Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 16

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 16
íslendingar hafa alltaf þóst eiga svolítið í Margréti Danadrottningu, þó ekki væri nema vegna þess, að eitt af skírnarnöfnum hennar er alíslenskt, Þórhildur. Margréti drottningu hefur farnast vel sem þjóðhöfðingja, og þegnar hennar, Danir, hafa dáð hana frá fæðingu. Ekki minnkaði dálætið, þegar ljóst varð, að Margrét er drátthög í betra lagi. í eftirfarandi grein Jonnu Dwinger segir nánar frá því. Það er ekki óalgengt, að þjóðir heims hafi mynd þjóðhöfðingja sinna á frímerkjum. Það væri beinlínis athugavert, ef konungsríkið Danmörk fylgdi ekki gömlum sið og hefði mynd Margrétar drottningar á frí- merkjum og peningum. En drottningin gerir meira en ljá frímerkjum og peningum lif með myndsinni. Fyrir nokkrum árum kom hún Dönum mjög á óvart, er hún var meðal fjölda annarra listamanna, sem taka þátt í samkeppni um gerð jólamerkja ársins, sem ár hvert er selt í milljónaupplagi í þágu sjúkra barna. Drottningin lét sér ekki nægja að teikna eitt eða tvö merki. Hún gerði stóra, líflega og vel samda jólasögu á 50 jólamerkjum og kallaði verkið „Jólaundirbúningur í Himna- borginni.” Verkið má skoða sem' eina stóra ævintýramynd, eða hvert merki fyrir sig. Þar æfa englar kórsöng, fægja krossa, spila á fiðlu, blása i trompet og saxófón, hringja klukkum, hengja upp jólaskraut og ganga um með kertaljós. Þetta er vel og skemmtilega gerð jólaörk, og það, sem hreif hina allra smá- munasömustu, var hve engl- unum var skemmtilega skipt, því að á hverju hinna fimmtíu merkja var minnst einn engill með hvita vængi. Margrét drottning — eða réttara sagt velgerðarstofnunin, sem að útgáfu merkjanna stendur — aflaði sjóðum sínum álitlegra fjárhæða þessi jól, þegar Danir voru í fyrsta sinn kynntir fyrir núverandi þjóð- höfðingja sínum í hlutverki myndlistarmannsins. Salan varð meiri en nokkru sinni áður, og pantanir bárust víðsvegar að úr heiminum. Flestum Dönum kom skemmtilega á óvart, að Margrét krónprinsessa — en það var hún þá — hefði bæði hæfileika, elju og kjark til að vinna að svo opinberu verkefni. Fólk hafði talið, að sérgáfa hennar væri á öðru sviði, því allt frá því hún hóf æðri skólagöngu, hefur fornleifafræðin verið hennar aðaláhugamál, og hún hefur tekið þátt i fornleifauppgreftri viða um heim, stundum með afa sínum, Gústafi Adolf Svíakonungi, sem nú er látinn. TEIKNINGAR AF SKART- GRIPUM FYRIR SCOTFAND YARD Að visu hafði Margrét drottning fyrr .á árum gert fallegar teikningar. Hennar fyrsta langferð, umhverfis jörðina 1963, vakti oft listamanninn, og hún teiknaði margt af því, sem fyrir augu bar á ferðalagi þessu. Þegar heim kom , lét hún gera eftir- prentanir af fjórum teikningum — frá fljótamarkaði í Bangkok, sölutorgi í Fahore, indverskum Árífl 1973 heimsótti Danadrottning ísland, og tóku henni allir hér með kostum og kynjum, nema veflur- guðirnir, sem enga miskunn sýndu. Hér skrrfar drottningin nafn sitt i gestabók Þjóðminjasafns Islandi, en myndin é veggnum er af Kristjáni IX., fyrsta Danakónginum, sem heimsótti island. Drottningin listrœna 1963 heimsótti Margrét drottning, þá krónprinsessa, Thailand, þar sem hún teiknaði þessa mynd af fljótamarkaði. brunni og geishu-veislu í Japan — og gaf þær góðgerðarfélagi, sem hún er verndari fyrir, til ágóða fyrir starfsemi sína. En þetta framtak vakti aðeins athygli fárra. Aftur á móti vakti það meiri athygli, er hún teiknaði skart- gripi sína fyrir Scotland Yard, en hún var rænd þeim, er hún eitt sinn eyddi helginni úti í sveit í Englandi. „Er það prinsessan sjálf, sem hefur teiknað skart- gripina?” spurði breska pressan. Og svo birtust teikningarnar á forsiðu blaðanna bæði þar og víðar. Reyndar hafði það ekki farið framhjá lesendum blaða og bóka, sem fylgjast nákvæmlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.