Vikan


Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 11

Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 11
það verið af því, að ég stunda sjálfsfróun? Og er það satt, að maður geti orðið geðveikur af því að fróa sér? Ég vona, að þú svarir mér, þó ég skrifi ekki fullt nafn undir, en ég þori það ekki. 1X2 Hjátrúin er langlíf. Aö hugsa sér, að þvilík vitleysa sku/i vera enn við lýðiárið 1978, að fó/k haldi að það verðigeðbilað af þvíað fróa sér. Ef svo er vaeri, þá væri að minnsta kosti helmingur mannkyns atvar- lega geðbilaður og kannski gott betur. Nei, vina mín, það er engin hætta áþví, aðþú verðirgeðveik af þessum sökum, en það gæti auðvitað einhver heimskinginn stuðlað að því, aö þú yrðir geðveik með því að fylla þig af slíkum sögum. Og sjá/fsfróun hefur heldur ekkert með það að gera, að þú skulir ekki vera farin að hafa blæðingar. Þær hefjast mjög misjafnlega snemma hjá stú/kum, og þú getur verið róleg enn um sinn. En mér /íst ekkert á feimni þína við lækna. Læknar hafa þagnarskyldu, og enginn á að vera feiminn við að tjá sig um hvaðeina við lækni. Það getur komið manni í koll, ef maður vanrækir að hlúa að heilsunni. HANN SNÝR SÉR UNDAN Elsku Póstur! Ég vona, að þú birtir bréf mitt, og svar við því. Ég er alveg í öngum mínum. Ég er 14 ára (þú þarft sem sagt ekki að segja mér, hvað ég er gömul) og hef aldrei verið almennilega með strák. En það er einn í sama bekk og ég, en ekki sömu deild, sem ég er ofsalega hrifin af. Hann dansaði heilmikið við mig á diskóteki um daginn, og ég var alveg viss um, að hann væri líka hrifinn af mér. En nú hefur hann ekkert talað við mig og snýr sér bara undan, þegar hann sér mig. Ég held ekki, að hann sé með annarri, en ég veit ekki, hvað ég á að gera. Heldurðu, að hann sé hrifinn af mér? Ætti ég að tala við hann? Lóa. Bíddu bara róleg, Lóa mín, tíminn /eiðir allt í Ijós. Eg veit þetta er ofsalega lummulega svarað, því á þínum yndislega aldri þarf a/lt að gerast í einu. En trúðu mér, þegar þú verður orðin stór (!!!), þá hugsarðu með eftirsjá til þess, hvað þessi ár liðu fljótt. Reyndar gæti ég best trúað, að vinur þinn hefði áhuga, og kannski verður það einmitt komið í Ijós, þegar þú /est þessar Hnur. En blessuð farðu ekki geyst afstað í þessum málum og hrasaðu ekki svo illa, að þú dettir á mjóa veginum. MAMMAN OG KENNARINN Kæri Póstur! Vandamál mitt er líklega ekkert venjulegt, að minnsta kosti hef ég ekki séð neitt slíkt á þínum síðum, sem ég les alltaf. Ég á ekki í neinum vandræðum með stráka, sem ég ekki get leyst sjálf. Mín vandræði eru í sambandi við mömmu og einn kennara minn. Ég er Í7. bekk, og einn kennar- inn minn er svolítið uppstökkur og frekur að mínu áliti. Ég lenti í rifrildi við hann um daginn út af máli, og ég hafði á réttu að standa, það veit ég núna, en kennarinn þoldi náttúrlega ekki að viður- kenna það og niðurlægði mig fyrir framan bekkinn. Ég varð ferlega spæld og sagði frá þessu heima, en ætlaðist auðvitað ekki til þess, að neitt yrði gert í málinu. En heldurðu þá ekki, að mamma taki sig til og vaði upp í skóla næsta dag, án þess ég vissi, og talar þar myndarlega yfir hausamótunum á kennararæflinum. Ég get rétt ímyndað mér þær viðræður, því ég þekki mömmu gömlu, þótt mér dytti aldrei í hug, að hún færi að gera þetta. Kennarinn varð alveg trompaður og tók mig auðvitað aftur í karphúsið og er verri en nokkru sinni fyrr út í mig. Því í ósköpunum geta ekki foreldrar skilið, að svona lagað er það vitlausasta, sem þeir geta fundið upp á? Hvað finnst þér, Póstur góður? Heldurðu, að ég ætti að gera eitthvað í málinu? Eva Þú hefur fullkomlega á réttu að standa íþessu máii, sé rétt frá sagt. Í fyrsta lagi átti kennarinn vitaskuld aö vera maður til að viðurkenna, að hann hafði rangt fyrir sér, en ég vona bara, Eva mín, að þú hafir haft skynsemi til að deila við hann á kurteislegan hátt, því hafirðu verið ókurteis og dóna/ég, geturðu ve/ hafa æst hann upp í að haga sér öðru vísi en vera bar. i öðru /agi átti svo mamma þín a/ls ekki að fara á fund kennarans, og í þriðja lagi átti hann ekki aö láta það frum- hlaup hennar bitna á þér. En mér finnst rétt, að þú gerir eitthvað / málinu. Ræddu það ró/ega og skynsamlega við móður þína og gerðu henni Ijóst, að afskiptasemi af þessu tagi sé þér ekki fyrir bestu. Reyndu svo í öðru lagi að bæta samkomulagið við kennar- anna. Það geturhaftalvar/eg áhrifá námsárangur þinn, ef þér líkar ekki við kennarann, og þá á ég ekki við, að hann muni láta það bitna á þér (þó það geti vissu/ega hent sig), heldur að það muni draga úr áhuga þinum i þeirri grein, sem hann hefur með að gera. Penmivinir Mr. and Mrs. Larkins, 167 Augusta Rd., Lenah Valley, Tasmania, Australia 7008, óska eftir að komast í bréfsamband við íslenska fjölskyldu. Þau hjónin eiga fjögur börn á aldrinum 3-14 ára. Áhugamál þeirra eru m.a. frímerkjasöfnun, tónlist, listir, bókmenntir og þrjú í fjölskyldunni eru einnig í skátahreyfingu. Þau hafa einnig mikinn áhuga á ferðalögum. Sandra Lagatta, Via Botero 19, 10122 Torino, Italy, óskar eftir pennavinum á íslandi. Sandra er 15 ára og áhugamál hennar eru lestur, tónlist og ferðalög. Hún skrifar á ensku. Mrs. Margaret Kieswetter, P. O. Box 147, Eppindust. C.P., 7475 South Africa, óskar eftir penna- vinum á íslandi. Margaret er 29 ára og áhugamál hennar eru bréfa- skriftir, frímerkjasöfnun og elda- mennska. Hún skrifar á ensku. Robert Callaghan, 108 Meredith Dr., St. Cathariner, Ontario, Canada, L2M 6C7, óskar eftir pennavinum á íslandi, sem vilja skiptast á eldspýtnabréfum, eld- spýtnastokkum, frímerkjum, mynt eða póstkortum við hann. Ester Þorbergsdóttir, Langanes- vegi 24, Þor/ákshöfn, óskar eftir pennavinum á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál eru mörg. Maria O, Kare/ van Lotharingen- straat 26, Bus 14, 3000, Levven, Be/gium, óskar eftir pennavinum á íslandi. Hún hefur dvalist á íslandi í 3 vikur, og áhugamál hennar er að læra ýmis tungumál, þar á meðal islensku. Hún skrifar á ensku, en kemur sennilega til með að geta skrifað í íslensku síðar meir. Hún er 26 ára. Hrönn Jónsdóttir, Árstíg 13, 710 Seyðisfirði, óskar eftir pennavin- um á Dalvík, strákum og stelpum, á aldrinum 11-12 ára. Sjálf er hún 11 ára. Sápa og shampó í sama dropa. Doppeldusch í steypibaðið J.S. Helgason sf sími 37450 3. TBL. VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.