Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 14

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 14
tónlistarmanni strax i æsku. Þá ætlaði ég að verða hljómsveitarstjóri. lét meira að segja hal'a það el'tir rnér í útvarpinu I barnatíma. þegar ég var sjö ára. Ég var að vísu ekki alveg viss. hvort ég ætlaði að verða hljómsveitarstjóri hjá lúðrasveit eða sintóníu hljómsveit. en mér leist nú eiginlega betur á lúðra- sveitina. þvi þar voru þeir i einkennisbúningum! — Hvernig stóð á þvi að þú komst i barnatima. til aðgeía þessa yfirlýsingu? — Rúnar: Það kom þannig til, að þegar ég var strákur. lá ég á sjúkrahúsi, og kynntist þar konu að nafni Filippia Kristjánsdóttir. — öðru nafni Hugrún skáldkona. Hún tók oft á tíðum krakka að tali i barna- tima. sem Skeggi Ásbjarnarson sá um. og ég lenti i einurn þeirra. Nú. svo var ég settur I barna- músikskólann. og látinn læra á blokkflautu ogsiðar á píanó. Ég lauk við þennan barnamúsíkskóla og fór svo i einkatima til Gísla Magnússonar. pianóleikara. Þar var ég i þrjú ár. en svo kom erfiður timi. Það breyttist nefnilega svo ansi mikið á árunum '64 '65. Þá komu Bítlarnir fram á sjónarsviðið. og þótti ekki fint fyrir stráka að spila á pianó. þeir urðu annaðhvort að spila á gitar eða trommur. Þá skipti ég um hljóðfæri. hætti að læra á pianó og keypti mér trommusett! En ég komst yfir þetta timabil i rólegheitunum. — Hvað varð til þess að þú fórst að syngja nteð „Litiðeitt." Berglind? — Berglind: Það var þannig. að við sungum stundum saman á kvenfélagsfundum og öðrum samkomum í Hafnarfirði. fjórar — fimm stúlkur. úr þessum stúlknakór. og þar höfðu strákarnir i „Lítið eitt" heyrl í mér. Upphaflega var þetta trió. skipað þremur Hafnfirðingum. Steinþóri Einarssyni. Gunnari Gunnarssyni og Hreiðari Sigurjónssyni. Sá siðastnefndi helltist svo úr lestinni. en hinir vildu Sungið i Helsinki árið 1968. Berglind stígur fram til að syngja „Táta, Táta, teldu dætur þínar." aðeins 11 ára. halda áfram og fengu til liðs við sig Jón Árna Þórisson ogmig. — Varstu ekkert hrædd við að koma fram? — Berglind: Nei, nei, mér fannst þetta ekkert öðru- visi en þegar ég söng með kórum. Hins vegar finnst mér það strax strax öðruvisi. þegar ég syng alein. Þá er ábyrgðin einungis á mér. í kór getur alltaf annar tekið við. ef eitthvað bjátar á, og i „Litið eitt" var þetta svo mikið raddað hjá okkur. Þó ég hefði kannski aðalröddina, voru strákarnir alltaf á bak við mig. Rúnar: Já. og svo hafði hún lika reynslu frá þvi hún „Lítið eitt" timabilið. Atriði úr Kvöldstund i Sjónvarpssal. var ellefu ára. Þá þurfti hún að stiga ein út úr kómum ogsyngja. „EKKI FEIMIN VIÐ AÐ SYNGJA — FYRR EN KANNSKI NÚ” Berglind: Ég hef eiginlega aldrei verið feimin við að syngja. fyrr en þá núna eftir að ég fór að fást við klassiska tónlist. Þaðer miklu meira krefjandi. — Þú þurftir að læra á eitt hljóðfæri samhliða söngnum.ekki rétt? — Berglind: Jú, það felst í kerfinu — þessu eilifa kerfi — að maður hafi einhverja þekkingu á einu hljóðfæri, og ég valdi pianóið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.