Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 20

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 20
..Anthony er mjög myndarlegur." Judd fann til stings af ósanngjarnri. ófagmannlegri afbrýðisemi. „Eigið .þið vel saman líkamlega?" Þetta var eins og tunga að ýta við skemmdri tönn. „Já." Hann vissi. hvernig liún væri i rúmi: Æsandi. kvenleg og gefandi. Guö. hugs- aði hann. haliuþérfrá þessu efni. „Langar þig til aðeignast börn?" „Ó.já." - „En manninn þinn'1" „Já. auðvitað." Löng þögn. nenia hvað skrjáfaði i seg- ulbandinu. Siðan: „Frú Blake. þú komst til min vegna þess að þú sagðist eiga við mikinn vanda að siriða. Það snertir manninn þinn. er ekki svo?" Þögn. „Jæja. ég reikna með þvi að það geri það. Af því. sem þú hefur sagt mér áður. má ráða að þið elskið hvort annað. þið séuð bæði trú, þið viljið bæði eignast börn, þið búið í fallegu heimili. maður inn þinn sé myndarlegur. gangi vel og dekri við þig. Og þið hafið aðeins verið gift i hálft ár. Ég er hræddur um. að þetta sé svolitið líkt gamla brandaran- um: „Hvaðeraðmér, læknir?" Aftur varð þögn, nema hvað enn heyrðist ópersónulegt hljóð segulbands- ins. Loks talaði hún. „Það er . . . það er erfitt fyrir mig að tala um það. Ég hélt. að ég gæti rætt það við ókunnugan mann. en" — hann mundi greinilega hvernig hún sneri sér við á legubekknum til að horfa á hann stórum óræðum aug- um sinum — „það er erfiðara. Sjáðu til" — nú talaði hún hraðar og reyndi að sigrast á múrunum. sem valdið höfðu þögn hennar — „ég heyrði svolitið og ég — ég gæti auðveldlega hafa dregið rang- arályktanir.” „Eitthvað, sem viðkemur einkalifi mannsins þins? Einhver kona?" „Nei.” Viðskipti hans?" „Já..." „Hélstu, að hann hafi logið ein- hverju? Reynt að hafa af einhverjum i viðskiptum?" „Eitthvað I þá áttina." Judd hafði fastara land undir fótum. „Og trausti þínu á honum var misboðið. Þú sást þá hlið á honum. sem þú hafðir aldreiséðáður." ,,Ég — ég get ekki rætt þetta. Mér finnst ég meira að segja vera að svikja hann bara með þvi að vera hér stödd. Vertu svo vænn að spyrja mig ekki meira i dag. dr. Stevens." Og þannig lauk þeim viðtalstíma. Judd slökkti á bandinu. Þannig að maður Anne var hákarl I viðskiptum. Hann hefði getað svikið undan skatti. Eða neytt einhvern til gjaldþrota. Að sjálfsögðu kæmi það Anne úr jafnvægi. Hún var tilfinninga- næm kona. Trú hennar á manni sinum myndi riða til falls. Hann hugleiddi mann Anne sem hugsanlega grunaðan. Hann var i bygg- ingaiðnaðinum. Judd hafði aldrei hitt hann. en hvaða viðskiptum. sem hann hafði átt i. þá gat ekkert hugarflug tengl þau við John Hanson. Carol Roberts, eða Judd. Hvað með Anne sjálfa? Gat hún verið siðblind? Haldin morðæði? Judd hallaði sér aftur á bak i stólnum, og reyndi að hugsa hlutlægt um hana. Hann vissi ekkert um hana. nema það. sem hún hafði sjálf sagt honum. Baksvið hennar gat verið uppspuni einn. hún hefði getað búið það allt til, en hvað hafði hún að vinna? Ef þetta var einhver glæsileg hlif til að leyna morði, þá hlaut eitthvað að liggja á bakvið. Minningin um andlit hennar og rödd fyllti huga hans, og hann vissi, að hún gat ekki átt þátt í neinu af þessu. Hann myndi leggja líf sitt að veði fyrir þvi. Kaldhæðni þessa orðalagskom honum til aðbrosa. Hann fór til að ná i spólurnar með Teri Washburn. Ef til vill leyndist eitt- hvað þar, sem hafði farið fram hjá hon- um. Teri hafði fengið aukatima að eigin ósk upp á siðkastið. Hvíldi eitthvað nýtt á huga hennar, sem hún hafði enn ekki sagt honum frá? Vegna stöðugrar kyn- ferðishugsana hennar var erfitt að meta rétt þá þróun, sem hjá henni var núna. En — hvers vegna hafði hún skyndilega og ákaft beðið um fleiri tima hjá hon- um? Judd tók eitt bandið hennar af handa- hófi ogsetti þaðá. „Við skulum tala um hjónabönd þín, Teri. Þú hefur veriðgift fimm sinnum.” „Sex sinnum, en hver er svosem að telja?” „Varstu mönnum þínum trú?" Hlátur. „Þú ert að gera gys að mér. Það er enginn sá maður til í heiminum, sem get- ur fullnægt mér. Þetta er líkamlegt.” „Hvað áttu við með „likamlegt"?" „Ég meina, þannig er ég gerð. Ég hef bara heitt gat, og það þarf alltaf að vera fullt." „Trúirðu því?” „Að það verði alltaf að vera fullt?" „Að þú sért likamlega frábrugðin öðr- um konum?" „Auðvitað. Læknirinn i kvikmynda- verinu sagði mér það. Þetta er eitthvað i sambandi við einhverja kirtla eða eitt- hvað.” Stutt þögn. „Hann var ómögu- legur I rúminu." „Ég er búin að skoða öll kortin þín. Liffræðilega séð er líkami þinn á allan hátt eðlilegur." „Fróaðu þér á kortunum, Kalli. Af hverju reynirðu ekki sjálfur?” „Hefurðu einhvern timann verið ást- fangin, Teri?” „Ég gæti verið ástfangin af þér.” Þögn. „Losaðu þig við þennan svip. Ég get ekki að þessu gert. Ég sagði þér það. Ég er svona gerð. Ég er alltaf soltin." „Ég trúi þér. En það er ekki líkami þinn. sem er soltinn. Þaðeru tilfinningar þinar." „Ég hef aldrei lent i tilfinningaiegum samförum. Viltu reyna?" „Nei.” „Hvað viltu þá?" „Hjálpa þér." „Hvers vegna kemurðu ekki hérna og sest hjá mér?" „Þetta nægir í dag.” Judd slökkti á segulbandinu. Hann minntist samræðna, sem þau höfðu átt, þegar Teri var að tala um stjörnuframa sinn og hann spurði hana hvers vegna hún hafi farið frá Hoilywood. Ég lamdi einhvern klámkjaft i fylliri- ispartýi," svaraði hún. „Það kom í Ijós, að hann var stórt númer. Hann lét henda mér beinustu leið út úr Holly- wood á pólska rassgatið mitt." Judd hafði ekki spurt neins frekar, þvi þá hafði hann meiri áhuga á heimili hennar, og málið hafði aldrei verið rætt aftur. Nú fann hann til nokkurra efa- semda. Hann hefði átt að kynna sér þetta nánar. Hann hafði aldrei haft neinn áhuga á Hollywood annan en þann, sem Dr. Louis Leakey eða Marga- ret Mead hefðu getað haft fyrir ibúum Patagóníu. Hver skyldi vita eitthvað um glansstjörnuna Teri Washburn? Norah Hadley var vitlaus i kvikmynd- ir. Judd hafði séð safn af kvikmynda- timaritum á heimili þeirra, og strítt Pet- er á þeim. Norah eyddi því, sem eftir var kvöldsins í að verja Hollywood. Hann tók upp simtólið og hringdi. Norah svaraði í símann. „Halló,” sagði Judd. „Judd!” rödd hennar var hlýleg og SIMCA U00 er einn duglegasti litli fímm manna fólksbíllinn á iandinu, sem eyðir 7,56 1. á 100 km. SIMCA 1100 kemst vegi sem vegleysur, enda framhjóladrifmn bíll, búinn öryggispönnum undir vél, gírkassa og benzíngeymi og er u.þ.b. 21 cm. undir lægsta punkt. Þetta er bíllinn sem þú ert að leita að, ekki satt? Hafíð samband við okkur strax í dag. CHRYSLER SIMCAUOO 7£&K! ðlfökull hf. Ármúla 36 - 84366 Sölumenn Chrysler-sal 83330/83454. 20VIKAN 23. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.