Vikan


Vikan - 08.06.1978, Síða 16

Vikan - 08.06.1978, Síða 16
íslendingar hafa alltaf þóst eiga svolítið í Margréti Danadrottningu, þó ekki væri nema vegna þess, að eitt af skírnarnöfnum hennar er alíslenskt, Þórhildur. Margréti drottningu hefur farnast vel sem þjóðhöfðingja, og þegnar hennar, Danir, hafa dáð hana frá fæðingu. Ekki minnkaði dálætið, þegar ljóst varð, að Margrét er drátthög í betra lagi. í eftirfarandi grein Jonnu Dwinger segir nánar frá því. Það er ekki óalgengt, að þjóðir heims hafi mynd þjóðhöfðingja sinna á frímerkjum. Það væri beinlínis athugavert, ef konungsríkið Danmörk fylgdi ekki gömlum sið og hefði mynd Margrétar drottningar á frí- merkjum og peningum. En drottningin gerir meira en ljá frímerkjum og peningum lif með myndsinni. Fyrir nokkrum árum kom hún Dönum mjög á óvart, er hún var meðal fjölda annarra listamanna, sem taka þátt í samkeppni um gerð jólamerkja ársins, sem ár hvert er selt í milljónaupplagi í þágu sjúkra barna. Drottningin lét sér ekki nægja að teikna eitt eða tvö merki. Hún gerði stóra, líflega og vel samda jólasögu á 50 jólamerkjum og kallaði verkið „Jólaundirbúningur í Himna- borginni.” Verkið má skoða sem' eina stóra ævintýramynd, eða hvert merki fyrir sig. Þar æfa englar kórsöng, fægja krossa, spila á fiðlu, blása i trompet og saxófón, hringja klukkum, hengja upp jólaskraut og ganga um með kertaljós. Þetta er vel og skemmtilega gerð jólaörk, og það, sem hreif hina allra smá- munasömustu, var hve engl- unum var skemmtilega skipt, því að á hverju hinna fimmtíu merkja var minnst einn engill með hvita vængi. Margrét drottning — eða réttara sagt velgerðarstofnunin, sem að útgáfu merkjanna stendur — aflaði sjóðum sínum álitlegra fjárhæða þessi jól, þegar Danir voru í fyrsta sinn kynntir fyrir núverandi þjóð- höfðingja sínum í hlutverki myndlistarmannsins. Salan varð meiri en nokkru sinni áður, og pantanir bárust víðsvegar að úr heiminum. Flestum Dönum kom skemmtilega á óvart, að Margrét krónprinsessa — en það var hún þá — hefði bæði hæfileika, elju og kjark til að vinna að svo opinberu verkefni. Fólk hafði talið, að sérgáfa hennar væri á öðru sviði, því allt frá því hún hóf æðri skólagöngu, hefur fornleifafræðin verið hennar aðaláhugamál, og hún hefur tekið þátt i fornleifauppgreftri viða um heim, stundum með afa sínum, Gústafi Adolf Svíakonungi, sem nú er látinn. TEIKNINGAR AF SKART- GRIPUM FYRIR SCOTFAND YARD Að visu hafði Margrét drottning fyrr .á árum gert fallegar teikningar. Hennar fyrsta langferð, umhverfis jörðina 1963, vakti oft listamanninn, og hún teiknaði margt af því, sem fyrir augu bar á ferðalagi þessu. Þegar heim kom , lét hún gera eftir- prentanir af fjórum teikningum — frá fljótamarkaði í Bangkok, sölutorgi í Fahore, indverskum Árífl 1973 heimsótti Danadrottning ísland, og tóku henni allir hér með kostum og kynjum, nema veflur- guðirnir, sem enga miskunn sýndu. Hér skrrfar drottningin nafn sitt i gestabók Þjóðminjasafns Islandi, en myndin é veggnum er af Kristjáni IX., fyrsta Danakónginum, sem heimsótti island. Drottningin listrœna 1963 heimsótti Margrét drottning, þá krónprinsessa, Thailand, þar sem hún teiknaði þessa mynd af fljótamarkaði. brunni og geishu-veislu í Japan — og gaf þær góðgerðarfélagi, sem hún er verndari fyrir, til ágóða fyrir starfsemi sína. En þetta framtak vakti aðeins athygli fárra. Aftur á móti vakti það meiri athygli, er hún teiknaði skart- gripi sína fyrir Scotland Yard, en hún var rænd þeim, er hún eitt sinn eyddi helginni úti í sveit í Englandi. „Er það prinsessan sjálf, sem hefur teiknað skart- gripina?” spurði breska pressan. Og svo birtust teikningarnar á forsiðu blaðanna bæði þar og víðar. Reyndar hafði það ekki farið framhjá lesendum blaða og bóka, sem fylgjast nákvæmlega

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.