Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 30

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 30
mætasti vinur, sent ég á. Og þaö besta af öllu er. aö við gæturn þess að særa aldrei hvort annað, en það er eitt af þeint dásamleg- ustu skrefum, sern hægt er að taka í sambýli karls og konu.” Þetta er eiginlega eins og sag- an urn Pygmalion (eftir henni var gert kvikmyndahandritið My Fair Lady, og þá um leið var söguþræðinum breytt örlítið). Hann kenndi henni og leið- beindi, og síðan heldur hún áfram upp á eigin spýtur. þegar henni finnst samband þeirra vera orðið of einhæft. bindandi og jafnvel neikvætt. En i sögu- lok eru þau enn vinir, þeim þyk- ir enn vænt urn hvort annað, en þau vita. að hlutirnir verða aldr- ei eins og þeir voru áður. Þetta snertir mann, þessi bitri sann- leikur, að þú skulir ennþá hafa Hift ásil'angna par. Ahic og Annic Hall iDianc Kcaumi yaniia um göuir Nev\ Vork. viss áhrif á einhverja mann- eskju, en þú veist, að þú færð aldrei notið hennar, vegna þess að of mikill tírni er liðinn og of miklar breytingar hafa átt sér stað." Og Diane heldur áfrant: „Að komast í náið samband er mjög erfitt nú á dögum, sérstaklega fyrir einhleypa konu, eins og mig, sem er þrjátíu og tveggja ára, metnaðargjörn og búsett í New YorL Stundum hugsa ég um, að það gæti verið þess virði að reyna það og jafnvel giftast, en „bætir hún við hlæjandi, „ég hef engan ákveðinn í huga sem stendur!” Eftir að upptöku á myndinni „Annie Hall” lauk, þá tók Diane Keaton óvæntustu ákvörðun, sem hún hefur tekið á ferli sín- um. Hún ákvað að sækja um hlutverk Theresu Dunn í „Look- ing for Mr. Goodbar”. Á móti vilja kvikmyndafélagsins, sent vildi geta skartað „stjörnu- nafni”. barðist hún fyrir vilja sínum og sannfærði leikstjór- ann, Richard Brooks, um. að hún væri fær um að taka hlut- verkið að sér. Hún vissi, að þetta gætu orðið tímamót í lífi hennar sern draniatísk leikkona. En eng- um datt í hug á þeim tima, að hún yrði stjörnunafnið, sem lað- aði áhorfendur að — Stjarna ársins 1977. Diane Keaton var elst fjög- urra systkina, fædd í Los Angel- es, en alin upp í Orange County í Kaliforníu. „Þegar ég var krakki. vildi ég alltaf vera skemmtikrafturinn. Ég hélt. að með því að vera fyndin, þá gæti ég falið. hvað ég var viðkvæm. En ég var aldrei dugleg i skóla. Ég hafði bara enga þolinmæði til að sitja og læra ensku, landa- fræði og stærðfræði. í staðinn einbeitti ég mér að skólaleikrit- unum.” Árið 1965, eftir að hafa stundað leiklistarnám i Santa Ana College í eitt ár og Orange Coast College í nokkra rnánuði, lét hún, samkvæmt ráðleggingu kennara síns, skrá sig i Neigh- borhood Playhouse í New York City. Þá lét hún breyta nafni sinu úr Diane Hall i Diane Keat- on (eftirnafn móður hennar), þar sem önnur leikkona með sama nafni var þar á skrá. Eftir að hafa verið þar í þrjú ár, fékk hún hlutverk í „Hárinu”, fyrstu rokkóperunni, sem varð fræg vegna nektarsenanna. En hún þverneitaði að hátta sig á svið- inu, „því hvað sem öðru leið, þá var nektaratriðunum bætt inn í, löngu eftir að æfingarnar hóf- ust.” Síðan var það, að leikstjórinn David Merrick bað hana urn að mæta til viðtals út af mynd Woody Allens, „Play it again Sam”. Og þar með hófst sigur- gangan. Diane sagði í viðtali nýlega, er hún var spurð að því, hvernig henni fyndist að vera orðin fræg: „Ó, ég vona bara, að líf mitt verði aldrei svo flókið, að ég geti ekki þvegið upp eftir mat- inn sjálf...” ★ 30VIKAN 23. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.