndunum á honum. Bemskudraumur hans rættist þó ekki fyrr en 60 árum síðar, eða tveimur árum áður en hann dó. í Malibu, fínasta úthverfi Los Angel- es lét hann reisa sér hina vegleg- ustu höll, þar sem hann safnaði saman dásamlegum listaverkum frá nítjándu öld. Paul Getty var ákafur fegurðar- dýrkandi. Þegar á skólaárum sinum í Oxford, eyddi hann löngum stund- um á listasöfnum og skoðaði þar listmuni. Ekki leið þó á löngu, áður en hann varð að kasta sér út í atvinnulífið og til að byrja með vann hann á vegum föður síns, sem þá var farinn að versla með olíu og sendi hann Paul til Oklahoma í Bandaríkjunum. Þar lifði Paul við fremur bág kjör, vann eins og húð- arjálkur og rakaði saman olíugróða. Hin stórkostlega höll, sem Getty lét reisa í Malibu. Höllin, ásamt hinum fö8rU[ Aðalinngangurinn í höllina. Marm- arinn í gólfínu var fluttur frá ltaliu. Ömetanleg forn stytta

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.