Vikan


Vikan - 22.06.1978, Side 22

Vikan - 22.06.1978, Side 22
fingur hans luktust um barka mannsins, og kreistu af alefli. Boyd gerði enga tilraun til að verja sig. Hann stóð þarna og tárin streymdu niður andlit hans. Judd leit i augu hans og fannst hann horfa i hyldýpi helvitis. Hendur hans slepptu hægt taki sínu. Guð minn góður, hugsaði hann. Ég er læknir. Sjúkur maður ræðst á mig, og mig langar til að drepa hann. Hann horfði á Boyd, og sá frammi fyrir sér eyðilagt ringlað barn. Skyndilega vissi hann. hvað undir- meðvitund hans hafði verið að reyna að segja honum: Bruce Boyd var ekki Don Vinlon. Ef svo hefði verið. væri Judd ekki lengur í lifenda tölu. Boyd gat ekki framið morð. Judd hafði ekki skjátlast i því, að hann kæmi ekki heim og saman við ímynd morðingjans. Það var ákveðin kaldhæðnisleg huggun i þeirri niður- stöðu. „Ef þú hefðir ekki verið, þá væri Johnny enn á lífi,” kjökraði Boyd. „Hann væri hérna hjá mér, og ég myndi vernda hann.” „Ég sagði John Hanson ekki að fara frá þér,” sagði Judd þreytulega. „Það var hans eigin hugmynd.” „Þú lýgur!” „Samhand ykkar var ekki gott, áður en John kom til mín.” Það varð löng þögn. Slðan kinkaði Boyd kolli. „Já. Við — við vorum alltaf aðrífast.” „Hann var að reyna að finna sjálfan sig, og eðli hans sagði honum að hann vildi hverfa aftur til konu og barna. Innst inni langaði John til að hafa venjulega kynhvöt.” „Já,” hvislaði Byd. „Hann var alltaf að segja það, og ég hélt, að hann væri bara að refsa mér.” Hann leit á Judd. „En einn góðan veðurdag þá fór hann frá mér. Hann bara — flutti. Hann hætti að elska mig.” Rödd hans var örvæntingarfull. „Hann hætti ekki að elska þig,” sagði Judd. „Ekki sem vin." Boyd horfði á hann, og augu hans voru límd við andlit Judds. „Viltu hjálpa mér?” Augu hans voru full örvæntingar. „Hj hjálpaðu mér. Þú verður að hjálpa mér!” Þetta var neyðaróp. Judd horfði lengi á hann. „Já,” sagði Judd. „Ég skal hjálpa þér.” „Verðég eðlilegur?” „Það er ekkert, sem hægt er að nefna eðlilegt. Hver og eínn ber sinn eigin eðlileika með sér, og engir tveir eru eins.” „Geturðu hjálpað mér til að öðlast venjulegakynhvöt?” „Það veltur á því, hversu mjög þig langar til þess. Þú getur gengist undir sálgreiningu.” „Og ef það mistekst?" „Ef við komumst að þvi, að þú sért i eðli þínu hómósexual, þá er að minnsta kosti hægt að sætta þig betur við það.” ANDLIT ÁN GRÍMU „Hvenær getum við byrjað?” spurði Boyd. Og Judd var skyndilega kominn aftur til veruleikans. Hér sat hann og ræddi um það, að taka að sér sjúkling, þegar hann vissi ekki einu sinni, nema hann yrði drepinn innan sólarhrings. Og hann var enn ekkert nær því að vita, hver Don Vinton var. Hann var búinn að útiloka Teri og Boyd, siðasta grunsamlega fólk- ið á lista hans. Hann vissi ekki meira nú en i upphafi. Ef greining hans á morð- ingjanum var rétt, þá var hann nú kom- inn í morðham. Næsta árás yrði gerð bráðlega, mjög bráðlega. „Hringdu í mig á mánudaginn kem- ur,” sagði hann. í leigubilnum á leiðinni til íbúðarhúss sins reyndi Judd að meta likurnar á því, að hann lifði þetta af. Þær voru ekki miklar. Hvað gat það verið í fórum hans, sem Don Vinton vildi ná í? Og hvér var Don Vinton? Hvernig stóð á þvi, að hann var ekki á sakaskrá? Gat það hugsast, að hann gengi undir ein- hverju öðru nafni? Nei. Moody sagði greinilega „Don Vinton”. Það var erfitt að einbeita sér. Hver einasta hreyfing leigubílsins sendi kvala- strauma um illa leikinn líkama hans. Judd hugsaði um morðin og morðtil- raunirnar sem framdar höfðu verið, og leitaði að einhverju mynstri, sem gæti staðist. Morð með hníf, morð með pynt- ingum, ákeyrsla, sprengja i bilnum hans, kyrking. Þarna var ekkert mynstur, sem hann gat greint. Aðeins miskunnarlaust og æðiskennt ofbeldi. Hann hafði enga hugmynd um það, hvernig næsta tilraun yrði. Eða hver myndi gera hana. Við- kvæmustu blettir hans voru skrifstofan og ibúð hans. Hann minntist ráðlegg- inga Angelis. Hann þurfti að láta setja sterkari læsingar á dyrnar að íbúð sinni. Hann varð að biðja Mike dyravörð og Eddie lyftustjóra um að halda augunum opnum. Hann gat treyst þeim. Leigubillinn nam staðar fyrir framan ibúðarhúsið. Dyravörðurinn opnaði dyrnarað leigubilnum. Judd hafði aldrei séð hann áður. SAUTJÁNDI KAFLI. Hann var dökkur yfirlitum og hafði andlit alsett örum og djúp, svört augu. Gamalt ör var yfir háls hans. Hann var i einkennisjakka Mikes og jakkinn var of þröngur á hann. Leigubíllinn ók burt, og Judd var einn eftir með manninum. Skyndileg kvalabylgja fór um hann. Guð minn al- IVI/I l.lAJI\^/i OG GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR Dagflug á sunnudögum. Eftirsóttasta paradís Evrópu. Sjórinn, sólskinið og skemmtanalifið eins og fólk vill hafa það. Tvær Sunnuskrifstofur og hópur af íslensku starfsfólki, barnagæsla og leikskóli. Bestu og eftirsóttustu hótel og íbúðir, sem hægt er að fá, svo sem: Royal Magaluf, Royal Torrenova, Portonova, Antillas, Barbados, Guadalupe, Helios hótel og íbúðir, og Hótel 33 fyrir unga fólkið (Klúbb 32) Farið verður: 3. og 21. maí 1.-11.-18. júní - 2.-9.-23. 30. júlí 6.-13.-20.-27. ágúst 3.-10.-17.-24. sept. 1.-8.-15. okt. Einnig Sunnuflug til: COSTA DEL SOL dagflug á föstudögum COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum ÍTALÍA dagflug á þriöjudögum KANARÍEYJAR dagflug á fimmtudögum PORTÚGAL dagflug á fimmtudögum GRIKKLAND dagflug á þriðjudögum SVNNA REYKJAVÍK: BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 29322. AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 94 - SÍMI 21835 22VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.