Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 39

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 39
Hún varð mjög kyrr, sviplaus og fögur og starði upp til Maggie. ,,Þú sagðir mér ekki, að þú værir að koma,” sagði Donna. „Hleyptir þú inn þessum viðbjóðlega ketti? Hvað gerðist hérna? Ég heyrði hávaða. Hvenær komstu?” Þetta voru ekki hlýlegar móttökur. Allsekki hlýlegar. Þó að hún brosti að spurningadembu systur sinnar, þá hafði Maggie áhyggjur af því, hvernig Donna brást við óvæntri komu hennar — ekki síst, þegar hún mundi eftir simtalinu óþægilega. „Ég kom fyrir svona stundar- fjórðungi," sagði Maggie. „Ég hleypti ekki inn kettinum, og ég get ekki imyndað mér. hvernig hann komst inn. Kvikindið var úti á götu, þegar ég opnaði. Ég reyndi að segja þér, að ég væri að koma, elskan, en það svaraði enginn, þegar ég hringdi i gærkvöldi. Varstu aðgera eitthvaðspennandi?” Donna slakaði svolitið á. „Ég er búin að vera nokkrar nætur í París.” „Heppna þú. Að sitja fyrir?” „Bæði og." „Og hvor helmingurinn -snertir reiðilega rödd, sem hringdi frá Paris rétt áðan?” Donna dró djúpt andann. „Ó. Guð. Hvað sagði hann?” Bláa nœlan „Hann virtist ekki sáttur við það, að þú færir frá óloknum viðskiptum. Mér fannst ákaflega leiðinlegt i honum hljóðið. Þú ættir kannski að segja mér allt af létta, svo ég verði betur undir þetta búin næst." „Það verður ekkert næst,” sagði Donna stirðlega og faðmaði siðan systur sina fagnandi og afsakaði sig. ,,Ó, Maggie. Ég er skepna. Ég varð bara svo undrandi. Og svo þessi hávaði og allt. Hvaðvarþetta?" „Kötturinn hlýtur að hafa velt um pappakassa. En svefnherbergið mitt er eins og rottuhreiður. svo ég held, að kettinum sé ekki einum um að kenna. Hver á hann " „Ég hef ekki hugmynd um það. Við gefum'honum öll að éta. Hann klifrar upp vafningsviðinn við körfubúðina lengra í götunni og kemur svo inn um gluggana. Hann er alger plága.” Donna fór inn i svefnherbergið og leit ikringumsig. „Ég opnaði gluggann," sagði Maggie. „svo hann hefur sjálfsagt komist inn. meðan ég sá ekki til." Systir hennarsvaraði ekki. Hún starði á kassann á gólfinu og beygði sig svo niður og hóf að tina upp munina og setja þáafturí hann. „Svona, láttu mig hjálþa þér," sagði Maggie og kraup við hlið hennar. „Nei, vertu ekki að þvi," sagði Donna og allt að þvi stjakaði systur sinni frá, meðan hún tíndi gerviskartgripina í kassann. Þegar hún stóð aftur á fætur, leiftraði blá næla á jakkaboðungi hennar í ljósinu. „Falleg næla,” sagði Maggie. Donna leit niður á næluna. „Jules býr þær til.” „Sjálfur?” „Nei, nei. Maður, sem heitir Dick Evans og vinnur fyrir hann." Hún hló óstyrkum hlátri. „Af hverju komstu til London? Ertu farin frá Ross? Það var kominn timi til. Að hugsa sér, að hann skuli hafa dæmt þig til að lifa leiðindalifi i sveitinni! Ég sagði þér, að þú ættir ekki aðgifta þigsvona fljótt." Rödd Maggie var óeðlilega styrk: „Ég er ekki farin frá Ross og hann ekki frá mér. Hann fór til Amsterdam, það er allt ogsumt. í viðskiptaerindum." Þegar Donna sá. að systir hennar var að reyna að halda aftur af tárunum, hrópaði hún upp yfir sig: „Ó. elsku besta. ég hef ekkerl gert annað en að koma þér i uppnám siðan ég kom. En þú þekkir mig. Ég er alltaf að hlaupa á mig." Maggie stillti sig og leit upp. „Já. ég þekki þig, Donna, og þú hleypur yfirleitt ekki á þig við mig. Hvað er að? Er það símtalið?" Yngri stúlkan gretti sig og brosti svo sannfærandi. „Það er ekkert, elskan. Þú skalt engar áhyggjur hafa af þessu sim- tali. Það skiptir engu máli. Ég er þreytt. Ég var í veislu i alla nótt, og bað er það. sem ég þarfnast mest I augnablikinu. Mér iiður. eins og ég sé i algerri rúst.” „Það sagðirðu við manninn i forgripaversluninni hinum megin við götuna. Mér finnst þú satt að segja vera alveg jafn glæsilegog vanalega.” Donna hló óvænt. „Maðurinn hinum megin! Veistu. hver hann er?’ „Nei. Hver?" „Steve Rennie." „í alvöru? Almáttugur minn! Steven Rennie var meira en góður vinur Maggie áður en hún giftist Ross, og nú hlýnaði henni við að minnast þeirra tilfinninga. „Ég þekkti hann ekki aftur.” sagði hún hugsandi. „Hann stóð inni i búðinni, og það var erfitt að sjá hann.” Donna útskýrði glaðlega: „Ég rakst á Steve. og hann sagðist vera að leita að verslunarhúsnæði. svo ég sagði þonum Kæliskápur RP 1180 B: 595 mm D: 595 mm sparið 70.000.- Vegna hagstæðra samninga getum við boðið takmarkað magn á þessu ótrúlega verði. Þessi Electrolux kæliskápur er til á lager á þessum útsölustöð- um: Akranes: Þórður Hjálmarsson, Borgarnes: Kf. Borgfirðinga, Patreksfjörður: Baldvin Kristjánsson, Isafjörður: Straumur hf. Blönduós: Kf. Húnvetninga, Sauðárkrókur: Kf. Skagfirð- m tnga, Siglufjörður: Gestur Fanndal, Olafsfjörður: Raftækjavinnu- stofan sf. Akureyri: K.E.A. Húsavik: Grimur og Arni, Vopnafjörður: Kf. Héraðsbúa, Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa, Eskifjörður: Pöntunarfélag Eskfirðinga, Höfn: KASK, Þykkvibær: Friðrik Friðriksson, Vestmannaeyjar: Kjarni sf. Keflavik: Stapafell hf. Vörumarkaöurinn hf. Ármúla I \ — Simi 80117 23. TBL. VIKAN39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.