Vikan


Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 18

Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 18
Ung brúðhjón, Gwenda og Giles, kaupa gamalt hús á suðurströnd Englands. Gwendu finnst hún á einhvern óskýranlegan hátt skynja löngu liðna atburði, sem gerst hafa i þessu húsi. Hefur hún lifað þarna á fyrra tilverustigi, eða hvemig á að skilja allt það furðulega, sem hendir hana? Dulúð og óhugnaður liggja í loftinu. Og að sjálfsögðu kemur ungfrú Marple að lokum til skjalanna, eins og svo oft áður í sögum Agöthu Christie. I. HtJSIÐ Gwenda Reed stóð skjálfandi á hafnarbakkanum. Vegna sjóriðu fannst henni eins og höfnin og skýli tollvarðanna og reynar allt England bylgjaðist upp og niður. Allt í einu ákvað hún að breyta ferðaáætlun sinni — og sú ákvörð- un átti eftir að hafa ýmislegt í för með sér. Hún ætlaði ekki að fara með lest áfram til London, eins og hún hafði ráðgert. Því skyldi hún lika gera það? Það beið enginn eftir henni. Enginn átti von á henni. Hún var nýstigin af skipsfjöl (sjórinn hafði verið óvenju úfinn síðustu þrjá dagana, áður en þau komu inn til Plymouth), og síst af öllu langaði hana til að fara að hristast í lest langa leið. Hún ætlaði að finna gott hótel og njóta þess að finna fasta jörð undir fótum sér. Síðan ætlaði hún að leggjast upp í traust og gott rúm, sem hvorki gengi upp og niður, né veltist út á hlið. Hún ætlaði að fara að sofa og svo næsta morgun — já auðvitað — stórkostleg hugmynd. Hún ætlaði að leigja bíl og aka hægt og án þess að þurfa nokkuð að flýta sér gegnum allt suður England og leita að húsi — fallegu húsi — húsinu, sem hún og Giles höfðu gert ráð fyrir, að hún myndi finna. Já þetta var ágætis hugmynd. Þannig gæti hún séð dálítið af Englandi, — þessu landi, sem Giles hafði sagt henni frá, en hún hafði aldrei augum litið, enda þótt hún segði alltaf „heima á Englandi,” eins og reyndar flestir Nýsjálend- ingar gera. Þessa stundina var England ekkert sérstaklega aðlað- andi. Það var bæði hvasst og kalt og leit út fyrir rigningu. Plymouth, hugsaði Gwenda með sér, um leið 18VIKAN 3. TBL. og hún mjakaðist hægt áfram í átt að vegabréfa- og tollskoðuninni, er sennilega ekki það besta, sem Englandi hefur að bjóða. Næsta morgun sá hún þetta samt allt í öðru ljósi. Það var glaða sólskin. Útsýnið frá glugga hennar var einkar fallegt. Og umhverfið var nú hætt að bylgjast upp og niður. Það hafði náð kyrrstöðu. Loksins var hún komin til Englands, Gwenda Reed í eigin persónu, tuttugu og eins árs, gift kona og ein á ferðalagi. Það var óvíst, hvenær Giles kæmi til Englands. Það gæti verið, að hann kæmi eftir nokkrar vikur, en jafnvel ekki fyrr en eftir sex mánuði. Þau höfðu ákveðið að Gwenda færi á undan til Englands og leitaði að heppilegu húsi fyrir þau. Þeim fannst báðum að það væri betra að hafa einhvem ákveð- inn samastað. Giles myndi alltaf þurfa að ferðast talsvert starfsins vegna. Gwenda gæti stundum farið með honum, en stundum væri ekki hægt að koma því við. Þau höfðu bæði áhuga á að eignast heimili — eignast hús, sem væri þeirra eigið. Giles hafði nýlega fengið dálítið af húsgögnum að erfðum eftir frænku sína, og því fannst þeim bæði skynsamlegt og hagkvæmt að finna eitthvert húsnæði. Þar sem bæði Giles og Gwenda höfðu allgóð peningaráð átti þetta ekki að vera neinum erfiðleikum bundið. Gwenda hafði í fyrstu mótmælt því að þurfa að velja húsið ein. „Við ættum að gera þetta saman,” hafði hún sagt. En Giles hafði hlegið og sagt: „Ég hef ekkert vit á húsum. Ef þér lísfc vel á það, þá stendur ekki á mér að samþykkja kaupin. Það verður að sjálfsögðu að vera einhver garður, og ekki neitt hræðilega nýtiskulegt hús — og ekki of stórt. Ég hefði helst hugsað mér, að það ifr gleym graffi væri einhvers staðar á suðurströnd- inni. Að minnsta kosti ekki of langt inni í landi.” „Hefurðu einhvem sérstakan stað í huga?” spurði Gwenda. En Giles svaraði neitandi. Hann var munaðarlaus (það voru þau reynar bæði) og í skólaleyfum hafði hann verið sendur á milli ýmissa ætt- ingja, svo honum fannst hann ekki bundinn neinum sérstökum stað. Þetta átti að vera hús fyrir Gwendu — og ef þau nú biðu þangað til þau gætu valið það saman, hvað þá ef hann kæmist ekki til Englands fyrr en eftir nokkra mánuði? Hvað ætlaði Gwenda að gera allan þann tima? Hanga á hótelum? Nei, það væri betra að hún fyndi hús og kæmi sér fyrir í því. „Það sem þú átt við,” sagði Gwenda, „er að þú sleppir við allt erfiðið.” En samt hlakkaði henni til að finna húsnæði og hafa allt tilbúið og heimilislegt þegar Giles kæmi. Þau höfðu aðeins verið gift í þrjá mánuði og hún elskaði hann mjög mikið. Eftir að hún hafði látið senda sér morgunverð í rúmið, fór Gwenda á fætur og lagði á ráðin. Hún eyddi fyrsta deginum í að skoða sig um í Plymouth og þess naut hún svo sannarlega. Næsta dag leigði hún sér þægilegan bíl og bilstjóra og lagði af stað í ferðalag sitt um England. Veðrið var yndislegt og hún naut ferðalagsins. Hún skoðaði nokkur hús í Devonshire, sem gótu komið til greina. En hún fann ekkert, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.