Vikan


Vikan - 08.06.1978, Síða 30

Vikan - 08.06.1978, Síða 30
mætasti vinur, sent ég á. Og þaö besta af öllu er. aö við gæturn þess að særa aldrei hvort annað, en það er eitt af þeint dásamleg- ustu skrefum, sern hægt er að taka í sambýli karls og konu.” Þetta er eiginlega eins og sag- an urn Pygmalion (eftir henni var gert kvikmyndahandritið My Fair Lady, og þá um leið var söguþræðinum breytt örlítið). Hann kenndi henni og leið- beindi, og síðan heldur hún áfram upp á eigin spýtur. þegar henni finnst samband þeirra vera orðið of einhæft. bindandi og jafnvel neikvætt. En i sögu- lok eru þau enn vinir, þeim þyk- ir enn vænt urn hvort annað, en þau vita. að hlutirnir verða aldr- ei eins og þeir voru áður. Þetta snertir mann, þessi bitri sann- leikur, að þú skulir ennþá hafa Hift ásil'angna par. Ahic og Annic Hall iDianc Kcaumi yaniia um göuir Nev\ Vork. viss áhrif á einhverja mann- eskju, en þú veist, að þú færð aldrei notið hennar, vegna þess að of mikill tírni er liðinn og of miklar breytingar hafa átt sér stað." Og Diane heldur áfrant: „Að komast í náið samband er mjög erfitt nú á dögum, sérstaklega fyrir einhleypa konu, eins og mig, sem er þrjátíu og tveggja ára, metnaðargjörn og búsett í New YorL Stundum hugsa ég um, að það gæti verið þess virði að reyna það og jafnvel giftast, en „bætir hún við hlæjandi, „ég hef engan ákveðinn í huga sem stendur!” Eftir að upptöku á myndinni „Annie Hall” lauk, þá tók Diane Keaton óvæntustu ákvörðun, sem hún hefur tekið á ferli sín- um. Hún ákvað að sækja um hlutverk Theresu Dunn í „Look- ing for Mr. Goodbar”. Á móti vilja kvikmyndafélagsins, sent vildi geta skartað „stjörnu- nafni”. barðist hún fyrir vilja sínum og sannfærði leikstjór- ann, Richard Brooks, um. að hún væri fær um að taka hlut- verkið að sér. Hún vissi, að þetta gætu orðið tímamót í lífi hennar sern draniatísk leikkona. En eng- um datt í hug á þeim tima, að hún yrði stjörnunafnið, sem lað- aði áhorfendur að — Stjarna ársins 1977. Diane Keaton var elst fjög- urra systkina, fædd í Los Angel- es, en alin upp í Orange County í Kaliforníu. „Þegar ég var krakki. vildi ég alltaf vera skemmtikrafturinn. Ég hélt. að með því að vera fyndin, þá gæti ég falið. hvað ég var viðkvæm. En ég var aldrei dugleg i skóla. Ég hafði bara enga þolinmæði til að sitja og læra ensku, landa- fræði og stærðfræði. í staðinn einbeitti ég mér að skólaleikrit- unum.” Árið 1965, eftir að hafa stundað leiklistarnám i Santa Ana College í eitt ár og Orange Coast College í nokkra rnánuði, lét hún, samkvæmt ráðleggingu kennara síns, skrá sig i Neigh- borhood Playhouse í New York City. Þá lét hún breyta nafni sinu úr Diane Hall i Diane Keat- on (eftirnafn móður hennar), þar sem önnur leikkona með sama nafni var þar á skrá. Eftir að hafa verið þar í þrjú ár, fékk hún hlutverk í „Hárinu”, fyrstu rokkóperunni, sem varð fræg vegna nektarsenanna. En hún þverneitaði að hátta sig á svið- inu, „því hvað sem öðru leið, þá var nektaratriðunum bætt inn í, löngu eftir að æfingarnar hóf- ust.” Síðan var það, að leikstjórinn David Merrick bað hana urn að mæta til viðtals út af mynd Woody Allens, „Play it again Sam”. Og þar með hófst sigur- gangan. Diane sagði í viðtali nýlega, er hún var spurð að því, hvernig henni fyndist að vera orðin fræg: „Ó, ég vona bara, að líf mitt verði aldrei svo flókið, að ég geti ekki þvegið upp eftir mat- inn sjálf...” ★ 30VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.