Vikan - 19.01.1978, Qupperneq 50
Útúr
líkaman
Hefurðu nokkurn tíma reynt þá
tilfinningu, að þú hafir yfirgefið
líkama þinn? Fundist þú losna frá
honum og geta skoðað hann utan
frá rétt eins og þú horfir á annað
fólk? Hefurðu farið i gegnum heila
veggi og ferðast mörg þúsund mílur
á nokkrum andartökum?
Fjöldi fólks getur borið sliku
vitni, en atburðir sem þessi hafa
hlotið nafngiftina „S.álfarir.”
Sjónvarpsmaður nokkur, Hughie
Green að nafni, varð slíkri reynslu
rikari, er hann lenti í bílslysi. Hann
segir svo frá: ,,Um leið og ég kom
hægt til meðvitundar, áttaði ég mig
á því, að ég sveif yfir slysstaðnum
og horfði á sjúkraliðana, sem drógu
líkama minn varlega út úr bilflak-
inu.”
Mjög margir geta sagt frá
einhverjum sérkennilegum atvikum,
sem þá hefur hent, t.d. frú Lilian
Vowles, sem býr í Bristol. „Þegar
maðurinn minn var i herþjónustu i
Vestur-Afríku í striðinu, var ég vön
að yfirgefa likama minn og heim-
sækja hann. Ég litaðist um í
tjaldinu hans og skoðaði gjafir, sem
hann hafði keypt til þess að færa
mér. Þegar ég var komin aftur
heim, gat ég svo skrifað honum
bréf og þakkað honum fyrir allar
gjafimar, sem ég myndi fá frá
honum, þegar hann kæmi heim.
Auðvitað kom honum þetta mjög á
óvart.”
Frú Elizabeth McLean frá Leeds
skýrir svo frá sinni reynslu: „Ég
yfirgaf likama minn og fór til
Egyptalands, þar sem ég reikaði um
grafhvelfingar. Þegar ég kom aftur
til baka, sveif ég um stund yfir
líkamanum, áður en ég skrapp inn í
hapn aftur. Þetta var svo furðulegt
atvik, að ég skrifaði hjá mér öll
smáatriði, og þremur árum seinna
ferðaðist ég til Egyptalands. Þá
þekkti ég aftur alla staðina, sem ég
hafði komið á, er ég fór sálförum, og
allt kom heim og saman við það,
sem ég hafði skrifað hjá mér.”
„ÉG BERST Á MÓTI, AF ÞVÍ
AÐ ÉG ER HRÆDDUR.”
Maður nokkur frá Newport,
Gwent að nafni, hefur gefiö mjög
greinargóða lýsingu á sálförum:
„Ég ligg í rúminu minu og er alveg
að sofna, þegar ég fæ það á
tilfinninguna, að eitthvað sé að
gerast. Ég hef aldrei reynt að
yfirgefa líkama minn og berst alltaf
á móti því, vegna þess að ég hræðist
það. Stundum sigra ég, og þá
verður ekkert af sálförunum, en
stundum tapa ég og svíf á braut. Ég
líð út um gluggann og niður eftir
götunni. Það skrítna er, að ég
hreyfist hægt inni í svefnherberg-
inu, en á örskotshraða utan þess og
er kominn til Devon eða Cornwall á
skammri stundu. Eitt sinn fór ég út
í geiminn og gat horft niður í skýin
og ljósin í stórborgunum.”
Þetta eru furðulegar sögur — ekki
satt? Hvaða skýringar er hægt að
gefa? Enginn veit svarið. Sálförum
hefur verið lýst i Egyptalandi,
Indium, Kína og Tíbet frá ómuna-
tíð, en sálkönnuðir — læknar,
heilasérfræðingar og sálfræðingar
SÁLKÖNNUÐIR
Grein um yfirnáttúrlega atburði
og fólk, sem reynir að finna
lausnina á þeim.
, ,Ég ligg í rúminu mínu að næturlagi
og losna frá....
Ég fer út um gluggann og niður
eftir götunni, stundum til
Devon eða Cornwall, eða
jafnvel út í geiminn.”
Þessi maður er sálfari,
sem hefur oft farið sálförum.
Nú eru vísindamenn
farnir að taka undarlega reynslu
hans alvarlega. Eru til
einhverjar skýringar?