Vikan


Vikan - 19.01.1978, Page 15

Vikan - 19.01.1978, Page 15
 6. En kvenna? Þá sömu, að viðbættri tillitssemi. Og ég kann vel að meta kvenlega framkomu. Hvaða galla þolirðu verst í fari annarra? Óstundvísi og óáreiðanleika. Hvaða þáttur skapgerðar þinnar er ríkjandi? Iðjusemi — og óþolinmæði, ef ég kemst ekki yfir að gera allt, sem mér finnst ég verða að gera. Hver er þinn versti galli? Hver er -eftirlætis hetjá þín úr mannkyns- sögunni? Michelangelo. Hvaða persónu úr mannkynssögunni hefurðu mesta andstyggð á? Helga magra! Mér var meinilla við hann, þegar ég var /íti/l, því ég var alltaf uppnefndur Helgi magri. Hver er eftirlætis rithöfundur þinn? Ég vildi, \ gætiflogið Ég vi/ hafa allt fullkomið, en það er náttúr/ega ekki alltaf hægt. Hvaða hæfileika kysir þú helst að vera gæddur? Ég vildi óska, að ég gæti flogið. Hvaða samtíma manneskju metur þú mest? Konuna mína og börnin. Hver er eftirlætis hetja þín í samtímanum? Ég dáifólk, sem skarar fram úr, gefur meira en það fær frá öðrum, skapar eitthvað, verður öðrum til góðs. Ég get ekki nefnt neinn sérstakan. Hvaða kven- eða karlhetju úr bókmenntunum dáir þú mest? Sir William Stephenson. Dularfulli Kanada- maðurinn er góð bók. Ég vil ekki nefna neinn sérstakan. Ég hef mjög lítinn tíma til að lesa og hef ekki kynnt mér neinn rithöfund sérstaklega. Ég les gjarna mér til afslöppunar, til dæmis á ferðalögum, en þá er það fremur tilviljanakennt, hvað ég les. Að vísu má segja, að ég hef mjög gaman af ævisögum frægs fólks, eins og til dæmis Sir Williams sem ég nefndi áðan. 17. En Ijóðskáld? Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. 18. En tónskáld? Hvernig er hægt að taka einn fram yfir annan? Ég ætla þó að nefna Chopin. 19. En málari? Ekki er það auðveldara. Franski málarinn Monet, Turner hinn enski, Rubens? Það er ómögulegt að ve/ja. Hver er eftirlætis litur þinn? B/ár. 21. Eftirlætis blóm? Bóndarós. 22. En fugl? Fálkinn. Hvað mundirðu gera, ef þú ynnir 10 milljónir í happdrætti? Eyða þeim. En hvað mundirðu gera, ef þú yrðir einvaldur í einn dag? Ég mundi senda alla í ballett og láta þá æfa allan daginn og sýna svo um kvöldið, og þá yrðu al/ir svo þreyttir, að þaö yrði friður í heiminum að minnsta kosti næstu nótt. Um hvað fjallar hamingjudraumur þinn? Að drengjunum mínum vegni vel, þeir haldi hei/su og hafi tækifæri til að mennta sig og verða öðrum og sjálfum sér til gagns og gleði. Hvernig dauðdaga kysirðu helst? Skjótan. Ég vil ekki þurfa að þjást lengi. Hvað er það versta, sem fyrir þig gæti komið? Vera iðjulaus, hafa ekkert að gera. Hvernig er hugarástand þitt um þessar mundir? Afskaplega gott. Ég er mjög hamingjusamur. Hver eru einkunnarorð þín? Sá sem engu vogar, vinnur ekkert — og — Frá guði, fyrir hann og til hans eru allir hlutir. WÉIpl ' - « 23. Eftirlætis maturinn? Ég kann vel að meta íta/skan mat, sem konan mín býr til.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.