Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 7

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 7
ykkar, þá efa ég ekki, að þið verðið fljótar að ná í þessa vini, og þeir mega þá vera stoltir af að geta sýnt sig með ykkur! Skriftin er semsagt alveg EINSTAK- LEGA falleg, reyndar sú besta, sem Pósturinn hefur séð í lengri tíma. Hvað skal gera? Elsku Póstur. Þetta er í fyrsta skipti. sem ég skrifa þér. en þad er þannig. að ég er búin að i era með strák í þrjár vikur, og ég er allt- af að frétta frá vinkonum mín- um. að hann noti aðrar stelpur. þegar ég er ekki með honum. Á ég að segja honum upp? Nú er hann að fara I sveitina. og hann hefur spurt mig. hvort hann megi fara upp á mig. en ég er ekki komin á þann aldur aö hleypa strákum upp á mig. Svo er það. að pabbi vill ráða með hvaða stelpum ég er. og ef horium líkar illa við stelpuna. þá segir hann. aö ég megi ekki vera með henni. Finnst þér þetla rétt? Hvernig passa sam- an fiskastelpa og vatnsbera- strákur og bogmannsstelpa og vaínsberastrákur? Og aö lok- um: Hvernig er skriftin og staf setningin, og hvað heldurðu. að ég sé gömul? Ein, sem verður að fá svar strax. Ef þetta er rétt hjá vinkonum þínuni, þá segirðu piltinum auð- vitað strax upp og leyfir honum að sigla sinn sjó. Og að sjálf- sögðu áttu ekki að fara að sofa hjá honum, þar sem þú ert varla meira en 13 ára. Ef fiskastelpan skilur þörf vatnsberastráksins fyrir eitthvað nýtt og framandi, ætti hún að geta náð í hann, annars ekki. Bogmannsstelpa og vatnsberastrákur eiga mjög vel saman, þau hafa bæði mikið hugarflug, og hann skilur hana. Skriftin þín er í meðallagi góð, en stafsetningin mætti batna. Svo finnst mér pabba þínum ekki koma við með hvaða stelp- um þú ert, svo framarlega sem það eru engar óreglustúlkur. Þú hlýtur að geta dæmt um það sjálf, hvort þú eigir eitthvað sameiginlegt með þeim. Hvar fá þau barn frá Kóreu? Kceri Póstur! Ég hef ekki skrifað þér áður. Ég heiti Þórunn. Mig langar lil að spyrja þig að þessu. Hvaða merki á best við hrútsstelpu, og nefndu allt happa fvrir mig. Ég erfædd 27.3. (Vinsamlegast birtið bréfiðj Jæja. nú er best að koma sér að verkinu. Mamma mín og pabbi skildu. þegar ég var tveggja ára. og ég er hjá mömmu. Pabbi giftist ófrjórri konu. Hann er það reyndar líka. Geturðu sagt mér. hvernig þau geta fengið barn frá Kóreu? Ég væri mjög þakk- lát, ef þú svaraðir mér. Segðu mér, hvernig stafsetningin er. Ég veit vel, að ég skrifa ekki vel. Þórunn. Ljónsmerkið á best við hrúts- stelpuna, en einnig getur meyj- armerkið átt vel við hana. Happatala þín er 9, happalitur er rauður og happadagur er þriðjudagur. Ég gat nú ekki stillt mig um að skella upp úr. þegar ég las siðari hluta bréfs þíns. Er pabbi þinn semsagt líka ófrjó kona? Ekki var hann nú ófrjór, fyrst hann gat átt þig!! En ef pabbi þinn og konan hans hafa áhuga á að fá ættleitt barn frá Kóreu, er best fyrir þau að snúa sér til Hjálparstofnunar kirkj- unnar og tala þar við Guðmund Einarsson. Hann veitir þeim all- ar upplýsingar, sem á þarf að halda, eins og t.d. hvaða vottorð þarf og annað slíkt. Stafsetning- in hjá þér er alveg HRÆÐI- LEG, ég hef aldrei séð svona illa 'skrifað og sóðalegt bréf, og ég trúi ekki, að þú sért orðin eins gömul og þú segist vera í bréfinu. LEIÐRÉTTING í Getraunaþættinum 1x2 í 20. tölublaði misritaðist föðurnafn. Rétt er setningin svona: Hann heitir Erlingur Vigfússon og er kunnur sem 1. Söngvari X Tónskáld 2 Ljóðskáld. Lesendur eru beðnir vel- virðingar á þessu. Enn ein leiðrétting vegna Þokkabótar- plötuí! Jæja, þá er Pósturinn tvíveg- is búinn að Iáta hafa eftir sér vitleysu, hvað varðar fyrstu plötu þeirra Þokkabótarfélaga! Fyrir nákvæmlega tveimur mínútum birtist Ómar Valdi- marsson blm., við hlið Póstsins með eftirfarandi bréf: „Fyrsta plata Þokkabótar hét ekki Upp- gjörið, heldur UPPHAFIÐ. Platan var vissulega gefin út á merki Hljómaútgáfunnar. en af kompaníinu ORG, sem saman- stóð af þeirn Ólafi Þórðarsyni (Ríó), Rúnari Júlíussyni og Gunnari Þórðarsyni.” Að sjálfsögðu hafði Ómar ýmislegt um heimsku Póstsins að segja, en það mun ekki verða birt hér á prenti!! Þar sem Pósturinn hefur hingað til ekki staðið Ómar að óheilind- um, rnun hann taka þetta bréf sem lokasvar um fyrstu plötu Þokkabótar...! Pcnnavinir Joe Lachat Jr., 1215 So. Wisconsin Racine, Wi. 53403, U.S.A., óskar eftir aö skrifast á við íslenskar konur á öllum aldri: Hann er Ijóshærður, bláeygður, ógiftur, — en hefur áhuga á hjónabandi! Guðrún María Guðmundsdóttir, Hvassaleiti 16, 108 Reykjavik, óskar eftir aðeignast pennavini. Ása Birna Viðarsdóttir, Jaðri, Reykjadal, Laugum, S-Þingeyjarsýslu, óskar eftir pennavinum á aldrinum 8-10 ára. Áhugamál eru margvisleg. Mrs. Avril Stevens, 12 Rothesay Road, Newport, Gwent NPT 8NZ , South Wales, U.K., óskar eftir pennavinum á íslandi. Hún er 36 ára. Mrs. Pauline Busuttil, 43, Flat 6, Strait Street, Valletta, Malta, óskar eftir pennavinum á íslandi. Hún er 29 ára. 23. TBL.VIKAN7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.