Vikan - 19.01.1978, Side 51
— geta engar fullnægjandi skýring-
ar gefið.
Það, sem hefur hindrað sálkönn-
uði í ranrisóknum, er sú staðreynd,
að sálfarir gera ekki boð á undan
sér. Venjulega atvikast þær fyrir-
varalaust, oft í sambandi við
veikindi, streitu eða hættuástand.
Þótt sálfarar sendi venjulega frá sér
sérstakar bylgjur rétt áður en þeir
yfirgefa líkamann, þá nægir það
ekki til þess, að rannsóknir geti
farið fram á réttum tíma, þ.e.a.s. á
meðan á sálförum stendur. Enda er
ekki algengt, að fólk verði fyrir
slíkri reynslu oftar en einu sinni á
ævinni.
Nú lítur hins vegar út fyrir, að
rannsóknir á þessum efnum muni
taka miklum framförum á næst-
unni. Tuttugu og þriggja ára
gamall piltur. Stuart Harary,
kallaður Blue, hefur farið sálförum
á tilraunastofu. Blue er fyrsti
maðurinn, sem heldur því fram, að
hann geti skilið sálina frá líkam-
anum, þegar honum þóknist. Hann
féllst á að láta rannsaka hæfni sína
hjá ,,The Psychical Research
Poundation” í Bandaríkjunum.
Gerry Solfvin, einn þeirra vísinda-
manna, sem starfa þar, segir:
,,Hæfni Blues er slik, að hann er
ekki síður merkilegur en hinn frægi
Uri Geller. Það sem hefur staðið í
veginum fyrir rannsóknum okkar á
þessum efnum, er sú staðreynd, að
við höfum aldrei getað rannsakað
fólk, sem hefur verið í sálfara-
ástandi, því fólk veit ekki fyrirfram,
að slíkt muni atvikast. Við höfum
góða von um, að Blue geti hjálpað
okkur að útskýra,hvað sálfarir séu í
raun og veru.”
Hingað til hafa vísindamenn
aðeins komist að niðurstöðu um,
hvað sálfarir séu ekki. Þær eru ekki
draumar og ekki vitleysa, en hvað
eru þær þá?
Gerry hefur komist að þessum
niðurstöðum: „Atvikin, sem Blue
lýsir, eru líkust því, þegar fólk
dreymir fjarstæðukennda drauma,
fellur í trans, eða hefur neytt
örvandi lyfja. Einnig á þetta skylt
við lýsingar fólks, sem hefur dáið,
en verið vakið til lífsins á ný.”
getur þetta sagt okkur
SANNLEIKANN UM
DAUÐANN?_________________
„Við vitum ekki, hvað sálfarir
eru í raun og veru, en við höldum
afram að rannsaka þær, og með því
getúm við ef til vill komist að því,
hvað dauðinn er og hvort einhver
hluti af okkar lifi lifir dauðann af.
Ef til vill er reynsla Blues það,
sem við höfum beðið eftir frá
öndverðu.”
Rannsóknirnar á Blue fara fram í
fallegu, hvítu húsi í Norður-Karó-
línu, þar sem „The Psychical
Research Foundation” hefur aðset-
ur. Þrisvar í viku leggst Blue á bekk
í rannsóknarstofunni og er tengdur
sjö gerðum af rafeindabúnaði, sem
skráir mjög nákvæmlega allt, sem
fram fer í likama hans, á meðan á
sálförum stendur. Hjarta, heili,
púls, öndun, vöðvahreyfingar og
augnhreyfingar eru undir nákvæmu
eftirliti á meðan.
Þannig segir Gerry Solfvin frá:
„Hann liggur þarna á bekknum,
grafkyrr með lokuð augu, og okkar
hefur tekist að sanna, að hann er
ekki að dreyma og er ekki sofandi,
þegar hann segist fara sálförum.
Vöðvarnir eru ekki eins og í svefni,
og augnhreyfingum fækkar, en
þeim myndi hins vegar fjölga, ef
hann væri að dreyma.
Við höfum nú rannsakað Blue í
þrjú ár, og á þeim tíma hefur hann
fari^ mörg hundruð sálförum á
rannsóknarstofunni. Yfirleitt hefur
þetta staðið yfir í tvær til fimmtán
minútur í hvert skipti. Til þess að
sanna, að um svik sé ekki að ræða,
látum við hann venjulega segja
okkur frá einhverju, sem gerist í
öðru húsi og hann getur ekki með
nokkru móti haft hugiriynd um.
Slíkar tilraunir takast alltaf með
ágætum, svo ég er þess fullviss, að
hér er ekki um svik að ræða.”
Ein af tilraununum fór ofurlítið
úrskeiðis, en varð aðeins til þess að
sanna betur hæfni Blues til að
„sjá” það, sem gerist á öðrum
stöðum, þótt hans sé vandlega gætt
og rafeindamælitæki vaki yfir
honum.
Hann segir sjálfur svo fá þessari
tilraun: „Ég lagðist á bekkinn í
tilraunastofunni og var tengdur
mælitækjunum, sem ætlað var að
fylgjast nákvæmlega með allri
líkamsstarfsemi minni. Mér var
sagt að heimsækja kettina mína
tvo, Anda og Sál, sem voru lokaðir
inni í herbergi í næsta húsi. Ég
slakaði á og lét hugann líða. — Það
er erfitt að lýsa þessu ástandi, en
það er einna likast hugleiðslu. — Ég
fann, að ég yfirgaf líkamann og
sveif út um gluggann. Um leið gat
ég litið við og horft á líkama minn
liggjandi á bekknum.
Ég sveif undir trén í garðinum á
milli húsanna og fór síðan í gegnum
vegginn á húsinu, þar sem kettirnir
áttu að vera. Þegar ég kom inn i
herbergi kattanna, sá ég aðeins
Anda, en Sál var þar hvergi. Ég
sveif umhverfis hann um stund, en
sneri svo aftur til tilraunastofunnar
og sagði stjórnandanum þar, þegar
sálförunum var lokið, að ég hefði
aðeins séð einn kött.
Hann hafði þá samband við þann,
sem stjórnaði tilrauninni í næsta
húsi og fékk þær upplýsingar, að
hann hefði bara notað annan
köttinn. Það hafði verið of erfitt að
hafa þá báða, svo hann tók Sál út úr
herberginu, rétt áður en tilraunin
hófst, en lét engan vita af því.”
Tilgangurinn með þessari tilraun
var þó aðallega sá að rannsaka
viðbrögð kattanna. Útkoman var
sú, að kötturinn var í fyrstu mjög
órólegur. Hann mjálmaði stöðugt
og var alltaf á hreyfingu.
KÖTTURINN VARÐ FYRIR
ÁHRIFUM
. „En í örlitla stund róaðist
kötturinn og sat þá grafkyrr,” segir
Gerry Solfvin, sem fylgdist með
rannsókninni. „Tilraunin var ná-
kvæmlega tímasett og talin i
sekúndum. Kötturinn róaðist ein-
mitt á þeim fimm minútum, sem á
sálförum Blues stóð. Það lítur því
út fyrir, að hann hafi skynjað
andlega nálægð Blues.”
Þessa tilraun hafa Blue og
sálkönnuðirnir endurtekið oftar en
einu sinni og alltaf með sama
árangri. Þótt kötturinn sé mjög
órólegur og í uppnámi, þá róast
hann skyndilega, á meðan á
sálförunum stendur.
Þessi hæfni Blues hefur komið
sálkönnuðum um allan heim á
óvart, en sjálfum finnst honum
þetta ákaflega eðlilegt.
„Ég hef verið svona frá þvi ég
var barn,” segir hann, „en ég
minntist aldrei á það við neinn,
vegna þess að ég hélt, að þetta
kæmi fyrir alla. Einu sinni man ég
eftir því, að ég horfðist í augu við
sjálfan mig og hugsaði sem svo:
Þannig lít ég víst út í augum
annarra! Mér finnst ég skiljast
algjörlega frá líkamanum, en til-
finningin er dálítið mismunandi.
Stundum finnst mér ég bara vera ég
sjálfur, en stundum eins og lítill
hluti af alheiminum og stundum
eins og ljóskeila.”
ÞAÐ GETUR VERIÐ ERFITT
AÐ VERA SLÍKUM HÆFILEIK-
UM GÆDDUR
Blue heldur því fram, að hann
birtist stundum vinum sínum í líki
ljóskeilu, þegar hann fer sálförum.
Hann segir líka, að það geti verið
erfitt að sitja uppi með þessa
hæfileika. „Hvað myndi vinstúlka
mín hugsa, ef ég birtist henni
skyndilega í líki ljóskeilu?” segir
hann. „En sálfarir eru svo stór
þáttur í lifi minu, að ég gæti aldrei
lagt þær á hilluna.”
Sálfarir eru Blue eðlilegar, en
vísindamenn við,,The Institute of
Psychiatry” i London geta fram-
kallað þær á vísindalegan hátt. Þeir
hafa komist að því, að ef mannleg
tilraunadýr fá örlítinn skammt af
hláturgasi, þá framkallar það
svipuð áhrif og Blue lýsir. Tann-
læknar nota hláturgas oft til
deyfinga, og það gæti því átt sér
stað, að fólk yrði fyrir einhverjum
slíkum áhrifum við tannúrdrátt.
Rick Howard sálfræðingur, sem
vinnur við tilraunir með hláturgas-
ið, segir: „Hin mannlegu tilrauna-
dýr okkar fá þá tilfinningu, að þau
losni frá líkama sinum og geti svifið
út um gluggann. Þá geta þau líka
séð likama sína sitjandi í stól inni í
tilraunastofunni. ”
Líkt og sálfarir eru hláturgas-
draumar ákaflega skýrir — skýrari
en venjulegir draumar. Það er þó
sameiginlegt með sálförum, hlátur-
gas-draumum og venjulegum
draumum, að tími og rúm eru
óraunveruleg. Fólk getur t.d.
ferðast mörg hundruð mílur á
nokkrum sekúndum.
Howard vinnur að sérstakri
kenningu um þetta. Hann heldur
þvi fram, að ef til vill sé um tvær
ólíkar tilverur að ræða: Líf í þessum
heimi og utan þessa heims, eða i
draumheimi.
„Það væri ákaflega truflandi, ef
við flyttumst frá einu tilverustigi á
annað án nokkurs millispils. Það er
því hugsanlegur möguleiki, að
sálfarir stafi af því, að við flytjumst
frá einu lífi yfir í annað, án þess að
tengja þau með svefni.”
Þetta eru hugmyndir Howards
um sálfarir, en það eru ekki allir á
sömu skoðun. Gátan er ennþá
óleyst. Eru sálfarir tengdar öðru
tilverustigi, sem við lifum í
samtímis okkar venjulegu tilveru?
Eða eru þær sýn inní líf eftir
dauðann? Enginn veit það með
vissu, en hver veit nema gátan verði
ráðin, áður en langt um líður.
7