Vikan


Vikan - 07.04.1977, Qupperneq 10

Vikan - 07.04.1977, Qupperneq 10
PÓSTlJIUiW Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Við erum áskrifendur að Vikunni, og ég les alltaf Póstinn og stjörnuspána. En ég segi nú alltaf meininguna, og ég verð að segja, að mér finnst þú stundum einum of tíkarlegur og útúrsnúinn, þegar þú svarar spurningunum. — En hvað með það, ég skrifaði ekki til að segja álit mitt á þér, heldur út af spurningu frá 7458-2818 í Póstinum um daginn. Ég veit um pennavinaklúbb í Finnlandi, ef 7458-2818 er ekki búinn að missa áhugann: International Youth Service, SF - 20101 TURKU 10 FINLAND. Jæja, mig langar að spyrja í lokin, hvernig krabbi (stelpa) og steingeit (strákur) passa saman. Bið að heilsa, 8004-4321 Pósturinn þakkar þér fyrir upp- lýsingarnar og gagnrýnina, það er alltaf gott að heyra eitthvað frá lesendum, hvort he/dur það er gott eða slæmt. Um samband krabbastelpu og steingeitarstráks segir svo í Stjörnuspá ástarinnar: Hann getur verið akkerið, sem þú þarfnast. Vertu bara ekki of grátgjörn og skapbráð. HEIMAVISTARSKÖLI, ÖR OFL. Kæri Póstur! Ég ætla að biðja þig að svara nokkrum spurningum, sem mér liggja þungt á hjarta. Veist þú nokkuð, hvað kostar fyrir einn nemanda á heimavistarskóla, eins og t.d. að Skógum í einn vetur? Komast allir að sem vilja? Gróa ör eftir unglingabólur nokkurn tíma? Jafnar húðin sig til fulls? Verkar pillan ekki, ef maður tekur ekki rétta pillu á réttum degi? Svo kemur þetta sama: Hvernig er skriftin? Og stafsetningin? Ég veit sjálf, hvað ég er gömul, en hvað heldur þú? Hvaða merki fara best við hrútinn (kvk) og vatnsberann (kvk)? Og kær kveðja til Helgu ruslafötu, ef ég skyldi vera svo óheppin, að bréfið lenti í henni. Og spældu mig nú ekki á því að segja, að ég sé yngri en ég er. Birtu þetta bréf, elsku Póstur, eða að minnsta kosti svar við því, vegna þess aö mér bráöliggur á svari. Með fyrirfram þökk. J.S. Pósturinn hefur engar áreiðan- legar tölur yfir kostnað við vist á heimavistarskólum, enda er hann að sjálfsögðu mismunandi eftir verðlagi hverju sinni, og tel ég þvl best fyrir þig að snúa þér beint ti/ viðkomandi skóla. Það er mjög mismunandi, hvort ör eftir ungl- ingabólur gróa. Ef þau gera það ekki og húðin er mjög slæm, er viðkomandi ráð/agt að /eita ti/ húðlæknis, og þar getur hann fengið tilvísun til lækna, sem framkvæma aðgerðir til að láta þessi ör hverfa. Pillan verkar ekki rétt, ef hún er ekki tekin dagtega, a.m.k. mega ekki líða meira en 36 stundir frá þvi síðasta pilla var tekin, uns sú næsta er tekin. Skriftin er áferðarfalleg og staf- setningin mjög góö, en þú átt að skrifa ,,óheppin" en ekki óhepp- inn, þar sem þú ert kvenkyns. Þú ert svona 15 ára. Ljónið passar best við hrútinn og tvíburarnir við vatnsbcrann. ÓSKÖP SAKLAUSAR SPURN- INGAR. Komdu sæll kæri (kæra) Póstur! Mig langar aö forvitnast um svolítið, og ég vona, að þú getir hjálpað mér. Ég er samt ekki neitt yfir mig ástfanginn eða með of miklar bólur, eða neitt því um líkt. Þetta er bara saklaus forvitni. Þá er best, að ég vindi mér í spurningarnar, og því miöur verð ég að hafa þær númeraðar, því öðruvísi kemst ég ekki að spurningunum: 1. í september 1975 var gefin út plata með hljómsveitinni ÝR, veistu, hvað hún hefur selst í mörgum eintökum? 2. Á hvaða hljóðfæri spila nýju meðlimir Haukanna? 3. Hvar búa Bítlarnir, og hvert er heimilisfang klúbbanna þeirra? 4. Hvað hafa þeir (Bítlarnir) gefið út margar breiöskífur? 10 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.