Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 43
Armbandsþrugl
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig um að ráða
fyrir mig tvo drauma. Sá fyrri er
svona: Mér fannst sem strákurinn. sem
ég var með á föstu fyrir stuttu, vœri
kominn til þess að spyrja mig, hvort ég
vildi byrja með honum á föstu aftur.
Ég tók því alveg eins og skot, því ég
var svo hrifin af honum. Ég var með
armband, sem hann átti, og ég átti
■eftir að skila því. Hann spurði mig,
hvar armbandið sitt væri, og ég sagðist
ætla að ná í það. Ég gerði það og rétti
honum það. Þá tók hann eftir því, að
þetta var nýrra armband en það, sem
hann átti. Þá sagði ég, að ég hefði
keypt nýtt og var hann ánægður yfir
því. Svo spurði hann, hvort ég vildi
ekki hafa það (það átti.að tákna, að
við værum byrjuð að vera saman
aftur). Jú, jú, ég vildi það. Svo spurði
ég hann, hvort hann vildi ekki fá
hringinn minn, og hann vildi það.
A rmbandið var sUfurlitað og
hringurinn fremur einfaldur, úr 14
karata gulli. Þá vorum við byrjuð að
vera saman aftur. Mér fannst við; vera
alveg ofsalega ástfangin hvort af öðru,
en svo fannst mér ég kalla: „Ég vil
ekki drevma þennan draum, hann
boðar ekki gott. ” Mér fannst ég hrópa
þetta oft og vaknaði síðan við það, öll
kófsveitt. Síðari draumurinn var svona:
Mér fannst sem ég væri að fara að
halda partý heima hjá mér. Það komu
svonafjórar tilsex manneskjur, og
meðal þeirra var slrákurinn ífyrri
draumnum þarna kominn, með
einhverja stelpu, sem hann var
bvrjaður með. Ég var nú ekkert hrifin
af því, að hann væri með henni, en
samt að einhverju leyti var mér sama.
Hann var þarna alveg trítilóður og
sagðist vilja fá armbandið sitt strax á
stundinni, af því að hann ætlaði að
láta stelpuna fá það. Svo spurði hann,
af hverju ég væri ekki búin að láta
hann fá það, það væri svo langt síðan
við hefðum hætt saman. Hann talaði
svo hátt og frekjulega, að ég var alveg
hissa. Ég hafði þaðfyrir afsökun, að
ég hefði týnt því, þegar ég hefði farið
á skíði, og hefði ekki haft efni á því að
kaupa nýttfvrr en á föstudaginn. Ég
var sár út i hann, hvernig hann lét við
mig, og sagðist ætla að ná í það í
herbergið mitt. Ég náði í það, en
staðnæmdist við dyrastafinn á
Mig
dreymdi
bakaleiðinni til að þurrka tárin, svo
hann sæi þau ekki og sæi ekki, að ég
væri svona sár út í hann. Svo lét ég
hann hafa armbandið. Hann hrifsaði
það nœstum úr höndunum á mér. Svo
horfði ég á það, sár, að mér fannst,
þegar hann kallaði á hina stelpuna
blíðum rómi og lét hana fá armbandið.
Svo var það nú ekki lengra. Mig
langar einnig að spyrja þig, hvað það
merkir að dreyma, að maður sé að
klæða sig í hvíta lopapeysu með hettu
og finnast hún alveg ofsalega falleg.
Með fyrirfram þökkfyrir ráðninguna.
Ungur dreymandi.
Fyrri draumurinn boðar þér ríkt
gjaforð. Þú verður brátt ástfangin af
manni, sem þú þekkir ekki nú. Þú munt
eignast góða félaga og eyða tíma þínum
í glaðværum félagsskap. Heilsa þín mun
verða mjög góð, en þú þjáist af völdum
afbrýðisemi i einhvern tíma. Siðari
draumurinn er fyrirboði góðra daga. Þó
muntu bíða lægri hlut í einhverju, sem
þú keppir að, en þú mátt vænta
stuðnings frá sönnum vinum þínum.
Erfiðleikar þínir eru brátt á enda, og þú
munt fagna gæfunni ásamt vinum
þínum. Þú verður ástfangin innan
skamms og færð ást þína endurgoldna.
Þarna mun ekki vera um að ræða
piltinn í draumnum. Hvað varðar lopa-
peysuna, er stór og falleg yfirhöfn í
draumi yfirleitt tákn þess, að dreym-
andinn muni fá tækifæri til bættra
lífskjara.
Gestabók
með myndum
Kœri draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig að ráða
tvo drauma fyrir mig. Fyrri
draumurinn var svona: Mér fannst ég
vera inni í bókabúð, og inn kom
maður, sem bað um mjög vandaða
gestabók. Ekkert var nógu gottfyrir
hann, en samtskoðaði hann eina
gerð. Allt í einu var pabbi kominn og
yngri systir mín, og við fórum Hka að
fletta þessari gestabók, nema að bókin,
sem við skoðuðum, var stærri og
gylltari. Enn einn maður var í búðinni,
og skoðaði hann líka gestabók. Að
innan var hún eins og biblía með mjög
litskrúðugum litmyndum. A llir í
búðinni keyptu bókina, en við
keyptum ekki bókina, sem við
skoðuðum, heldur aðra minni, Undir
myndunum stóðu leiðbeiningar um
líflð. Myndirnar minntu mig á spáspil.
Hinn drauminn hefur mig dreymt
tvisvar. Þegar mig dreymdi hann, var
inni hjá mér kommóða, mjög mikil og
stór, og mig dreymdi, að hvítt garn
lægi við framfót hennar. Hvað merkir
að dreyma skemmdar appelsínur? Með
fyrirfram þökk fyrir svarið.
G.H.
Fyrri draumurinn er góðs viti. Þér gefst
gott tækifæri, sem þú skalt grípa greitt,
og mun gæfan fylgja þér. Einhverjar
breytingar verða á starfi þínu, líferni eða
dvalarstað innan skamms, og þú eignast
nýja kunningja, sem eiga eftir að
reynast þér góðir vinir og verndarar. Þó
máttu búast við óþægilegum fréttum,
sem snerta þig þó ekki beinlínis per-
sónulega. Draumurinn um hvíta garnið
boðar þér bætta lífsaðstöðu, peninga og
völd. Skemmdar appelsínur í draumi
eru yfirleitt fyrirboði gremju og
hryggðar, og ekki er ólíklegt, að þú
lendir í deilum.
23. TBL. VIKAN 43