Vikan


Vikan - 07.04.1977, Blaðsíða 10

Vikan - 07.04.1977, Blaðsíða 10
PÓSTlJIUiW Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Við erum áskrifendur að Vikunni, og ég les alltaf Póstinn og stjörnuspána. En ég segi nú alltaf meininguna, og ég verð að segja, að mér finnst þú stundum einum of tíkarlegur og útúrsnúinn, þegar þú svarar spurningunum. — En hvað með það, ég skrifaði ekki til að segja álit mitt á þér, heldur út af spurningu frá 7458-2818 í Póstinum um daginn. Ég veit um pennavinaklúbb í Finnlandi, ef 7458-2818 er ekki búinn að missa áhugann: International Youth Service, SF - 20101 TURKU 10 FINLAND. Jæja, mig langar að spyrja í lokin, hvernig krabbi (stelpa) og steingeit (strákur) passa saman. Bið að heilsa, 8004-4321 Pósturinn þakkar þér fyrir upp- lýsingarnar og gagnrýnina, það er alltaf gott að heyra eitthvað frá lesendum, hvort he/dur það er gott eða slæmt. Um samband krabbastelpu og steingeitarstráks segir svo í Stjörnuspá ástarinnar: Hann getur verið akkerið, sem þú þarfnast. Vertu bara ekki of grátgjörn og skapbráð. HEIMAVISTARSKÖLI, ÖR OFL. Kæri Póstur! Ég ætla að biðja þig að svara nokkrum spurningum, sem mér liggja þungt á hjarta. Veist þú nokkuð, hvað kostar fyrir einn nemanda á heimavistarskóla, eins og t.d. að Skógum í einn vetur? Komast allir að sem vilja? Gróa ör eftir unglingabólur nokkurn tíma? Jafnar húðin sig til fulls? Verkar pillan ekki, ef maður tekur ekki rétta pillu á réttum degi? Svo kemur þetta sama: Hvernig er skriftin? Og stafsetningin? Ég veit sjálf, hvað ég er gömul, en hvað heldur þú? Hvaða merki fara best við hrútinn (kvk) og vatnsberann (kvk)? Og kær kveðja til Helgu ruslafötu, ef ég skyldi vera svo óheppin, að bréfið lenti í henni. Og spældu mig nú ekki á því að segja, að ég sé yngri en ég er. Birtu þetta bréf, elsku Póstur, eða að minnsta kosti svar við því, vegna þess aö mér bráöliggur á svari. Með fyrirfram þökk. J.S. Pósturinn hefur engar áreiðan- legar tölur yfir kostnað við vist á heimavistarskólum, enda er hann að sjálfsögðu mismunandi eftir verðlagi hverju sinni, og tel ég þvl best fyrir þig að snúa þér beint ti/ viðkomandi skóla. Það er mjög mismunandi, hvort ör eftir ungl- ingabólur gróa. Ef þau gera það ekki og húðin er mjög slæm, er viðkomandi ráð/agt að /eita ti/ húðlæknis, og þar getur hann fengið tilvísun til lækna, sem framkvæma aðgerðir til að láta þessi ör hverfa. Pillan verkar ekki rétt, ef hún er ekki tekin dagtega, a.m.k. mega ekki líða meira en 36 stundir frá þvi síðasta pilla var tekin, uns sú næsta er tekin. Skriftin er áferðarfalleg og staf- setningin mjög góö, en þú átt að skrifa ,,óheppin" en ekki óhepp- inn, þar sem þú ert kvenkyns. Þú ert svona 15 ára. Ljónið passar best við hrútinn og tvíburarnir við vatnsbcrann. ÓSKÖP SAKLAUSAR SPURN- INGAR. Komdu sæll kæri (kæra) Póstur! Mig langar aö forvitnast um svolítið, og ég vona, að þú getir hjálpað mér. Ég er samt ekki neitt yfir mig ástfanginn eða með of miklar bólur, eða neitt því um líkt. Þetta er bara saklaus forvitni. Þá er best, að ég vindi mér í spurningarnar, og því miöur verð ég að hafa þær númeraðar, því öðruvísi kemst ég ekki að spurningunum: 1. í september 1975 var gefin út plata með hljómsveitinni ÝR, veistu, hvað hún hefur selst í mörgum eintökum? 2. Á hvaða hljóðfæri spila nýju meðlimir Haukanna? 3. Hvar búa Bítlarnir, og hvert er heimilisfang klúbbanna þeirra? 4. Hvað hafa þeir (Bítlarnir) gefið út margar breiöskífur? 10 VIKAN 14. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.