Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 29

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 29
Leikkona drsins: Diane Keaton Hún varð heimsfræg, er hún hlaut Óskars- verðlaunin fyrir leik sinn í mynd Woody Allen, „Annie Hall.” Hún bjó með honum í mörg ár, og Woody Allen segir, að engin kona hafi haft jafn mikil áhrif á hann, andlega og líkamlega, eins og hún. Diane Keaton og Woody All- en unnu fyrst saman fyrir tíu ár- um í „Play it again Sam”, sem sýnt var á Broadway, og þá spáði Woody því, að Diane myndi verða „frægasta kven- stjarnan á landinu.” Hann segir: „Diane er fædd gamanleikkona, en hún fæst ekki til að trúa því. Hún veit aldrei hvaða leiklistar- tilboðum hún á að taka eða hafna, og hana hryllir alltaf við því, þegar hún þarf að fara inn á sviðið. Hún er alltaf hrædd um að missa vinnuna og að hún eigi ekki skilið, hvað henni hefur gengið vel. En hún hefur verið minn besti ráðunautur, og ég hlusta alltaf á það, sem hún seg- ir. Og ég tek eftir því, að ég sé nú marga hiuti með hennar augum, hluti, sem ég annars hefði aldrei tekið eftir. Hún kenndi mér að meta fegurðina, sem er í andlit- urn gamals fólks. Ég hafði aldrei tekið eftir henni áður. Hún sýndi mér vissa hlýju og sárs- auka í svip ungra kvenna, sem ég hefði aldrei skilið, ef hún hefði ekki staðið við hlið mér. Það var hún sem þróaði hjá mér virðingu, tilfinningu og skilning á kvenfólki yfirleitt.” Richard Brooks, sem leik- stýrði henni í myndinni „Look- ing for Mr. Goodbar,” segir: „Diane er feimin, en hún hefur í stálvilja og gefst ekki upp svo 1 auðveldlega. Hún hefur ekki mikið álit á sjálfri sér, en hún er kjarkmikil, og hörð af sér.” í rauninni er Diane eins flökt- andi, feimin og auðsæranleg og persónan , sem hún túlkar i „Annie Hall” (hið raunverulega eftirnafn hennar er einmitt Hall). Hún forðast af öllum mætti almenningsathygli og ver einkalíf sitt af öllum mætti. Og það, sem hún þráir eiginlega fram yfir Óskarinn, er að það skipti engu máli, hvað hún verði fræg eða vinsæl , hún geti alltaf haldið áfram að lifa í kyrrþey. Hún segir: „Ég hef nú aldrei Walicr go to Ncw Vork". cn sú mynd hel'nr einniitt vcriðsvnd licrá landi. orðið vör við, að aðdáendur mínir gerðu tilraun til að tefja göngu mína. Ég get alveg gengið óhrædd um í bænum, fólk tekur ekkert sérstaklega eftir mér. Ef svo væri ekki, myndi mér líða eins og í martröð. En ég er ekki svo hrædd um, að það myndi koma fyrir, því — eftir á að hyg&ja — ég er engin Farrah Fawcett-Majors. Og ég held, að ég muni aldrei vekja upp sömu tilfinningar og hún gerir, því ég hún þurl'ti að brcyta nni hárgrciðslu. nl að passa bclur inn i hlutvcrk Annic Hall. er ekki tískufyrirbrigði, ég er leikkona.” Leikur hennar í „Annie Hall" og í „Looking for Mr. Goodbar” er óumdeilanlega mikill sigur fyrir hana. En Woody Allen skrifaði handritið að „Annie Hall” eins mikið um hana, eins og fyrir hana, og með henni lagði Diane hornstein í sögu bandarísku k vikmyndanna. Kvikmyndin hefur bókstaflega sópað að sér verðlaunum. Hún fékk flest atkvæði sem besta mynd ársins 1977 hjá kvik- myndagagnrýnendum, og Diane hefur einnig fengið sinn skerf. Hún fékk Golden Globe verð- launin sem besta leikkona árs- ins í gamanmynd og söngva- mynd og var einnig tilnefnd hjá Golden Globe sem ein af bestu leikkonunum í dramatísku hlut- verki fyrir „Looking for Mr. Goodbar.” Ennfremur útnefndu New York Film critics og National Society of Film Critics hana bestu leikkonu ársins, og Nat- ional Board of Review veittu henni viðurkenningu sem besta leikkona í aukahlutverki. Óhjá- kvæmilega kom þá upp sú spurning, hvort Óskarsverðlaun- in gætu verið langt undan? og nú er svarið ljóst við þeirri spurningu. Áður en Diane Keaton hlotn- aðist þessi skyndilega frægð, hafði hún leikið í myndum Woody Allen, t.d. „Play it again Sam”, „Sleeper” og „Love and Death”. Einnig lék hún hina kaldrifjuðu konu A1 Pacino í The Godfather I og II og á móti Elliott Gould i „Harry and Walter go to New York” og í „I will, I will”. í sambúðinni með Woody Allen fór Diane ekki varhluta af þeirri sálgreiningu, sem hann hefur beitt sig síðustu 22 árin. En henni finnst hún eftir á „vera miklu færari um að vera í samskiptum við annað fólk, og ég er ekki eins feimin og þvinguð eins og ég var. Ég hef þroskast. Ég var eins og barn, sem heldur, að það geti hlaupið frá vanda- málunum.” Myndin „Annie Hall” er eig- inlega lítilsháttar dulbúin sjálfs- ævisaga, af sambúð þeirra tveggja í eitt ár. En nú, eftir að þau hafa slitið samvistum, segir Diane: „Woody og ég komum ekki til með að byrja aftur. En það er ekki þar með sagt, að samstarfi okkar sé lokið, því það er gott að vinna með honum, og okkur liður þægilega í návist hvors annars. Við tölum mikið saman og hittumst mjög oft — lika fyrir utan vinnuna. Og við hlæjum og gerum grín að sömu hlutum. Hann er nánasti og dýr- 23. TBL. VIKAN29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.