Vikan - 08.06.1978, Page 14
tónlistarmanni strax i æsku. Þá ætlaði ég að verða
hljómsveitarstjóri. lét meira að segja hal'a það el'tir
rnér í útvarpinu I barnatíma. þegar ég var sjö ára. Ég
var að vísu ekki alveg viss. hvort ég ætlaði að verða
hljómsveitarstjóri hjá lúðrasveit eða sintóníu
hljómsveit. en mér leist nú eiginlega betur á lúðra-
sveitina. þvi þar voru þeir i einkennisbúningum!
— Hvernig stóð á þvi að þú komst i barnatima. til
aðgeía þessa yfirlýsingu?
— Rúnar: Það kom þannig til, að þegar ég var
strákur. lá ég á sjúkrahúsi, og kynntist þar konu að
nafni Filippia Kristjánsdóttir. — öðru nafni Hugrún
skáldkona. Hún tók oft á tíðum krakka að tali i barna-
tima. sem Skeggi Ásbjarnarson sá um. og ég lenti i
einurn þeirra. Nú. svo var ég settur I barna-
músikskólann. og látinn læra á blokkflautu ogsiðar á
píanó. Ég lauk við þennan barnamúsíkskóla og fór svo
i einkatima til Gísla Magnússonar. pianóleikara. Þar
var ég i þrjú ár. en svo kom erfiður timi. Það breyttist
nefnilega svo ansi mikið á árunum '64 '65. Þá komu
Bítlarnir fram á sjónarsviðið. og þótti ekki fint fyrir
stráka að spila á pianó. þeir urðu annaðhvort að spila
á gitar eða trommur. Þá skipti ég um hljóðfæri. hætti
að læra á pianó og keypti mér trommusett! En ég
komst yfir þetta timabil i rólegheitunum.
— Hvað varð til þess að þú fórst að syngja nteð
„Litiðeitt." Berglind?
— Berglind: Það var þannig. að við sungum
stundum saman á kvenfélagsfundum og öðrum
samkomum í Hafnarfirði. fjórar — fimm stúlkur. úr
þessum stúlknakór. og þar höfðu strákarnir i „Lítið
eitt" heyrl í mér. Upphaflega var þetta trió. skipað
þremur Hafnfirðingum. Steinþóri Einarssyni.
Gunnari Gunnarssyni og Hreiðari Sigurjónssyni. Sá
siðastnefndi helltist svo úr lestinni. en hinir vildu
Sungið i Helsinki árið 1968. Berglind stígur
fram til að syngja „Táta, Táta, teldu dætur
þínar." aðeins 11 ára.
halda áfram og fengu til liðs við sig Jón Árna Þórisson
ogmig.
— Varstu ekkert hrædd við að koma fram?
— Berglind: Nei, nei, mér fannst þetta ekkert öðru-
visi en þegar ég söng með kórum. Hins vegar finnst
mér það strax strax öðruvisi. þegar ég syng alein. Þá
er ábyrgðin einungis á mér. í kór getur alltaf annar
tekið við. ef eitthvað bjátar á, og i „Litið eitt" var
þetta svo mikið raddað hjá okkur. Þó ég hefði kannski
aðalröddina, voru strákarnir alltaf á bak við mig.
Rúnar: Já. og svo hafði hún lika reynslu frá þvi hún
„Lítið eitt" timabilið. Atriði úr Kvöldstund i
Sjónvarpssal.
var ellefu ára. Þá þurfti hún að stiga ein út úr kómum
ogsyngja.
„EKKI FEIMIN VIÐ AÐ
SYNGJA — FYRR EN KANNSKI NÚ”
Berglind: Ég hef eiginlega aldrei verið feimin við að
syngja. fyrr en þá núna eftir að ég fór að fást við
klassiska tónlist. Þaðer miklu meira krefjandi.
— Þú þurftir að læra á eitt hljóðfæri samhliða
söngnum.ekki rétt?
— Berglind: Jú, það felst í kerfinu — þessu eilifa
kerfi — að maður hafi einhverja þekkingu á einu
hljóðfæri, og ég valdi pianóið.